Fjallgöngur yfirsetukvenna María Bjarnadóttir skrifar 13. júlí 2018 07:00 „Margar sýslur eru svo strjálbygðar og erfiðar yfirsóknar, að hverri konu er ofætlun að hafa þar sýslumannsembætti á hendi.“ Jón Ólafsson þingmaður lýsti þessum áhyggjum á Alþingi árið 1911 þegar til umræðu var frumvarp um aðgang kvenna að námi, námsstyrkjum og opinberum embættum. Einhverjir tóku undir og aðrir voru ósammála. Framsögumaðurinn Hannes Hafstein sagði konur vel geta klifið fjöll og firnindi til þess að bjarga mannslífum sem læknar, eins og þær hefðu gert sem yfirsetukonur þangað til. Það hefðu þær gert „svo vel, að karlmenn munu tæpast gera betur, og ef kona er svo hraust að burðum, að hún getur rækt svo erfitt starf, því mundi hún þá ekki geta þjónað öðrum embættum?“ Jón hafði einnig áhyggjur af afleiðingum frumvarpsins á réttaröryggi í landinu með kvenkyns lögreglustjóra. Til dæmis gætu þær ekki rannsakað morðmál vegna sængurlegu. „Að liggja á sæng er ekki nándar nærri eins hættulegt, eins og margir sjúkdómar, sem karlmenn fá engu síður en konur,“ svaraði Hannes. Á þessum tíma var sennilega ekki búið að taka saman alþjóðlega tölfræði um helstu dánarorsakir kvenna, en fyrir konur á barnsburðaraldri er barnsburður næstalgengasta orsökin. Reyndar er aðeins 1% þessara andláta í ríkjum eins og Íslandi þar sem ljósmæður eru menntaðar og fæðingarþjónusta aðgengileg og hluti af heilbrigðiskerfinu. Ljósmæður bjarga lífum. Þær hafa gert það frá örófi alda, en við mismunandi aðbúnað. Nú er ríkið meira að segja farið að borga þeim fyrir. Það held ég að hvorki Hannes né Jón hafi séð fyrir á sínum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins María Bjarnadóttir Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
„Margar sýslur eru svo strjálbygðar og erfiðar yfirsóknar, að hverri konu er ofætlun að hafa þar sýslumannsembætti á hendi.“ Jón Ólafsson þingmaður lýsti þessum áhyggjum á Alþingi árið 1911 þegar til umræðu var frumvarp um aðgang kvenna að námi, námsstyrkjum og opinberum embættum. Einhverjir tóku undir og aðrir voru ósammála. Framsögumaðurinn Hannes Hafstein sagði konur vel geta klifið fjöll og firnindi til þess að bjarga mannslífum sem læknar, eins og þær hefðu gert sem yfirsetukonur þangað til. Það hefðu þær gert „svo vel, að karlmenn munu tæpast gera betur, og ef kona er svo hraust að burðum, að hún getur rækt svo erfitt starf, því mundi hún þá ekki geta þjónað öðrum embættum?“ Jón hafði einnig áhyggjur af afleiðingum frumvarpsins á réttaröryggi í landinu með kvenkyns lögreglustjóra. Til dæmis gætu þær ekki rannsakað morðmál vegna sængurlegu. „Að liggja á sæng er ekki nándar nærri eins hættulegt, eins og margir sjúkdómar, sem karlmenn fá engu síður en konur,“ svaraði Hannes. Á þessum tíma var sennilega ekki búið að taka saman alþjóðlega tölfræði um helstu dánarorsakir kvenna, en fyrir konur á barnsburðaraldri er barnsburður næstalgengasta orsökin. Reyndar er aðeins 1% þessara andláta í ríkjum eins og Íslandi þar sem ljósmæður eru menntaðar og fæðingarþjónusta aðgengileg og hluti af heilbrigðiskerfinu. Ljósmæður bjarga lífum. Þær hafa gert það frá örófi alda, en við mismunandi aðbúnað. Nú er ríkið meira að segja farið að borga þeim fyrir. Það held ég að hvorki Hannes né Jón hafi séð fyrir á sínum tíma.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar