Alls hafa átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka á Landspítalanum en alls höfðu 34 ljósmæður sagt upp á spítalanum á meðan á kjaradeilu þeirra við ríkið stóð.
Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, segir í samtali við fréttastofu að hún eigi von á því að fleiri ljósmæður komi aftur til starfa á spítalanum.
Meðgöngu- og sængurlegudeild var opnuð á ný í vikunni en henni var lokað þegar yfirvinnubann ljósmæðra skall á í síðustu viku. Linda segir að það gangi hægt en vel að koma starfsemi deildarinnar í eðlilegt.
Enn vanti þó upp á mönnun og til þess að hægt sé að manna allar vaktir eins og þarf þurfi þær sem sagt hafa upp að koma aftur til starfa.
