Hryðjuverk, frændhygli og arfleifð Nelsons Mandela Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 18. júlí 2018 15:30 Í dag eru rétt 100 ár frá fæðingu Nelsons Mandela. Fáir hafa verið eins mikil táknmynd fyrir frelsisbaráttu og þrautseigju og Mandela sem sat í fangelsi í 27 ár vegna baráttu sinnar gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Hann var goðsögn í lifanda lífi og í dag minnast hans flestir með virðingu og hlýhug. Arfleifð Nelsons Mandela heimafyrir er hins vegar ekki eins óumdeild og maður kynni að halda hér norður í Atlantshafi. Þeir sem eiga erfitt með að hylla minningu Mandela í dag eiga það flestir sameiginlegt að hafa orðið illa úti í hinni nýju Suður-Afríku.Nelson Mandela á yngri árum.Wikimedia CommonsFyrst ber auðvitað að nefna hvíta Suður-Afríkumenn sem voru alráðir í landinu á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Þeir eiga erfitt með að gleyma því að Mandela var „dæmdur hryðjuverkamaður“ sem studdi lengi ofbeldi sem baráttuaðferð. Það er vissulega rétt að sagan hefur farið mjúkum höndum um Mandela. Í dag virðast margir standa í þeirri trú að hann hafi krafist friðsamlegra lausna í anda þess boðskaps sem menn á borð við Gandhi og Martin Luther King Jr. Breiddu út á undan honum.Mandela fagnar frelsinu með stuðningsmönnum sínum, daginn sem hann var látinn laus úr fangelsi.Vísir/GettyÞvert á móti bar Nelson Mandela ábyrgð á stofnun vopnuðu samtakanna Umkhonto we Sizwe (Spjót þjóðarinnar) árið 1961. Mandela sagði við stofnun samtakanna að nú væru aðeins tveir kostir í stöðunni: uppgjöf eða vopnuð barátta. Blökkumenn í Suður-Afríku ættu engra annarra kosta völ vegna stefnu stjórnvalda. Án ofbeldis væri engin von til sigurs. Mandela átti í samstarfi við skæruliðahópa frá Angóla, Simbabve og Mósambík. Með þeirra aðstoð stóð hann fyrir hrinu sprengjuárása á spennustöðvar, opinberar byggingar, vinnuvélar og fleiri skotmörk. Þá brenndu skæruliðarnir akra og plantekrur. Mandela var handtekinn ásamt öðrum leiðtogum hreyfingarinnar árið 1962 og dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir hryðjuverk og uppreisn gegn stjórnvöldum. Fylgismenn Mandela héldu árásum sínum áfram eftir að hann fór í fangelsi. Þeir pyntuðu einnig og myrtu andstæðinga sína.Tugir fórust og mörg hundruð særðust í sprengjuárásum í Suður-Afríku á níunda áratug síðustu aldar. Líklega verður aldrei fyllilega ljóst að hvaða leyti Mandela studdi þessar aðgerðir. Sumir segja að hann hafi verið orðinn fullkomlega andsnúinn ofbeldi undir lok fangavistarinnar en það má ekki gleyma því að ofbeldi var ein höfuðástæðan fyrir því að hann var látinn laus.De Klerk og eignkona hans fylgjast með embættistöku Mandela eftir að hann var kjörinn forseti.Vísir/GettyÓttinn við blóðugt borgarastríð var orðinn áþreifanlegur í Suður-Afríku upp úr 1990. Hvítir voru í miklum minnihluta en áttu landið og verðmætin. Aðskilnaður hvítra og svarta þekktist hvergi annarsstaðar í heiminum og samfélagið var orðið fársjúkt af því að ríghalda í fortíðina. Þá var landið úti í kuldanum í alþjóðasamfélaginu. Þá komum við að helstu ástæðu þess að ungir blökkumenn í Suður-Afríku eru á báðum áttum hvað varðar arfleifð Mandela: Hann samdi um frið á kostnað réttlætis. Síðasta hvíta ríkisstjórn Suður-Afríku sleppti Mandela úr fangelsi og hóf samningaviðræður um afnám aðskilnaðarstefnunnar. Forsetinn F.W. de Klerk reyndi að róa hvíta minnihlutann með þeim orðum að hann myndi ekki „semja frá sér völdin“. Um leið tryggði hann að engum yrði refsað fyrir mannréttindabrot sem framin voru á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Þess í stað var sáttanefnd sett á laggirnar til að greiða úr glæpum fortíðar.Veggmynd af Nelson Mandela í Los AngelesVísir/GettyAllt voru þetta hlutir sem blökkumenn áttu auðvelt með að samþykkja ef það þýddi beint lýðræði og full mannréttindi í nýrri stjórnarskrá. Litið skyldi til bjartrar framtíðar en ekki myrkra fortíðar. Vandamálið er að bjarta framtíðin kom aldrei og sumir vilja meina að það sé vegna þess að Mandela og aðrir blökku-leiðtogar hafi samið af sér. De Klerk vissi alltaf að hann væri að semja um endalok hvítra yfirráða yfir suður-afrískri pólitík. Orð hans um að semja ekki frá sér völdin hafa því verið túlkuð á þann veg að efnahagsleg yfirráð hvítra yrðu áfram tryggð. Það hefur að mestu gengið eftir. Misskipting er gríðarleg í landinu og þó að valdajafnvægi stjórnmálanna sé gjörbreytt hefur auðurinn ekki færst til nema að mjög takmörkuðu leyti. Blökkumenn í Suður-Afríku eru því enn þjóð sem á ekki sitt eigið land eða auðlindir. Mandela lagði ofuráherslu á hinar táknrænu og sögulegu sættir en ekki að breyta þeim efnahagslega raunveruleika sem viðhélt valdaójafnvæginu og gerir enn. Eftirmenn Mandela hafa líka verið vafasamir leiðtogar þó að þeir hafi verið gamlir vinir hans og samflokksmenn. Jacob Zuma, sem lét af embætti á þessu ári, var gríðarlega spilltur og enn sér ekki fyrir endan á rannsóknum á misgjörðum hans í embætti. Slíkir menn hafa vissulega auðgast gríðarlega frá falli aðskilnaðarstjórnarinnar en fáir geta sagt sömu sögu. Það er meðal annars afleiðing af því að Mandela skipaði í stöður byggt á trausti og hollustu en ekki verðleikum. Arfleifð Nelsons Mandela er því ekki eins augljóslega jákvæð og margir kunna að halda. Aftur á móti markaði hann djúp spor í heimssöguna, leiddi þjóð sína til frelsis og veitti milljónum innblástur um allan heim. Hugmyndin um Nelson Mandela um sennilega lifa margar aldir en smáatriðin falla smám saman í gleymsku eins og svo oft er raunin. Fréttaskýringar Suður-Afríka Tengdar fréttir Winnie Mandela látin Greint er frá andláti hennar á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. 2. apríl 2018 15:06 Gæðingur Mandela verður næsti forseti Suður-Afríku Cyril Ramaphosa tekur við forsetaembættinu í Suður-Afríku af Jacob Zuma. 15. febrúar 2018 11:53 Obama skaut fast á Trump í ræðu í afmælisveislu Nelsons Mandela Ræða Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á hundrað ára afmælishátíð Nelsons Mandela í Jóhannesarborg í Suður-Afríku vakti mikla lukku viðstaddra í gær. 18. júlí 2018 06:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Í dag eru rétt 100 ár frá fæðingu Nelsons Mandela. Fáir hafa verið eins mikil táknmynd fyrir frelsisbaráttu og þrautseigju og Mandela sem sat í fangelsi í 27 ár vegna baráttu sinnar gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Hann var goðsögn í lifanda lífi og í dag minnast hans flestir með virðingu og hlýhug. Arfleifð Nelsons Mandela heimafyrir er hins vegar ekki eins óumdeild og maður kynni að halda hér norður í Atlantshafi. Þeir sem eiga erfitt með að hylla minningu Mandela í dag eiga það flestir sameiginlegt að hafa orðið illa úti í hinni nýju Suður-Afríku.Nelson Mandela á yngri árum.Wikimedia CommonsFyrst ber auðvitað að nefna hvíta Suður-Afríkumenn sem voru alráðir í landinu á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Þeir eiga erfitt með að gleyma því að Mandela var „dæmdur hryðjuverkamaður“ sem studdi lengi ofbeldi sem baráttuaðferð. Það er vissulega rétt að sagan hefur farið mjúkum höndum um Mandela. Í dag virðast margir standa í þeirri trú að hann hafi krafist friðsamlegra lausna í anda þess boðskaps sem menn á borð við Gandhi og Martin Luther King Jr. Breiddu út á undan honum.Mandela fagnar frelsinu með stuðningsmönnum sínum, daginn sem hann var látinn laus úr fangelsi.Vísir/GettyÞvert á móti bar Nelson Mandela ábyrgð á stofnun vopnuðu samtakanna Umkhonto we Sizwe (Spjót þjóðarinnar) árið 1961. Mandela sagði við stofnun samtakanna að nú væru aðeins tveir kostir í stöðunni: uppgjöf eða vopnuð barátta. Blökkumenn í Suður-Afríku ættu engra annarra kosta völ vegna stefnu stjórnvalda. Án ofbeldis væri engin von til sigurs. Mandela átti í samstarfi við skæruliðahópa frá Angóla, Simbabve og Mósambík. Með þeirra aðstoð stóð hann fyrir hrinu sprengjuárása á spennustöðvar, opinberar byggingar, vinnuvélar og fleiri skotmörk. Þá brenndu skæruliðarnir akra og plantekrur. Mandela var handtekinn ásamt öðrum leiðtogum hreyfingarinnar árið 1962 og dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir hryðjuverk og uppreisn gegn stjórnvöldum. Fylgismenn Mandela héldu árásum sínum áfram eftir að hann fór í fangelsi. Þeir pyntuðu einnig og myrtu andstæðinga sína.Tugir fórust og mörg hundruð særðust í sprengjuárásum í Suður-Afríku á níunda áratug síðustu aldar. Líklega verður aldrei fyllilega ljóst að hvaða leyti Mandela studdi þessar aðgerðir. Sumir segja að hann hafi verið orðinn fullkomlega andsnúinn ofbeldi undir lok fangavistarinnar en það má ekki gleyma því að ofbeldi var ein höfuðástæðan fyrir því að hann var látinn laus.De Klerk og eignkona hans fylgjast með embættistöku Mandela eftir að hann var kjörinn forseti.Vísir/GettyÓttinn við blóðugt borgarastríð var orðinn áþreifanlegur í Suður-Afríku upp úr 1990. Hvítir voru í miklum minnihluta en áttu landið og verðmætin. Aðskilnaður hvítra og svarta þekktist hvergi annarsstaðar í heiminum og samfélagið var orðið fársjúkt af því að ríghalda í fortíðina. Þá var landið úti í kuldanum í alþjóðasamfélaginu. Þá komum við að helstu ástæðu þess að ungir blökkumenn í Suður-Afríku eru á báðum áttum hvað varðar arfleifð Mandela: Hann samdi um frið á kostnað réttlætis. Síðasta hvíta ríkisstjórn Suður-Afríku sleppti Mandela úr fangelsi og hóf samningaviðræður um afnám aðskilnaðarstefnunnar. Forsetinn F.W. de Klerk reyndi að róa hvíta minnihlutann með þeim orðum að hann myndi ekki „semja frá sér völdin“. Um leið tryggði hann að engum yrði refsað fyrir mannréttindabrot sem framin voru á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Þess í stað var sáttanefnd sett á laggirnar til að greiða úr glæpum fortíðar.Veggmynd af Nelson Mandela í Los AngelesVísir/GettyAllt voru þetta hlutir sem blökkumenn áttu auðvelt með að samþykkja ef það þýddi beint lýðræði og full mannréttindi í nýrri stjórnarskrá. Litið skyldi til bjartrar framtíðar en ekki myrkra fortíðar. Vandamálið er að bjarta framtíðin kom aldrei og sumir vilja meina að það sé vegna þess að Mandela og aðrir blökku-leiðtogar hafi samið af sér. De Klerk vissi alltaf að hann væri að semja um endalok hvítra yfirráða yfir suður-afrískri pólitík. Orð hans um að semja ekki frá sér völdin hafa því verið túlkuð á þann veg að efnahagsleg yfirráð hvítra yrðu áfram tryggð. Það hefur að mestu gengið eftir. Misskipting er gríðarleg í landinu og þó að valdajafnvægi stjórnmálanna sé gjörbreytt hefur auðurinn ekki færst til nema að mjög takmörkuðu leyti. Blökkumenn í Suður-Afríku eru því enn þjóð sem á ekki sitt eigið land eða auðlindir. Mandela lagði ofuráherslu á hinar táknrænu og sögulegu sættir en ekki að breyta þeim efnahagslega raunveruleika sem viðhélt valdaójafnvæginu og gerir enn. Eftirmenn Mandela hafa líka verið vafasamir leiðtogar þó að þeir hafi verið gamlir vinir hans og samflokksmenn. Jacob Zuma, sem lét af embætti á þessu ári, var gríðarlega spilltur og enn sér ekki fyrir endan á rannsóknum á misgjörðum hans í embætti. Slíkir menn hafa vissulega auðgast gríðarlega frá falli aðskilnaðarstjórnarinnar en fáir geta sagt sömu sögu. Það er meðal annars afleiðing af því að Mandela skipaði í stöður byggt á trausti og hollustu en ekki verðleikum. Arfleifð Nelsons Mandela er því ekki eins augljóslega jákvæð og margir kunna að halda. Aftur á móti markaði hann djúp spor í heimssöguna, leiddi þjóð sína til frelsis og veitti milljónum innblástur um allan heim. Hugmyndin um Nelson Mandela um sennilega lifa margar aldir en smáatriðin falla smám saman í gleymsku eins og svo oft er raunin.
Fréttaskýringar Suður-Afríka Tengdar fréttir Winnie Mandela látin Greint er frá andláti hennar á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. 2. apríl 2018 15:06 Gæðingur Mandela verður næsti forseti Suður-Afríku Cyril Ramaphosa tekur við forsetaembættinu í Suður-Afríku af Jacob Zuma. 15. febrúar 2018 11:53 Obama skaut fast á Trump í ræðu í afmælisveislu Nelsons Mandela Ræða Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á hundrað ára afmælishátíð Nelsons Mandela í Jóhannesarborg í Suður-Afríku vakti mikla lukku viðstaddra í gær. 18. júlí 2018 06:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Winnie Mandela látin Greint er frá andláti hennar á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. 2. apríl 2018 15:06
Gæðingur Mandela verður næsti forseti Suður-Afríku Cyril Ramaphosa tekur við forsetaembættinu í Suður-Afríku af Jacob Zuma. 15. febrúar 2018 11:53
Obama skaut fast á Trump í ræðu í afmælisveislu Nelsons Mandela Ræða Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á hundrað ára afmælishátíð Nelsons Mandela í Jóhannesarborg í Suður-Afríku vakti mikla lukku viðstaddra í gær. 18. júlí 2018 06:00