Jafnvel fleiri sólskinsdagar á suðvesturhorninu í næstu viku en gert var ráð fyrir Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2018 23:15 Það ætti að gefast tækifæri til að sóla sig í Hljómskálagarðinum, og á öðrum sambærilegum stöðum höfuðborgarsvæðinu, í næstu viku. Vísir/Sigtryggur Ari Allt lítur út fyrir að sólin ráði ríkjum á suðvesturhorninu í næstu viku og mun góða veðrið jafnvel teygja sig enn lengra inn í vikuna en gert var ráð fyrir í fyrstu. Hlé verður á úrkomu um stund og ef fram fer sem horfir mun ekki byrja aftur að rigna í landshlutanum fyrr en framundir næstu helgi. Páll Bergþórsson veðurfræðingur segir í Facebook-færslu í kvöld að nú líti út fyrir að kalt og rakt loft yfir kuldapollinum úr Suður Grænlands-jökli sleppi takinu af Íslandi um sinn, og þess verði líklega ekki saknað. Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir spána endurspegla þetta. Eftir rigningu í nótt og fram eftir morgundeginum mega íbúar á suðvesturhorninu búast við sjaldséðri sjón sumarið 2018: nokkrum góðvirðisdögum í röð. „Það verður einhver smá væta á morgun en síðan á að létta til. Það gæti verið þokkalegt veður í vikunni, það átti að rigna á miðvikudaginn en nú er ekki víst að rigningin nái alveg inn. Veðrið gæti þannig orðið ágætt á miðvikudag og fimmtudag líka,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. „En svo fer að detta inn úrkoma um næstu helgi.“ Aðspurður segist Þorsteinn halda að dagurinn í dag hafi verið einn besti dagurinn í sumar, allavega í júlímánuði, þó að hann hafi ekki náð að skáka góðviðrisdeginum alræmda, 20. júní síðastliðnum. Ljóst er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og í nærumhverfi þess nutu sín í rigningarhléi dagsins en margir tjáðu sig um veðrið á samfélagsmiðlum.Sólin er í suðurhlíðum Kársnes: https://t.co/vG4wmO2cyp pic.twitter.com/Clxr8G2JOs— Erlendur (@erlendur) July 14, 2018 Í fyrsta skiptið var svona "sólin búin að skína mikið" þungt loft inn í bíl. Geggjað !— Kristján Sigurðsson (@KristjanSigurd1) July 14, 2018 Allir niðri í bæ á svipinn eins og það sé sumardagurinn fyrsti.— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) July 14, 2018 Hér að neðan má svo sjá veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá Veðurstofunnar en íbúar á Norður- og Austurlandi mega búast við rigningu.Á mánudag:Norðlæg átt, 3-10 m/s og skýjað að mestu, dálítil væta á N- og A-landi, en léttir smám saman til fyrir sunnan og vestan. Bætir í rigningu á A-fjörðum um kvöldið. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á S-landi. Á þriðjudag:Hæg breytileg átt og léttskýjað S- og V-lands, en skýjað fyrir norðan og vestan og þokuloft eða súld úti við ströndina. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast S-til.Á miðvikudag og fimmtudag:Hægir vindar og skýjað með köflum, en stöku síðdegisskúrir og þoku- eða súldarloft við S- og A-ströndina. Hiti 10 til 17 stig, hlýjst syðra.Á föstudag:Hægviðri og skýjað með köflum, en útlit fyrir vaxandi suðaustanátt með rigningu S- og V-til um kvöldið. Heldur hlýnandi veður.Á laugardag:Útlit fyrir hægan vind með vætu í flestum landshlutum, síst þó NA-til, en áfram milt veður. Veður Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Sjá meira
Allt lítur út fyrir að sólin ráði ríkjum á suðvesturhorninu í næstu viku og mun góða veðrið jafnvel teygja sig enn lengra inn í vikuna en gert var ráð fyrir í fyrstu. Hlé verður á úrkomu um stund og ef fram fer sem horfir mun ekki byrja aftur að rigna í landshlutanum fyrr en framundir næstu helgi. Páll Bergþórsson veðurfræðingur segir í Facebook-færslu í kvöld að nú líti út fyrir að kalt og rakt loft yfir kuldapollinum úr Suður Grænlands-jökli sleppi takinu af Íslandi um sinn, og þess verði líklega ekki saknað. Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir spána endurspegla þetta. Eftir rigningu í nótt og fram eftir morgundeginum mega íbúar á suðvesturhorninu búast við sjaldséðri sjón sumarið 2018: nokkrum góðvirðisdögum í röð. „Það verður einhver smá væta á morgun en síðan á að létta til. Það gæti verið þokkalegt veður í vikunni, það átti að rigna á miðvikudaginn en nú er ekki víst að rigningin nái alveg inn. Veðrið gæti þannig orðið ágætt á miðvikudag og fimmtudag líka,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. „En svo fer að detta inn úrkoma um næstu helgi.“ Aðspurður segist Þorsteinn halda að dagurinn í dag hafi verið einn besti dagurinn í sumar, allavega í júlímánuði, þó að hann hafi ekki náð að skáka góðviðrisdeginum alræmda, 20. júní síðastliðnum. Ljóst er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og í nærumhverfi þess nutu sín í rigningarhléi dagsins en margir tjáðu sig um veðrið á samfélagsmiðlum.Sólin er í suðurhlíðum Kársnes: https://t.co/vG4wmO2cyp pic.twitter.com/Clxr8G2JOs— Erlendur (@erlendur) July 14, 2018 Í fyrsta skiptið var svona "sólin búin að skína mikið" þungt loft inn í bíl. Geggjað !— Kristján Sigurðsson (@KristjanSigurd1) July 14, 2018 Allir niðri í bæ á svipinn eins og það sé sumardagurinn fyrsti.— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) July 14, 2018 Hér að neðan má svo sjá veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá Veðurstofunnar en íbúar á Norður- og Austurlandi mega búast við rigningu.Á mánudag:Norðlæg átt, 3-10 m/s og skýjað að mestu, dálítil væta á N- og A-landi, en léttir smám saman til fyrir sunnan og vestan. Bætir í rigningu á A-fjörðum um kvöldið. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á S-landi. Á þriðjudag:Hæg breytileg átt og léttskýjað S- og V-lands, en skýjað fyrir norðan og vestan og þokuloft eða súld úti við ströndina. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast S-til.Á miðvikudag og fimmtudag:Hægir vindar og skýjað með köflum, en stöku síðdegisskúrir og þoku- eða súldarloft við S- og A-ströndina. Hiti 10 til 17 stig, hlýjst syðra.Á föstudag:Hægviðri og skýjað með köflum, en útlit fyrir vaxandi suðaustanátt með rigningu S- og V-til um kvöldið. Heldur hlýnandi veður.Á laugardag:Útlit fyrir hægan vind með vætu í flestum landshlutum, síst þó NA-til, en áfram milt veður.
Veður Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Sjá meira