Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Birgir Olgeirsson skrifar 16. júlí 2018 17:23 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Lagasetning á aðgerðir ljósmæðra hefur ekki verið til umræðu í ríkisstjórn. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við fréttamann Stöðvar 2 að loknum fundi ríkisstjórnar að Langaholti í Snæfellsbæ í dag. Bjarni ítrekaði það sem hann hefur áður sagt um deilu ljósmæðra og ríkisins, það er að segja að samninganefndin hafi allt það svigrúm sem hún þurfi til að semja, svo lengi sem stöðugleika á vinnumarkaði sé ekki ógnað. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag, 23. júlí, í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, sagði í samtali við Vísi að ekki væri boðað til fundarins vegna þess að lausn væri í sjónmáli, heldur vegna þess að sáttasemjara bæri lagaleg skylda til að halda fundi á að minnsta kosti tveggja vikna fresti. Síðasti fundur í deilunni var síðastliðinn miðvikudag. Fyrir þann fund sagði Katrín Sif að ljósmæður hefðu lagt fram sínar lokakröfur sem þær myndu ekki hvika frá. Voru kröfurnar lagðar fram á fundi sem fór fram í vikunni áður. Á samningafundinn í liðinni viku lagði samninganefnd ríkisins fram móttilboð en ljósmæður höfnuðu því. Sagði Katrín Sif að loknum fundi að deilan væri í algjörum hnút og tók Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, undir það í samtali við fréttastofu. Sagðist hann jafnframt ekki sjá neinn möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra sem hljóða upp á 17 til 18 prósenta launahækkun þegar allt er tekið saman, annars vegar launahækkun og svo 170 milljónir króna sem kæmu frá velferðarráðuneytinu í gegnum stofnanasamninga til að leiðrétta launasetningu ljósmæðra. Í byrjun mánaðarins samþykktu ljósmæður yfirvinnubann sem tekur gildi á miðvikudag, þann 18. júlí. Frá og með þeim degi munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Snæfellsbær Tengdar fréttir Segir að ekki megi mikið út af bregða svo hætta skapist á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. 16. júlí 2018 15:32 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Lagasetning á aðgerðir ljósmæðra hefur ekki verið til umræðu í ríkisstjórn. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við fréttamann Stöðvar 2 að loknum fundi ríkisstjórnar að Langaholti í Snæfellsbæ í dag. Bjarni ítrekaði það sem hann hefur áður sagt um deilu ljósmæðra og ríkisins, það er að segja að samninganefndin hafi allt það svigrúm sem hún þurfi til að semja, svo lengi sem stöðugleika á vinnumarkaði sé ekki ógnað. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag, 23. júlí, í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, sagði í samtali við Vísi að ekki væri boðað til fundarins vegna þess að lausn væri í sjónmáli, heldur vegna þess að sáttasemjara bæri lagaleg skylda til að halda fundi á að minnsta kosti tveggja vikna fresti. Síðasti fundur í deilunni var síðastliðinn miðvikudag. Fyrir þann fund sagði Katrín Sif að ljósmæður hefðu lagt fram sínar lokakröfur sem þær myndu ekki hvika frá. Voru kröfurnar lagðar fram á fundi sem fór fram í vikunni áður. Á samningafundinn í liðinni viku lagði samninganefnd ríkisins fram móttilboð en ljósmæður höfnuðu því. Sagði Katrín Sif að loknum fundi að deilan væri í algjörum hnút og tók Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, undir það í samtali við fréttastofu. Sagðist hann jafnframt ekki sjá neinn möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra sem hljóða upp á 17 til 18 prósenta launahækkun þegar allt er tekið saman, annars vegar launahækkun og svo 170 milljónir króna sem kæmu frá velferðarráðuneytinu í gegnum stofnanasamninga til að leiðrétta launasetningu ljósmæðra. Í byrjun mánaðarins samþykktu ljósmæður yfirvinnubann sem tekur gildi á miðvikudag, þann 18. júlí. Frá og með þeim degi munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Snæfellsbær Tengdar fréttir Segir að ekki megi mikið út af bregða svo hætta skapist á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. 16. júlí 2018 15:32 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Segir að ekki megi mikið út af bregða svo hætta skapist á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. 16. júlí 2018 15:32