Eystri Rangá að fyllast af laxi Karl og Lúðvíksson skrifa 29. júlí 2018 15:07 Eystri Rangá átti ekkert sérstakt tímabil í fyrra en miðað við gang mála við bakkann þessa dagana er ljóst að áin er í fínum málum. Það hefur verið feykna góð veiði í ánni og síðasta vika skilaði 515 löxum á land og það er ekkert lát á veiðinni samkvæmt því sem við heyrum af bökkum hennar. Það hafa verið afskaplega góðar göngur síðustu daga og eins og veiðimenn þekkja af henni getur lax verið að ganga í hana af krafti langt fram á haust. Heildarveiðin í fyrra var ekki nema 2.143 laxar en hún þarf bara nokkra daga í viðbót með sambærilegum veiðitölum til að ná því og þá er allur ágústmánuður eftir en hann er yfirleitt lang besti tíminn í ánni. Þegar áin er ekki lituð er veiðin í henni á þessum tíma mjög góð og flestir sem veiða á flugu eru að veiða á túpur. Málið er að síðan hafa margir fræknir fluguveiðimenn verið að prófa að nota hitch og veitt eingöngu á flotlínu og þeim hefur gengið afskaplega vel. Það er ekki svo að það sé verið að setja neitt út á að veiða með sökkenda, það er bara svo leiðinlegt og lýjandi að kasta þungum sökkenda og túpum allann daginn. Mest lesið Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði
Eystri Rangá átti ekkert sérstakt tímabil í fyrra en miðað við gang mála við bakkann þessa dagana er ljóst að áin er í fínum málum. Það hefur verið feykna góð veiði í ánni og síðasta vika skilaði 515 löxum á land og það er ekkert lát á veiðinni samkvæmt því sem við heyrum af bökkum hennar. Það hafa verið afskaplega góðar göngur síðustu daga og eins og veiðimenn þekkja af henni getur lax verið að ganga í hana af krafti langt fram á haust. Heildarveiðin í fyrra var ekki nema 2.143 laxar en hún þarf bara nokkra daga í viðbót með sambærilegum veiðitölum til að ná því og þá er allur ágústmánuður eftir en hann er yfirleitt lang besti tíminn í ánni. Þegar áin er ekki lituð er veiðin í henni á þessum tíma mjög góð og flestir sem veiða á flugu eru að veiða á túpur. Málið er að síðan hafa margir fræknir fluguveiðimenn verið að prófa að nota hitch og veitt eingöngu á flotlínu og þeim hefur gengið afskaplega vel. Það er ekki svo að það sé verið að setja neitt út á að veiða með sökkenda, það er bara svo leiðinlegt og lýjandi að kasta þungum sökkenda og túpum allann daginn.
Mest lesið Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði