Spá allt að 25 stiga hita og sól í Reykjavík á sunnudag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júlí 2018 11:34 Spákort næstkomandi sunnudags. veðurstofa íslands Spákort næstkomandi sunnudags fyrir höfuðborgarsvæðið lítur ekki amalega út í augnablikinu en samkvæmt því má búast við 24 stiga hita og heiðskíru veðri í Reykjavík klukkan 14. Slíkt veður væri kærkomið þar sem íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa lítið séð til sólar það sem af er sumri og meira af rigningu. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hitinn gæti farið upp í allt að 25 stig á einhverjum stöðum í Reykjavík en slær þó töluverða varnagla á spánni þar sem allt þurfi að ganga upp til þess að hún gangi eftir. „Þetta kom svolítið snöggt inn í spárnar og ég er ekki alveg tilbúinn að gleypa þetta svona í fyrstu atrennu. Aðstæðurnar eru til staðar en það þarf í rauninni allt að ganga upp, eins og spáin lítur út núna þá virðist þetta ætla að ganga upp, en það má ofboðslega lítið út af bregða. Það verður hlýtt en hvort það fer yfir 20 gráður er svolítið viðkvæmt,“ segir Óli Þór í samtali við Vísi.Góða veðrið stoppar stutt við Hann segir þetta góða veður, ef spáin gengur eftir, standa tiltölulega stutt yfir, eða frá klukkan 10 til 11 um morguninn til klukkan 16 til 17 síðdegis. Um kvöldmatarleytið verður síðan farið að rigna, samkvæmt spánum eins og þær líta út núna. Spurður út í hvaða aðstæður þurfi að vera til staðar svo spáin gengur eftir segir Óli Þór: „Það er norðaustan átt og mjög hlýtt loft yfir landinu en þarf eiginlega að vera nægilega mikill vindur til að hafgolan nái ekki að vinna á móti og koma inn. Þá er þetta loft búið að ferðast þvert yfir landið og er að koma niður hérna mun þurrara en það lagði af stað við Austfirðina þar sem það kom að landi. Þá hlýnar það mun hraðar á leiðinni niður á láglendi hérna megin heldur en það kólnaði á leiðinni upp hinu megin. Þetta eru þessi svokölluðu hnjúkaþeysáhrif.“ Ef vindáttin er aðeins norðan við austur, austnorðaustan eða jafnvel norðaustan, þá getur spáin gengið eftir því hlýja loftið kemur niður af hálendinu. „En ef hann fer hins vegar aðeins lengra til suðurs og verður suðaustan þá fáum við þetta ekki. Þannig að þetta er svolítið viðkvæm staða en þetta eru þær aðstæður sem geta gefið okkur hlýjustu veðrin hér á suðvesturhorninu,“ segir Óli Þór.Yrði langbesti dagur sumarsinsEf þetta gengur eftir þá væri þetta væntanlega besti dagur sumarsins hér í Reykjavík? „Já, þetta verður klárlega langbesti dagur sumarsins ef þetta gengur eftir og verður meira að segja betri en besti dagurinn í fyrra,“ segir Óli Þór. Eins og áður segir gæti hitinn farið upp í allt að 25 gráður sums staðar í Reykjavík. „Ef allt gengur upp, alveg upp í topp. En ég yrði mjög ánægður ef við næðum 20 gráðum, bara þannig að við næðum að rjúfa 20 gráðurnar í ár,“ segir Óli Þór. Veður Tengdar fréttir Landinn aldrei leitað meira að góða veðrinu Íslendingar leita í gríð og erg að upplýsingum um veðrið. Ekki leitað meira að veðurtengdum leitarorðum á Google frá því að mælingar hófust. Veðurfræðingur segir sumarið slæmt sunnan- og vestanlands. Þó er von á ágætisveðri 27. júlí 2018 07:00 Veðrið býður upp á dagamun Austlæg eða breytileg átt og dálítil rigning um vestanvert landið í fyrstu, en það styttir upp og birtir til síðdegis. 27. júlí 2018 07:29 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Spákort næstkomandi sunnudags fyrir höfuðborgarsvæðið lítur ekki amalega út í augnablikinu en samkvæmt því má búast við 24 stiga hita og heiðskíru veðri í Reykjavík klukkan 14. Slíkt veður væri kærkomið þar sem íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa lítið séð til sólar það sem af er sumri og meira af rigningu. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hitinn gæti farið upp í allt að 25 stig á einhverjum stöðum í Reykjavík en slær þó töluverða varnagla á spánni þar sem allt þurfi að ganga upp til þess að hún gangi eftir. „Þetta kom svolítið snöggt inn í spárnar og ég er ekki alveg tilbúinn að gleypa þetta svona í fyrstu atrennu. Aðstæðurnar eru til staðar en það þarf í rauninni allt að ganga upp, eins og spáin lítur út núna þá virðist þetta ætla að ganga upp, en það má ofboðslega lítið út af bregða. Það verður hlýtt en hvort það fer yfir 20 gráður er svolítið viðkvæmt,“ segir Óli Þór í samtali við Vísi.Góða veðrið stoppar stutt við Hann segir þetta góða veður, ef spáin gengur eftir, standa tiltölulega stutt yfir, eða frá klukkan 10 til 11 um morguninn til klukkan 16 til 17 síðdegis. Um kvöldmatarleytið verður síðan farið að rigna, samkvæmt spánum eins og þær líta út núna. Spurður út í hvaða aðstæður þurfi að vera til staðar svo spáin gengur eftir segir Óli Þór: „Það er norðaustan átt og mjög hlýtt loft yfir landinu en þarf eiginlega að vera nægilega mikill vindur til að hafgolan nái ekki að vinna á móti og koma inn. Þá er þetta loft búið að ferðast þvert yfir landið og er að koma niður hérna mun þurrara en það lagði af stað við Austfirðina þar sem það kom að landi. Þá hlýnar það mun hraðar á leiðinni niður á láglendi hérna megin heldur en það kólnaði á leiðinni upp hinu megin. Þetta eru þessi svokölluðu hnjúkaþeysáhrif.“ Ef vindáttin er aðeins norðan við austur, austnorðaustan eða jafnvel norðaustan, þá getur spáin gengið eftir því hlýja loftið kemur niður af hálendinu. „En ef hann fer hins vegar aðeins lengra til suðurs og verður suðaustan þá fáum við þetta ekki. Þannig að þetta er svolítið viðkvæm staða en þetta eru þær aðstæður sem geta gefið okkur hlýjustu veðrin hér á suðvesturhorninu,“ segir Óli Þór.Yrði langbesti dagur sumarsinsEf þetta gengur eftir þá væri þetta væntanlega besti dagur sumarsins hér í Reykjavík? „Já, þetta verður klárlega langbesti dagur sumarsins ef þetta gengur eftir og verður meira að segja betri en besti dagurinn í fyrra,“ segir Óli Þór. Eins og áður segir gæti hitinn farið upp í allt að 25 gráður sums staðar í Reykjavík. „Ef allt gengur upp, alveg upp í topp. En ég yrði mjög ánægður ef við næðum 20 gráðum, bara þannig að við næðum að rjúfa 20 gráðurnar í ár,“ segir Óli Þór.
Veður Tengdar fréttir Landinn aldrei leitað meira að góða veðrinu Íslendingar leita í gríð og erg að upplýsingum um veðrið. Ekki leitað meira að veðurtengdum leitarorðum á Google frá því að mælingar hófust. Veðurfræðingur segir sumarið slæmt sunnan- og vestanlands. Þó er von á ágætisveðri 27. júlí 2018 07:00 Veðrið býður upp á dagamun Austlæg eða breytileg átt og dálítil rigning um vestanvert landið í fyrstu, en það styttir upp og birtir til síðdegis. 27. júlí 2018 07:29 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Landinn aldrei leitað meira að góða veðrinu Íslendingar leita í gríð og erg að upplýsingum um veðrið. Ekki leitað meira að veðurtengdum leitarorðum á Google frá því að mælingar hófust. Veðurfræðingur segir sumarið slæmt sunnan- og vestanlands. Þó er von á ágætisveðri 27. júlí 2018 07:00
Veðrið býður upp á dagamun Austlæg eða breytileg átt og dálítil rigning um vestanvert landið í fyrstu, en það styttir upp og birtir til síðdegis. 27. júlí 2018 07:29