Vildu ekki beita þvingunum en verða að virkja 17. greinina til að tryggja lágmarksmönnun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júlí 2018 20:37 Linda Kristmundsdóttir er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Hún segist ekki vilja beita þvingunum en spítalanum sé skylt að tryggja öryggi og lágmarksmönnun. MYND/LANDSPÍTALI „Við vildum helst ekki beita þessari 17. grein en við verðum að gera það núna,“ segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna-og barnasviðs Landspítalans um þau úrræði sem spítalinn neyðist til þess að grípa til í ljósmæðradeilunni til þess að tryggja öryggi skjólstæðinga og grunnmönnun. Samninganefnd ríkisins lagði fram tilboð á samningafundi í gær sem ljósmæður höfnuðu. Þær fara fram á 17-18% launahækkun. Þegar uppsagnir tólf ljósmæðra tóku gildi þann 1. júní fór í gang neyðaráætlun sem hefur dugað til fram til þessa. Í neyðaráætluninni felst að útskrifa konur og nýbura fyrr og nota sjúkrahúsin í nágrannasveitarfélögunum; á Selfossi, Keflavík og Akranesi. „Okkur hefur gengið erfiðlega að manna vaktirnar og þá sérstaklega núna síðustu daga og við sáum fram á að næsta helgi yrði okkur mjög erfið. Við verðum náttúrulega að hafa ákveðna grunnmönnun á vöktunum,“ segir Linda í samtali við fréttastofu. Ljósmæður fara fram á 17-18% launahækkun.fréttablaðið/ernirÍ dag var blásið til fundar með ljósmæðrum á Kvenna- og barnasviði þar sem þeim var tilkynnt að 17. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins væri virkjuð. Linda segir að þau hefðu reynt að forðast það í lengstu lög að beita þvingunum og nauðung en þetta úrræði væri nauðsynlegt til þess að tryggja mönnun um næstu helgi og í næstu viku. „Skylt er starfsmönnum að vinna yfirvinnu sem forstöðumaður telur nauðsynlega. Þó er engum starfsmanni, nema þeim er gegnir lögreglustörfum eða annarri öryggisþjónustu, skylt að vinna meiri yfirvinnu í viku hverri en nemur fimmtungi af lögmæltum vikulegum vinnutíma.“ Yfirvinnubann ljósmæðra tekur gildi á miðvikudaginn að öllu óbreyttu og þá fellur þessi 17. grein út segir Linda, enda sé um skammtímaúrræði að ræða. Linda segir að ástandið á á deildinni sé alvarlegt. Það hafi vantað í fjórar fullar stöður á meðgöngu-og sængurlegudeild áður en þessar tólf uppsagnir tóku gildi. Þá séu auk þess nokkrar ljósmæður í orlofi. „Þetta er bara orðin þung staða. Þetta er vont fyrir alla. Þetta er vont fyrir fjölskyldurnar í landinu og vont fyrir starfsmenn.“Hvernig er hljóðið í skjólstæðingum ykkar?„Já við heyrum það á ófrískum konum og feðrum sem eiga von á barni, jafnvel ömmum og öfum og öllum mögulegum að fólk er bara áhyggjufullt og okkur finnst það leitt og erfitt.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir „Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00 Sjá enga möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. 11. júlí 2018 20:17 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
„Við vildum helst ekki beita þessari 17. grein en við verðum að gera það núna,“ segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna-og barnasviðs Landspítalans um þau úrræði sem spítalinn neyðist til þess að grípa til í ljósmæðradeilunni til þess að tryggja öryggi skjólstæðinga og grunnmönnun. Samninganefnd ríkisins lagði fram tilboð á samningafundi í gær sem ljósmæður höfnuðu. Þær fara fram á 17-18% launahækkun. Þegar uppsagnir tólf ljósmæðra tóku gildi þann 1. júní fór í gang neyðaráætlun sem hefur dugað til fram til þessa. Í neyðaráætluninni felst að útskrifa konur og nýbura fyrr og nota sjúkrahúsin í nágrannasveitarfélögunum; á Selfossi, Keflavík og Akranesi. „Okkur hefur gengið erfiðlega að manna vaktirnar og þá sérstaklega núna síðustu daga og við sáum fram á að næsta helgi yrði okkur mjög erfið. Við verðum náttúrulega að hafa ákveðna grunnmönnun á vöktunum,“ segir Linda í samtali við fréttastofu. Ljósmæður fara fram á 17-18% launahækkun.fréttablaðið/ernirÍ dag var blásið til fundar með ljósmæðrum á Kvenna- og barnasviði þar sem þeim var tilkynnt að 17. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins væri virkjuð. Linda segir að þau hefðu reynt að forðast það í lengstu lög að beita þvingunum og nauðung en þetta úrræði væri nauðsynlegt til þess að tryggja mönnun um næstu helgi og í næstu viku. „Skylt er starfsmönnum að vinna yfirvinnu sem forstöðumaður telur nauðsynlega. Þó er engum starfsmanni, nema þeim er gegnir lögreglustörfum eða annarri öryggisþjónustu, skylt að vinna meiri yfirvinnu í viku hverri en nemur fimmtungi af lögmæltum vikulegum vinnutíma.“ Yfirvinnubann ljósmæðra tekur gildi á miðvikudaginn að öllu óbreyttu og þá fellur þessi 17. grein út segir Linda, enda sé um skammtímaúrræði að ræða. Linda segir að ástandið á á deildinni sé alvarlegt. Það hafi vantað í fjórar fullar stöður á meðgöngu-og sængurlegudeild áður en þessar tólf uppsagnir tóku gildi. Þá séu auk þess nokkrar ljósmæður í orlofi. „Þetta er bara orðin þung staða. Þetta er vont fyrir alla. Þetta er vont fyrir fjölskyldurnar í landinu og vont fyrir starfsmenn.“Hvernig er hljóðið í skjólstæðingum ykkar?„Já við heyrum það á ófrískum konum og feðrum sem eiga von á barni, jafnvel ömmum og öfum og öllum mögulegum að fólk er bara áhyggjufullt og okkur finnst það leitt og erfitt.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir „Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00 Sjá enga möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. 11. júlí 2018 20:17 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
„Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00
Sjá enga möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. 11. júlí 2018 20:17