Ísraelsmenn að verða fyrstir til að senda einkageimfar til tunglsins Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 10. júlí 2018 19:03 Geimfarið á að lenda á tunglinu í febrúar Vísir/Getty Ísraelsk sjálfseignarstofnun, SpaceIL, segist reiðubúin að senda fyrsta geimfarið í einkaeigu til tunglsins. Til stendur að skjóta farinu á loft á þessu ári og lenda á tunglinu í febrúar á því næsta. Verkefnið hófst sem tilraun til að vinna 30 milljón dollara styrk sem var í boði fyrir sigurvegara Google Lunar XPrize. Tímafresturinn rann hins vegar út í mars án þess að nokkrum keppanda tækist að lenda á tunglinu. SpaceIL var hins vegar svo langt á veg komið að ákveðið var að halda áfram í samstarfi við Israel Aerospace Industries, sem er í eigu ísraelska ríkisins. Suður-Afríski milljarðamæringurinn Morris Kahn, sem er af gyðingaættum og með ísraelskt vegabréf, er sagður hafa lagt til stóran hlut af því fé sem þurfti til að draumurinn yrði að veruleika. SpaceIL hefur varið minnst 88 milljónum dollara í að hanna og byggja geimfarið, sem nemur tæpum tíu milljörðum íslenskra króna. Það verður um tveir metrar að þvermáli, einn og hálfur meter að hæð og vegur aðeins 585 kíló. Þar af eru 400 kíló af eldsneyti. Til að uppfylla skilmála XPrice verðlaunanna var geimfarið hannað til að lenda á tunglinu en hoppa síðan aftur upp og lenda í 500 metra fjarlægð. Gangi áætlun SpaceIL eftir verður Ísrael fjórða ríki heims til að lenda á tunglinu á eftir Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Kína. Fari allt á versta veg eru enn fjórir hópar eftir í kapphlaupinu um að koma fyrsta geimfarinu á einkavegum til tunglsins. Einn hópurinn er alþjóðlegur, einn bandarískur, einn indverskur og einn frá Japan. Ísraelsmenn hafa aðeins átt einn geimfara í sögunni, Ilan Ramon. Hann fórst með geimfarinu Columbia skammt frá bænum Palestine í Texas árið 2003. Vísindi Tengdar fréttir Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið Upphaflega stóð til að Tesla-rafbillinn færi á braut um sólina við sporbraut Mars. Falcon Heavy-eldflaugin virðist hafa gert gott betur. 7. febrúar 2018 11:45 Falcon 9 og Dragon fara á loft í dag Fyrirtækið SpaceX mun skjóta á loft eldflauginni Falcon 9 og geimfarinu Dragon í dag. Tilgangur leiðangursins er að fara með vistir í alþjóðlegu geimstöðina. 2. apríl 2018 15:00 NASA óttast að SpaceX gæti stefnt lífi geimfara í hættu Lítið er sagt þurfa að bregða út af til að aðferð sem SpaceX notar til að auka kraft eldflauga sinna geti endað með sprengingu. 7. maí 2018 16:14 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Ísraelsk sjálfseignarstofnun, SpaceIL, segist reiðubúin að senda fyrsta geimfarið í einkaeigu til tunglsins. Til stendur að skjóta farinu á loft á þessu ári og lenda á tunglinu í febrúar á því næsta. Verkefnið hófst sem tilraun til að vinna 30 milljón dollara styrk sem var í boði fyrir sigurvegara Google Lunar XPrize. Tímafresturinn rann hins vegar út í mars án þess að nokkrum keppanda tækist að lenda á tunglinu. SpaceIL var hins vegar svo langt á veg komið að ákveðið var að halda áfram í samstarfi við Israel Aerospace Industries, sem er í eigu ísraelska ríkisins. Suður-Afríski milljarðamæringurinn Morris Kahn, sem er af gyðingaættum og með ísraelskt vegabréf, er sagður hafa lagt til stóran hlut af því fé sem þurfti til að draumurinn yrði að veruleika. SpaceIL hefur varið minnst 88 milljónum dollara í að hanna og byggja geimfarið, sem nemur tæpum tíu milljörðum íslenskra króna. Það verður um tveir metrar að þvermáli, einn og hálfur meter að hæð og vegur aðeins 585 kíló. Þar af eru 400 kíló af eldsneyti. Til að uppfylla skilmála XPrice verðlaunanna var geimfarið hannað til að lenda á tunglinu en hoppa síðan aftur upp og lenda í 500 metra fjarlægð. Gangi áætlun SpaceIL eftir verður Ísrael fjórða ríki heims til að lenda á tunglinu á eftir Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Kína. Fari allt á versta veg eru enn fjórir hópar eftir í kapphlaupinu um að koma fyrsta geimfarinu á einkavegum til tunglsins. Einn hópurinn er alþjóðlegur, einn bandarískur, einn indverskur og einn frá Japan. Ísraelsmenn hafa aðeins átt einn geimfara í sögunni, Ilan Ramon. Hann fórst með geimfarinu Columbia skammt frá bænum Palestine í Texas árið 2003.
Vísindi Tengdar fréttir Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið Upphaflega stóð til að Tesla-rafbillinn færi á braut um sólina við sporbraut Mars. Falcon Heavy-eldflaugin virðist hafa gert gott betur. 7. febrúar 2018 11:45 Falcon 9 og Dragon fara á loft í dag Fyrirtækið SpaceX mun skjóta á loft eldflauginni Falcon 9 og geimfarinu Dragon í dag. Tilgangur leiðangursins er að fara með vistir í alþjóðlegu geimstöðina. 2. apríl 2018 15:00 NASA óttast að SpaceX gæti stefnt lífi geimfara í hættu Lítið er sagt þurfa að bregða út af til að aðferð sem SpaceX notar til að auka kraft eldflauga sinna geti endað með sprengingu. 7. maí 2018 16:14 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið Upphaflega stóð til að Tesla-rafbillinn færi á braut um sólina við sporbraut Mars. Falcon Heavy-eldflaugin virðist hafa gert gott betur. 7. febrúar 2018 11:45
Falcon 9 og Dragon fara á loft í dag Fyrirtækið SpaceX mun skjóta á loft eldflauginni Falcon 9 og geimfarinu Dragon í dag. Tilgangur leiðangursins er að fara með vistir í alþjóðlegu geimstöðina. 2. apríl 2018 15:00
NASA óttast að SpaceX gæti stefnt lífi geimfara í hættu Lítið er sagt þurfa að bregða út af til að aðferð sem SpaceX notar til að auka kraft eldflauga sinna geti endað með sprengingu. 7. maí 2018 16:14