Nokkur góð ráð til að veiða meiri bleikju Karl Lúðvíksson skrifar 28. júlí 2018 15:31 Mynd: Veiðistaðavefurinn Þrátt fyrir að laxveiðitímabilið standi nú sem hæst er ennþá verið að veiða silung í vötnum landsins með mismunandi árangri þó. Það getur verið svo lítið sem þarf að laga í veiðitækni til að veiða betur og þar af leiðandi veiða meira en þessi litlu einföldu atriði geta gert það að verkum að þú einfaldlega veiðir meira. Það eru ákveðin atriði sem er auðvelt að laga eins og til dæmis að finna rétta staðinn við það vatn sem þú ert að veiða en það er bara hluti af leiknum að koma að vatni og læra á það. En við skulum gefa okkur það að þú standir við góðann veiðistað t.d. í Þingvallavatni og það er ekkert að gerast hjá þér þá þarfti að spyrja þig eftirfarandi spurningum.1. Er taumurinn nógu langur? Hæfileg taumlengd er mikilvæg og yfirleitt er verið að nota taumlengd sem er 10-11 fet og þá t.d. 6-8 punda taum því bleikjan getur verið taumstygg.2. Er ég að nota réttu fluguna? Val á flugum til að nota er mikil kúnst og þú þarft klárlega að eiga gott úrval af flugum. Starfsmenn veiðibúðanna eru yfirleitt ansi liðlegir í að selja þér flugurnar sem gefa en kynntu þér líka hvað bleikjan í vatninu er að éta. Eitt besta ráð sem hægt er að gefa þér er að þú sért alltaf með litla glæra krukku með þér í vestinu. Þegar þú færð einn fisk, kíktu í innhald magans, settu það í krukkuna sem þú síðan fyllir með vatni. Hrærðu í þessu og þá sérðu hvað fiskurinn er að éta. Finndu svo flugu sem líkist þessu sem mest.3. Er ég að draga rétt inn? Viltu veiða meiri bleikju? Dragðu hææææææægt inn, og stundum í litlum stuttum rykkjum. Prófaðu þig áfram með hversu hægt og hvort það er einhver taktur í inndrættinum en hægt og rólega er yfirleitt málið. Mest lesið Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði
Þrátt fyrir að laxveiðitímabilið standi nú sem hæst er ennþá verið að veiða silung í vötnum landsins með mismunandi árangri þó. Það getur verið svo lítið sem þarf að laga í veiðitækni til að veiða betur og þar af leiðandi veiða meira en þessi litlu einföldu atriði geta gert það að verkum að þú einfaldlega veiðir meira. Það eru ákveðin atriði sem er auðvelt að laga eins og til dæmis að finna rétta staðinn við það vatn sem þú ert að veiða en það er bara hluti af leiknum að koma að vatni og læra á það. En við skulum gefa okkur það að þú standir við góðann veiðistað t.d. í Þingvallavatni og það er ekkert að gerast hjá þér þá þarfti að spyrja þig eftirfarandi spurningum.1. Er taumurinn nógu langur? Hæfileg taumlengd er mikilvæg og yfirleitt er verið að nota taumlengd sem er 10-11 fet og þá t.d. 6-8 punda taum því bleikjan getur verið taumstygg.2. Er ég að nota réttu fluguna? Val á flugum til að nota er mikil kúnst og þú þarft klárlega að eiga gott úrval af flugum. Starfsmenn veiðibúðanna eru yfirleitt ansi liðlegir í að selja þér flugurnar sem gefa en kynntu þér líka hvað bleikjan í vatninu er að éta. Eitt besta ráð sem hægt er að gefa þér er að þú sért alltaf með litla glæra krukku með þér í vestinu. Þegar þú færð einn fisk, kíktu í innhald magans, settu það í krukkuna sem þú síðan fyllir með vatni. Hrærðu í þessu og þá sérðu hvað fiskurinn er að éta. Finndu svo flugu sem líkist þessu sem mest.3. Er ég að draga rétt inn? Viltu veiða meiri bleikju? Dragðu hææææææægt inn, og stundum í litlum stuttum rykkjum. Prófaðu þig áfram með hversu hægt og hvort það er einhver taktur í inndrættinum en hægt og rólega er yfirleitt málið.
Mest lesið Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði