Spáir frostavetri í kjaramálum bregðist stjórnvöld ekki við Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. júlí 2018 19:00 Það skellur á frostavetur í kjaramálum ef stjórnvöld bregðast ekki við kröfum um róttækar kerfisbreytingar, að sögn formanns verkalýðsfélags Akraness. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á ósætti á vinnumarkaði og þurfi að koma með nýjar lausnir. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ekkert nýtt í því að forsvarsmenn atvinnulífsins haldi því fram að lítið sem ekkert svigrúm sé til launahækkana í næstu kjarasamningum líkt og kom fram hjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur formanni Samtaka iðnaðarins í gær. „Við höfum heyrt áður þessa plötu hræðsluáróðurs. Henni hefur ávallt verið skellt á fóninni. Árið 2015 spáðu Samtök atvinnulífsins til dæmis 20% hækkun á verðbólgu vegna kjarasamninganna þá en raunin varð 2% verðbólga. Ég vísa þessu því til föðurhúsanna,“ segir Vilhjálmur. Hann segir stjórnvöld geta forðað gríðarlegri baráttu á vinnumarkaði. „Þau þurfa að ná niður vöxtum, afnema verðtryggingu, taka húsnæðisliðinn út, minnka skattbyrði tekjulægstu hópanna, hækka barnabætur sem hafa nánast þurrkast hér út og svona mætti lengi telja, “ segir hann. Vilhjálmur spáir vetrarhörku í kjaramálum taki stjórnvöld ekki við sér og komi á róttækum kerfisbreytingum. „Ef að stjórnvöld verða ekki tilbúin þá held ég að sé óhætt að segja að frostaveturinn mikli sem var hér 1918 skelli á í kjaramálum,“ segir hann.Stjórnvöld beri ábyrgð Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ er á sama máli og segir kjaramálin í höndum stjórnvalda. „Ábyrgðin á þessari stöðu er í höndum stjórnvalda og þau þurfa að koma með aðrar lausnir en hafa verið kynntar,“ segir hann. Úrskurður kjararáðs um hækkun launa hafi hleypt illu blóði í launþega. „Fólk er ekki sátt við það að þeim sé skenkt lakari staða en stjórnvöld hafa þegið. Þá er er búin að vera meiri verkfallstíðni á Íslandi vegna þessa en við höfum séð býsnla leng. Því er ekkert að linna því miður,“ segir hann. Kjaramál Tengdar fréttir Vandar „yfirelítu þessa lands“ ekki kveðjurnar vegna launahækkunar bankastjóra Tilefni færslu Vilhjálms Birgissonar, verkalýðsleiðtoga á Akranesi, er frétt Fréttablaðsins um launahækkun bankastjóra Landbankans sem nemur 1,2 milljónum á mánuði. 3. júlí 2018 12:39 Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. 3. maí 2018 06:00 Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00 VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. 27. febrúar 2018 21:30 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Það skellur á frostavetur í kjaramálum ef stjórnvöld bregðast ekki við kröfum um róttækar kerfisbreytingar, að sögn formanns verkalýðsfélags Akraness. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á ósætti á vinnumarkaði og þurfi að koma með nýjar lausnir. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ekkert nýtt í því að forsvarsmenn atvinnulífsins haldi því fram að lítið sem ekkert svigrúm sé til launahækkana í næstu kjarasamningum líkt og kom fram hjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur formanni Samtaka iðnaðarins í gær. „Við höfum heyrt áður þessa plötu hræðsluáróðurs. Henni hefur ávallt verið skellt á fóninni. Árið 2015 spáðu Samtök atvinnulífsins til dæmis 20% hækkun á verðbólgu vegna kjarasamninganna þá en raunin varð 2% verðbólga. Ég vísa þessu því til föðurhúsanna,“ segir Vilhjálmur. Hann segir stjórnvöld geta forðað gríðarlegri baráttu á vinnumarkaði. „Þau þurfa að ná niður vöxtum, afnema verðtryggingu, taka húsnæðisliðinn út, minnka skattbyrði tekjulægstu hópanna, hækka barnabætur sem hafa nánast þurrkast hér út og svona mætti lengi telja, “ segir hann. Vilhjálmur spáir vetrarhörku í kjaramálum taki stjórnvöld ekki við sér og komi á róttækum kerfisbreytingum. „Ef að stjórnvöld verða ekki tilbúin þá held ég að sé óhætt að segja að frostaveturinn mikli sem var hér 1918 skelli á í kjaramálum,“ segir hann.Stjórnvöld beri ábyrgð Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ er á sama máli og segir kjaramálin í höndum stjórnvalda. „Ábyrgðin á þessari stöðu er í höndum stjórnvalda og þau þurfa að koma með aðrar lausnir en hafa verið kynntar,“ segir hann. Úrskurður kjararáðs um hækkun launa hafi hleypt illu blóði í launþega. „Fólk er ekki sátt við það að þeim sé skenkt lakari staða en stjórnvöld hafa þegið. Þá er er búin að vera meiri verkfallstíðni á Íslandi vegna þessa en við höfum séð býsnla leng. Því er ekkert að linna því miður,“ segir hann.
Kjaramál Tengdar fréttir Vandar „yfirelítu þessa lands“ ekki kveðjurnar vegna launahækkunar bankastjóra Tilefni færslu Vilhjálms Birgissonar, verkalýðsleiðtoga á Akranesi, er frétt Fréttablaðsins um launahækkun bankastjóra Landbankans sem nemur 1,2 milljónum á mánuði. 3. júlí 2018 12:39 Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. 3. maí 2018 06:00 Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00 VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. 27. febrúar 2018 21:30 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Vandar „yfirelítu þessa lands“ ekki kveðjurnar vegna launahækkunar bankastjóra Tilefni færslu Vilhjálms Birgissonar, verkalýðsleiðtoga á Akranesi, er frétt Fréttablaðsins um launahækkun bankastjóra Landbankans sem nemur 1,2 milljónum á mánuði. 3. júlí 2018 12:39
Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. 3. maí 2018 06:00
Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00
VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. 27. febrúar 2018 21:30