Elon Musk styrkti samtök íhaldssamra Repúblikana sem afneita loftslagsvísindum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. júlí 2018 11:00 Elon Musk. Vísir/Getty Auðkýfingurinn Elon Musk var einn þeirra sem gaf hvað mest fé til íhaldssamra samtaka bandarískra repúblikana sem kallast Protect the House. Tilgangur samtakanna er að tryggja yfirráð Repúblikanaflokksins yfir fulltrúadeild Bandaríkjaþings og nota þau til að koma stefnum Trump stjórnarinnar í framkvæmd. Þar á meðal eru tilslakanir í umhverfisverndarlögum en Repúblikanar hafa talið fyrir því að leggja niður loftslagsstofnun Bandaríkjanna með öllu. Stofnunin sér um að framfylgja lögum og stöðlum um menganir og umhverfisvernd. Musk styrkti Protect the House um meira en fjórar milljónir króna en alls söfnuðust um 850 milljónir á síðasta ársfjórðungi. Það þýðir að hann hafnaði á lista yfir 50 örlátustu styrktaraðila þeirra. Þetta vekur athygli í ljósi þess að Musk er yfirlýstur sósíalisti og segist hafa stofnað rafbílafyrirtækið Tesla til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi viðurkenna hins vegar fæstir loftslagsvísindi yfir höfuð, hvað þá að þeir láti sig umhverfismál varða. Hefur Musk gagnrýnt stjórnmálamenn harðlega í gegnum tíðina fyrir slíka afneitun. Musk hefur varið síðustu klukkutímum í nauðvörn á Twitter þar sem hann segir meðal annars „I am not a top donor to any political party“ – sem virðist vísvitandi útúrsnúningur þar sem enginn hefur sakað hann um neitt slíkt.Reports that I am a top donor to GOP are categorically false. I am not a top donor to any political party.— Elon Musk (@elonmusk) July 15, 2018 Hann er hins vegar á lista yfir „top donors“ þessara samtaka sem berjast fyrir yfirráðum Repúblikana á þinginu. Þeirri ásökun kýs hann að svara ekki með beinum hætti. Musk segir einnig á Twitter síðu sinni að hann hafi aldrei sjálfur skrifað undir neina ávísun til stjórnmálasamtaka, það er aftur útúrsnúningur þar sem alltaf hefur legið fyrir að um millifærslur var að ræða frá fyrirtæki hans.Sagður nota taílensku drengina sér til framdráttar Þetta er búin að vera slæm vika fyrir Elon Musk en hann sætir harðri gagnrýni fyrir að troða sér inn i fjölmiðlaumfjöllun um taílensku fótboltadrengina sem sátu fastir í helli. Musk mætti á svæðið og fékk að fara inn í hellinn til að kanna aðstæður fyrir lítinn kafbát sem hann vildi nota til að ná drengjunum út. Sérfræðingar sem unnu að björgun drengjanna hafa meðal annars sagt Musk að troða kafbátnum upp í óæðri endann á sér og skammast sín fyrir uppátækið. Aldrei hafi verið möguleiki á að tækið virkaði og tilgangur Musk hafi verið að auglýsa sjálfan sig og fyrirtæki sín. Honum hafi verið sagt að hypja sig frá vettvangi. Stj.mál Tengdar fréttir Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Auðkýfingurinn Elon Musk var einn þeirra sem gaf hvað mest fé til íhaldssamra samtaka bandarískra repúblikana sem kallast Protect the House. Tilgangur samtakanna er að tryggja yfirráð Repúblikanaflokksins yfir fulltrúadeild Bandaríkjaþings og nota þau til að koma stefnum Trump stjórnarinnar í framkvæmd. Þar á meðal eru tilslakanir í umhverfisverndarlögum en Repúblikanar hafa talið fyrir því að leggja niður loftslagsstofnun Bandaríkjanna með öllu. Stofnunin sér um að framfylgja lögum og stöðlum um menganir og umhverfisvernd. Musk styrkti Protect the House um meira en fjórar milljónir króna en alls söfnuðust um 850 milljónir á síðasta ársfjórðungi. Það þýðir að hann hafnaði á lista yfir 50 örlátustu styrktaraðila þeirra. Þetta vekur athygli í ljósi þess að Musk er yfirlýstur sósíalisti og segist hafa stofnað rafbílafyrirtækið Tesla til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi viðurkenna hins vegar fæstir loftslagsvísindi yfir höfuð, hvað þá að þeir láti sig umhverfismál varða. Hefur Musk gagnrýnt stjórnmálamenn harðlega í gegnum tíðina fyrir slíka afneitun. Musk hefur varið síðustu klukkutímum í nauðvörn á Twitter þar sem hann segir meðal annars „I am not a top donor to any political party“ – sem virðist vísvitandi útúrsnúningur þar sem enginn hefur sakað hann um neitt slíkt.Reports that I am a top donor to GOP are categorically false. I am not a top donor to any political party.— Elon Musk (@elonmusk) July 15, 2018 Hann er hins vegar á lista yfir „top donors“ þessara samtaka sem berjast fyrir yfirráðum Repúblikana á þinginu. Þeirri ásökun kýs hann að svara ekki með beinum hætti. Musk segir einnig á Twitter síðu sinni að hann hafi aldrei sjálfur skrifað undir neina ávísun til stjórnmálasamtaka, það er aftur útúrsnúningur þar sem alltaf hefur legið fyrir að um millifærslur var að ræða frá fyrirtæki hans.Sagður nota taílensku drengina sér til framdráttar Þetta er búin að vera slæm vika fyrir Elon Musk en hann sætir harðri gagnrýni fyrir að troða sér inn i fjölmiðlaumfjöllun um taílensku fótboltadrengina sem sátu fastir í helli. Musk mætti á svæðið og fékk að fara inn í hellinn til að kanna aðstæður fyrir lítinn kafbát sem hann vildi nota til að ná drengjunum út. Sérfræðingar sem unnu að björgun drengjanna hafa meðal annars sagt Musk að troða kafbátnum upp í óæðri endann á sér og skammast sín fyrir uppátækið. Aldrei hafi verið möguleiki á að tækið virkaði og tilgangur Musk hafi verið að auglýsa sjálfan sig og fyrirtæki sín. Honum hafi verið sagt að hypja sig frá vettvangi.
Stj.mál Tengdar fréttir Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00
Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19
Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02