Sæmi Rokk fór í Þjóðskrá í dag: "Nú heiti ég þetta bara“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 26. júlí 2018 20:00 Sæmi Rokk Pálsson, áður Sæmundur Pálsson, varð í dag fyrstur Íslendinga til að fá músíkalskt millinafn sitt skráð í Þjóðskrá. Sæmi segir breytinguna hafa legið beint við, enda hafi hann nánast aldrei verið kallaður annað. Rætt er við Sæma í Morgunblaðinu í dag og sagt frá jákvæðri niðurstöðu Mannanafnanefndar sem barst honum í bréfi á dögunum. „Árið 2014 var Sæmi samþykkt og hitt braut ekki í bága við neinar reglur sem þeir fara eftir, svo nú heiti ég þetta bara, Sæmi Rokk.“Nafnið varð til í dansinum Sæmi, sem er fæddur 1936, segir nafnið hafa byrjað að festast þegar hann var á tvítugsaldri og keppti í dansi af miklum móð, en hann hefur alla tíð verið mikill dansari. „Það ætti að kenna frekar dans í skólum frekar en leikfimi, bókstaflega talað, þá þyrftu menn ekki að drekka í sig kjark til að dansa við þessar fallegu stúlkur,“ segir Sæmi. Hann hefur komið víða við í gegnum árin og m.a. starfað sem byggingameistari, lögreglumaður og lífvörður auk þess sem hann var náinn vinur Bobby Fischers heitins. Hann segir að hvar sem hann kom og starfaði hafi hann aldrei verið kallaður annað en Sæmi Rokk. „Það voru margir þekktir borgarar sem sögðu að ég ætti bara að taka þetta nafn, menn hafa tekið lélegri nöfn. Svo kom Rocky, ekki eyðilagði hann fyrir nafninu, Sylvester Stallone,“ segir Sæmi. Dr. Gunni tók á móti skráningunni Og eftir jákvætt svar mannanafnanefndar var ekki annað að gera en að staðfesta skráninguna hjá Þjóðskrá. Þar tók á móti Sæma Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni. „Núna kannski kemur svona holskefla, það eru náttúrulega margir sem hafa verið kallaðir rokk og pönk og diskó. Það kannski fyllist allt af einhverju fólki sem vill heita þessu,“ segir Gunnar.Doktor, það hefur aldrei komið til skoðunar?„Tja, ég læt það bara vera svona óformlegt, það nægir mér.“ En á Sæmi von á að annar hver Íslendingur vilji nú heita rokk? „Ég hef verið spurður að því hvort krakkarnir ætli að taka þetta. Ég á ekki von á því neitt, en það væri allt í lagi. Að vera af Rokk ættinni,“ segir Sæmi að lokum. Mannanöfn Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Sæmi Rokk Pálsson, áður Sæmundur Pálsson, varð í dag fyrstur Íslendinga til að fá músíkalskt millinafn sitt skráð í Þjóðskrá. Sæmi segir breytinguna hafa legið beint við, enda hafi hann nánast aldrei verið kallaður annað. Rætt er við Sæma í Morgunblaðinu í dag og sagt frá jákvæðri niðurstöðu Mannanafnanefndar sem barst honum í bréfi á dögunum. „Árið 2014 var Sæmi samþykkt og hitt braut ekki í bága við neinar reglur sem þeir fara eftir, svo nú heiti ég þetta bara, Sæmi Rokk.“Nafnið varð til í dansinum Sæmi, sem er fæddur 1936, segir nafnið hafa byrjað að festast þegar hann var á tvítugsaldri og keppti í dansi af miklum móð, en hann hefur alla tíð verið mikill dansari. „Það ætti að kenna frekar dans í skólum frekar en leikfimi, bókstaflega talað, þá þyrftu menn ekki að drekka í sig kjark til að dansa við þessar fallegu stúlkur,“ segir Sæmi. Hann hefur komið víða við í gegnum árin og m.a. starfað sem byggingameistari, lögreglumaður og lífvörður auk þess sem hann var náinn vinur Bobby Fischers heitins. Hann segir að hvar sem hann kom og starfaði hafi hann aldrei verið kallaður annað en Sæmi Rokk. „Það voru margir þekktir borgarar sem sögðu að ég ætti bara að taka þetta nafn, menn hafa tekið lélegri nöfn. Svo kom Rocky, ekki eyðilagði hann fyrir nafninu, Sylvester Stallone,“ segir Sæmi. Dr. Gunni tók á móti skráningunni Og eftir jákvætt svar mannanafnanefndar var ekki annað að gera en að staðfesta skráninguna hjá Þjóðskrá. Þar tók á móti Sæma Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni. „Núna kannski kemur svona holskefla, það eru náttúrulega margir sem hafa verið kallaðir rokk og pönk og diskó. Það kannski fyllist allt af einhverju fólki sem vill heita þessu,“ segir Gunnar.Doktor, það hefur aldrei komið til skoðunar?„Tja, ég læt það bara vera svona óformlegt, það nægir mér.“ En á Sæmi von á að annar hver Íslendingur vilji nú heita rokk? „Ég hef verið spurður að því hvort krakkarnir ætli að taka þetta. Ég á ekki von á því neitt, en það væri allt í lagi. Að vera af Rokk ættinni,“ segir Sæmi að lokum.
Mannanöfn Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira