Bændur fagna endurskoðun sauðfjársamnings Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sylvía Hall skrifa 27. júlí 2018 20:37 Endurskoðun búvörusamninga við sauðfjárbændur verður flýtt og hefjast viðræður á næstu dögum. Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga leggur meðal annars til að ráðist verði í bráðaaðgerðir til að mæta erfiðri stöðu í sauðfjárrækt, meðal annars með fækkunarhvötum og stofnun stöðugleikasjóðs. Endurskoðun búvörusamninga átti að hefjast 2019 en landbúnaðarráðherra og Bændasamtök Íslands hafa ákveðið að hefjast þegar handa við endurskoðun samninga er lúta að sauðfjárrækt. Þá hefur samráðshópur um endurskoðun samninganna skilað tillögum sem birtar voru í dag. „Við munum þá núna setja niður samninganefndir sem munu vinna að því að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd og ég vona að við getum séð endurskoðun samningsins um sauðfjárræktina ganga eftir og við ljúkum þessu verki helst á þessu ári.“, segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Offramleiðsla er á kindakjöti miðað við núverandi aðstæður en meðal þess sem samráðshópurinn leggur til eru nokkrar bráðaaðgerðir sem ætlað er að stuðla að jafnvægi milli framleiðslu og sölu haustið 2019. Má þar nefna fækkunarhvata sem felist í útleið bænda, 67 ára og eldri, frystingu gæðastýringargreiðslna og lækkun ásetningshlutfalls. Þá bjóðist bændum að taka þátt í þróunarverkefnum og loks verði stofnaður stöðugleikasjóður til að jafna út sveiflur á mörkuðum. Hann yrði fjármagnaður af greininni sjálfri auk stofnframlags frá ríkinu. Kristján Þór hefur efasemdir um sjóðinn. „Hugmyndirnar sem hingað til hafa komið fram hafa mér ekki hugnast og ég hef hvatt til þess að við getum reynt að leita einhverra annarra leiða til þess að ná því sama markmiði heldur en að þarna hafi verið settar fram.“ Aðrar hugmyndir hugnist honum betur en sumar krefjast lagabreytinga. „En allt sem snýr að þessum tillögum, 67 ára og eldri, lækkun á ásetningshlutfallinu, gæðastýringin, þetta eru allt saman hugmyndir sem mér hugnast mjög vel.“Vandi bænda mjög bráður Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdarstjóri Landssamtaka sauðfjárbænda segir bændur fagna því að tillögur séu komnar fram og þeim lítist vel á margt sem komi fram í þeim, en sumt þurfi að endurskoða. „Það skiptir máli að við vinnum hratt núna, það þarf að koma skýrum skilaboðum til bænda sem fyrst. Það styttist í haustið og sláturtíð og aðgerðir þurfa að vera skýrar mjög fljótt.“ Hann segir vanda bænda vera mikinn, en á síðasta ári hafi verið 30 til 40 prósenta hrun í afurðaverði til bænda og það stefni í svipað ástand á þessu ári. „Það er ein afurðastöð búin að gefa út verð og miðað við það verður skilaverð til bænda 380 til 400 krónur á kíló en þyrfti að vera 650 til 700 þannig það þolir enginn rekstur svona hamfarir tvö ár í röð.“ Tengdar fréttir Flýta endurskoðun sauðfjársamnings Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar. 27. júlí 2018 13:50 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Endurskoðun búvörusamninga við sauðfjárbændur verður flýtt og hefjast viðræður á næstu dögum. Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga leggur meðal annars til að ráðist verði í bráðaaðgerðir til að mæta erfiðri stöðu í sauðfjárrækt, meðal annars með fækkunarhvötum og stofnun stöðugleikasjóðs. Endurskoðun búvörusamninga átti að hefjast 2019 en landbúnaðarráðherra og Bændasamtök Íslands hafa ákveðið að hefjast þegar handa við endurskoðun samninga er lúta að sauðfjárrækt. Þá hefur samráðshópur um endurskoðun samninganna skilað tillögum sem birtar voru í dag. „Við munum þá núna setja niður samninganefndir sem munu vinna að því að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd og ég vona að við getum séð endurskoðun samningsins um sauðfjárræktina ganga eftir og við ljúkum þessu verki helst á þessu ári.“, segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Offramleiðsla er á kindakjöti miðað við núverandi aðstæður en meðal þess sem samráðshópurinn leggur til eru nokkrar bráðaaðgerðir sem ætlað er að stuðla að jafnvægi milli framleiðslu og sölu haustið 2019. Má þar nefna fækkunarhvata sem felist í útleið bænda, 67 ára og eldri, frystingu gæðastýringargreiðslna og lækkun ásetningshlutfalls. Þá bjóðist bændum að taka þátt í þróunarverkefnum og loks verði stofnaður stöðugleikasjóður til að jafna út sveiflur á mörkuðum. Hann yrði fjármagnaður af greininni sjálfri auk stofnframlags frá ríkinu. Kristján Þór hefur efasemdir um sjóðinn. „Hugmyndirnar sem hingað til hafa komið fram hafa mér ekki hugnast og ég hef hvatt til þess að við getum reynt að leita einhverra annarra leiða til þess að ná því sama markmiði heldur en að þarna hafi verið settar fram.“ Aðrar hugmyndir hugnist honum betur en sumar krefjast lagabreytinga. „En allt sem snýr að þessum tillögum, 67 ára og eldri, lækkun á ásetningshlutfallinu, gæðastýringin, þetta eru allt saman hugmyndir sem mér hugnast mjög vel.“Vandi bænda mjög bráður Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdarstjóri Landssamtaka sauðfjárbænda segir bændur fagna því að tillögur séu komnar fram og þeim lítist vel á margt sem komi fram í þeim, en sumt þurfi að endurskoða. „Það skiptir máli að við vinnum hratt núna, það þarf að koma skýrum skilaboðum til bænda sem fyrst. Það styttist í haustið og sláturtíð og aðgerðir þurfa að vera skýrar mjög fljótt.“ Hann segir vanda bænda vera mikinn, en á síðasta ári hafi verið 30 til 40 prósenta hrun í afurðaverði til bænda og það stefni í svipað ástand á þessu ári. „Það er ein afurðastöð búin að gefa út verð og miðað við það verður skilaverð til bænda 380 til 400 krónur á kíló en þyrfti að vera 650 til 700 þannig það þolir enginn rekstur svona hamfarir tvö ár í röð.“
Tengdar fréttir Flýta endurskoðun sauðfjársamnings Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar. 27. júlí 2018 13:50 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Flýta endurskoðun sauðfjársamnings Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar. 27. júlí 2018 13:50