Neytendastofa rannsakar framsetningu hjá lífeyrissjóðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. júlí 2018 19:00 Tryggvi Axelsson forstjóri Neytendastofu ætlar að hefja rannsókn á framsetningu lífeyrissjóða á markaðssefni. Neytendastofa hyggst rannsaka framsetningu á markaðsefni hjá lífeyrissjóðum sem hafa auglýst að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera bestir. Nokkrir lífeyrissjóðir sem hafa verið með slíkar auglýsingar eru með slaka raunávöxtun á 20 ára tímabili. Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Almenni lífeyrissjóðurinn hafa hlotið verðlaun fyrir að vera bestir sjóða á einn eða anna máta og sent frá sér auglýsingar um það. Á vef Frjálsa lífeyrissjóðsins má sjá upptalningu á verðlaunum frá árinu 2005 og á vef Almenna er hægt að sjá yfirlit yfir verðlaun.Sjóðirnir sækja um verðlaunin Í svari til fréttastofu í gær frá Frjálsa lífeyrissjóðnum um verðlaunin kemur fram að sjóðurinn hafi fengið 11 verðlaun í keppni fagtímaritsins Investment Pension Europe fyrir margvíslega þætti í rekstri lífeyrissjóða. En góð ávöxtun sé ekki forsenda fyrir verðlaunum. Frjálsi hafi auglýst verðlaunin í öllu sínu markaðsefni. Þá kemur fram að allir lífeyrissjóðir í Evrópu hafi val um að taka þátt. Keppnin fari þannig fram að lífeyrissjóðir, sem taka þátt” senda inn “entry” eða “case” um tiltekna þætti í rekstri eða uppbyggingu lífeyrissjóðsins. Hægt sé að senda inn “case” í einstaka þemaflokka eða beint í landaflokka. Almenni lífeyrissjóðurinn hefur einnig hlotið verðlaun hjá sama aðila fyrir ýmsa þætti. Hann hefur birt auglýsingar um það t.d. á vefnum og í sjónvarpi.Önnur mynd er raunávöxtun er skoðuð En þegar kemur að raunávöxtun þessara sjóða síðustu 20 ár er myndin önnur. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur keypt er Frjálsi lífeyrissjóðurinn með ávöxtun uppá 2,41% á þessu tímabili. Í svari frá Almenna kemur fram að hann var með 3,2% ávöxtun á 20 ára tímabili. Sjóðirnir eru undir meðalávöxtun í samanburði við aðra sjóði á þessu tímabili. Forstjóri Neytendastofu hyggst rannsaka framsetningu lífeyrissjóða sem hafa auglýst að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera bestir.Neytendastofa hefur rannsókn „Það fellur undir eftirlitshlutverk Neytendastofu að kanna slík mál. Þessar fréttir gefa tilefni til að kanna þetta nánar. Slík rannsókn hefst á venjubundinn hátt hjá okkur, þetta eru flókin mál en við munum setja þetta í farveg eins fljótt og við getum,“ segir Tryggvi. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Neytendastofa hyggst rannsaka framsetningu á markaðsefni hjá lífeyrissjóðum sem hafa auglýst að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera bestir. Nokkrir lífeyrissjóðir sem hafa verið með slíkar auglýsingar eru með slaka raunávöxtun á 20 ára tímabili. Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Almenni lífeyrissjóðurinn hafa hlotið verðlaun fyrir að vera bestir sjóða á einn eða anna máta og sent frá sér auglýsingar um það. Á vef Frjálsa lífeyrissjóðsins má sjá upptalningu á verðlaunum frá árinu 2005 og á vef Almenna er hægt að sjá yfirlit yfir verðlaun.Sjóðirnir sækja um verðlaunin Í svari til fréttastofu í gær frá Frjálsa lífeyrissjóðnum um verðlaunin kemur fram að sjóðurinn hafi fengið 11 verðlaun í keppni fagtímaritsins Investment Pension Europe fyrir margvíslega þætti í rekstri lífeyrissjóða. En góð ávöxtun sé ekki forsenda fyrir verðlaunum. Frjálsi hafi auglýst verðlaunin í öllu sínu markaðsefni. Þá kemur fram að allir lífeyrissjóðir í Evrópu hafi val um að taka þátt. Keppnin fari þannig fram að lífeyrissjóðir, sem taka þátt” senda inn “entry” eða “case” um tiltekna þætti í rekstri eða uppbyggingu lífeyrissjóðsins. Hægt sé að senda inn “case” í einstaka þemaflokka eða beint í landaflokka. Almenni lífeyrissjóðurinn hefur einnig hlotið verðlaun hjá sama aðila fyrir ýmsa þætti. Hann hefur birt auglýsingar um það t.d. á vefnum og í sjónvarpi.Önnur mynd er raunávöxtun er skoðuð En þegar kemur að raunávöxtun þessara sjóða síðustu 20 ár er myndin önnur. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur keypt er Frjálsi lífeyrissjóðurinn með ávöxtun uppá 2,41% á þessu tímabili. Í svari frá Almenna kemur fram að hann var með 3,2% ávöxtun á 20 ára tímabili. Sjóðirnir eru undir meðalávöxtun í samanburði við aðra sjóði á þessu tímabili. Forstjóri Neytendastofu hyggst rannsaka framsetningu lífeyrissjóða sem hafa auglýst að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera bestir.Neytendastofa hefur rannsókn „Það fellur undir eftirlitshlutverk Neytendastofu að kanna slík mál. Þessar fréttir gefa tilefni til að kanna þetta nánar. Slík rannsókn hefst á venjubundinn hátt hjá okkur, þetta eru flókin mál en við munum setja þetta í farveg eins fljótt og við getum,“ segir Tryggvi.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira