Skipan dómstóla í Póllandi veki hugrenningatengsl við Ísland Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. júlí 2018 07:00 Vilhjálmur Vilhjálmsson krafðist þess fyrir Landsrétti að Arnfríður Einarsdóttir viki sæti í máli skjólstæðings hans. Fréttablaðið/Eyþór „Þótt ég vilji ekki jafna því saman sem gerst hefur hér á landi og stöðu dómstóla í Póllandi og Tyrklandi, þá eru auðvitað viss líkindi, sérstaklega með Póllandi, sem vekja með manni ákveðin hugrenningatengsl,“ segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands, um líkindi umdeildra afskipta pólskra stjórnvalda af skipun hæstaréttar landsins er fjölda dómara var vikið úr dómstólnum og nýir skipaðir í staðinn.Í aðsendri grein í blaðinu í gær varpar Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður upp áleitnum spurningum um líkindi með þeirri réttaróvissu sem ríkir í Póllandi og skipan dómara í Landsrétt hér á landi, sem Hæstiréttur dæmdi ólögmæta. Pólsk stjórnvöld hafa undanfarið sætt harðri gagnrýni vegna málsins og framkvæmdastjórn ESB hefur þegar vísað málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Í umfjöllun um málið á alþjóðavettvangi hefur verið vísað til réttaróöryggis vegna óvissu um gildi þeirra dóma sem nýju dómararnir við hæstarétt Póllands munu dæma. Þó að MDE geti ekki fellt dóma úr gildi, heldur eingöngu kveðið upp úr um hvort skipan dómsins brjóti í bága við Mannréttindasáttmálann, lýtur kvörturnarefnið til Mannréttindadómstólsins vegna Landsréttarmálsins að þeirri sömu réttaróvissu og ríkir í Póllandi. Małgorzata Gersdorf, forseti Hæstaréttar Póllands, hefur barist hatrammlega gegn breytingunum.Wikipedia Commons Það er, hvort þeir dómar Landsréttar sem dæmdir hafa verið af dómurum sem skipaðir voru með ólögmætum hætti samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar frá því í fyrra, geti talist í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Landsréttarmálið fær flýtimeðferð hjá MDE sem svaraði kvörtuninni og óskaði viðbragða frá íslenskum stjórnvöldum, með vísan til þess að málið væri mögulega fordæmismál. „Hvernig dómstóllinn bregst við og hvernig hann hefur brugðist við fram til þessa, varpar ljósi á hve alvarlegt málið er og sýnir hvernig afskipti framkvæmdarvaldsins hafa verið með skipun dómara sem er áhyggjuefni,“ segir Ingibjörg. Hún ítrekar þó að dómstóllinn geti ekki fellt dóma úr gildi. „En ef kveðinn yrði upp áfellisdómur yfir þessari meðferð framkvæmdarvaldsins er auðvitað ekkert annað í stöðunni en að axla ábyrgð á því,“ segir Ingibjörg. Hún segir orðspor íslenska dómskerfisins í húfi. „Þetta er auðvitað vandi okkar í hnotskurn. Það er svo erfitt að byggja upp traust ef við getum ekki skapað varanlegan frið um hluti eins og skipan dómara. Og það er okkar innanlandsvandi sem nú vekur athygli út fyrir landsteinana.” Vísað til rússneskra fordæma frá Mannréttindadómstólnum Í erindi Mannréttindadómstólsins til íslenskra stjórnvalda er vísað til fyrri fordæma dómsins. Meðal annars til dóms í máli Ilatovskiy gegn Rússlandi frá 2009 en í niðurstöðu þess máls segir að skilyrði Mannréttindasáttmálans um að skipun dómstóla skuli ákveðin með lögum, taki ekki eingöngu til þess að dómstólar séu settir á laggirnar með lögum heldur einnig til lögmætis skipunar dóms í hverju máli fyrir sig. Í málinu komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að tveir dómarar í máli þess sem kvartaði hefðu ekki verið skipaðir með lögmætum hætti og þar af leiðandi gæti dómstóllinn ekki fallist á að skipan dómstólsins sem dæmdi mál hans væri ákveðin með lögum, eins og 6. gr. sáttmálans mælir fyrir um. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ísland Pólland Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. 10. júlí 2018 07:00 Þvinga dómara fyrr á eftirlaun Pólsk stjórnvöld ætla að þvinga 27 af 72 hæstaréttardómurum til að fara fyrr á eftirlaun, það er 65 ára í stað 70 ára. 3. júlí 2018 06:00 Ætlar að mæta áfram til vinnu þrátt fyrir ný lög Forseti hæstaréttar Póllands sór þess eið í gær að berjast gegn nýjum lögum þar í landi sem lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara. 4. júlí 2018 06:00 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
„Þótt ég vilji ekki jafna því saman sem gerst hefur hér á landi og stöðu dómstóla í Póllandi og Tyrklandi, þá eru auðvitað viss líkindi, sérstaklega með Póllandi, sem vekja með manni ákveðin hugrenningatengsl,“ segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands, um líkindi umdeildra afskipta pólskra stjórnvalda af skipun hæstaréttar landsins er fjölda dómara var vikið úr dómstólnum og nýir skipaðir í staðinn.Í aðsendri grein í blaðinu í gær varpar Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður upp áleitnum spurningum um líkindi með þeirri réttaróvissu sem ríkir í Póllandi og skipan dómara í Landsrétt hér á landi, sem Hæstiréttur dæmdi ólögmæta. Pólsk stjórnvöld hafa undanfarið sætt harðri gagnrýni vegna málsins og framkvæmdastjórn ESB hefur þegar vísað málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Í umfjöllun um málið á alþjóðavettvangi hefur verið vísað til réttaróöryggis vegna óvissu um gildi þeirra dóma sem nýju dómararnir við hæstarétt Póllands munu dæma. Þó að MDE geti ekki fellt dóma úr gildi, heldur eingöngu kveðið upp úr um hvort skipan dómsins brjóti í bága við Mannréttindasáttmálann, lýtur kvörturnarefnið til Mannréttindadómstólsins vegna Landsréttarmálsins að þeirri sömu réttaróvissu og ríkir í Póllandi. Małgorzata Gersdorf, forseti Hæstaréttar Póllands, hefur barist hatrammlega gegn breytingunum.Wikipedia Commons Það er, hvort þeir dómar Landsréttar sem dæmdir hafa verið af dómurum sem skipaðir voru með ólögmætum hætti samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar frá því í fyrra, geti talist í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Landsréttarmálið fær flýtimeðferð hjá MDE sem svaraði kvörtuninni og óskaði viðbragða frá íslenskum stjórnvöldum, með vísan til þess að málið væri mögulega fordæmismál. „Hvernig dómstóllinn bregst við og hvernig hann hefur brugðist við fram til þessa, varpar ljósi á hve alvarlegt málið er og sýnir hvernig afskipti framkvæmdarvaldsins hafa verið með skipun dómara sem er áhyggjuefni,“ segir Ingibjörg. Hún ítrekar þó að dómstóllinn geti ekki fellt dóma úr gildi. „En ef kveðinn yrði upp áfellisdómur yfir þessari meðferð framkvæmdarvaldsins er auðvitað ekkert annað í stöðunni en að axla ábyrgð á því,“ segir Ingibjörg. Hún segir orðspor íslenska dómskerfisins í húfi. „Þetta er auðvitað vandi okkar í hnotskurn. Það er svo erfitt að byggja upp traust ef við getum ekki skapað varanlegan frið um hluti eins og skipan dómara. Og það er okkar innanlandsvandi sem nú vekur athygli út fyrir landsteinana.” Vísað til rússneskra fordæma frá Mannréttindadómstólnum Í erindi Mannréttindadómstólsins til íslenskra stjórnvalda er vísað til fyrri fordæma dómsins. Meðal annars til dóms í máli Ilatovskiy gegn Rússlandi frá 2009 en í niðurstöðu þess máls segir að skilyrði Mannréttindasáttmálans um að skipun dómstóla skuli ákveðin með lögum, taki ekki eingöngu til þess að dómstólar séu settir á laggirnar með lögum heldur einnig til lögmætis skipunar dóms í hverju máli fyrir sig. Í málinu komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að tveir dómarar í máli þess sem kvartaði hefðu ekki verið skipaðir með lögmætum hætti og þar af leiðandi gæti dómstóllinn ekki fallist á að skipan dómstólsins sem dæmdi mál hans væri ákveðin með lögum, eins og 6. gr. sáttmálans mælir fyrir um.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ísland Pólland Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. 10. júlí 2018 07:00 Þvinga dómara fyrr á eftirlaun Pólsk stjórnvöld ætla að þvinga 27 af 72 hæstaréttardómurum til að fara fyrr á eftirlaun, það er 65 ára í stað 70 ára. 3. júlí 2018 06:00 Ætlar að mæta áfram til vinnu þrátt fyrir ný lög Forseti hæstaréttar Póllands sór þess eið í gær að berjast gegn nýjum lögum þar í landi sem lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara. 4. júlí 2018 06:00 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Ísland Pólland Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. 10. júlí 2018 07:00
Þvinga dómara fyrr á eftirlaun Pólsk stjórnvöld ætla að þvinga 27 af 72 hæstaréttardómurum til að fara fyrr á eftirlaun, það er 65 ára í stað 70 ára. 3. júlí 2018 06:00
Ætlar að mæta áfram til vinnu þrátt fyrir ný lög Forseti hæstaréttar Póllands sór þess eið í gær að berjast gegn nýjum lögum þar í landi sem lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara. 4. júlí 2018 06:00