Fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í fyrramálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2018 15:08 Frá tröppum þinghússins við Austurvöll í gær eftir mótmæli sem boðað var til vegna stöðunnar í ljósmæðradeilunni. fréttablaðið/anton brink Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. Áður hafði verið búið að boða fund næstkomandi mánudag klukkan 10 en sáttasemjara ber lagaleg skylda til að halda fund að minnsta kosti á tveggja vikna fresti. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir í samtali við Vísi að það hafi verið boðað til fundar næsta mánudag en það hafi alltaf staðið til að þegar eitthvað breytist í deilunni þá yrði boðað fyrr til fundar. „Ég met það svo vegna alvarleika stöðunnar sem upp er komin í deilunni, og hefur nú verið fjallað um í fjölmiðlum síðasta sólarhring eða svo, þá sé að minnsta kosti rétt að deiluaðilar komi fyrr saman. Þannig að það stendur til að hafa fund á morgun, að minnsta kosti stöðumatsfund,“ segir Bryndís.Deilan í þeim hnút að ekki hefur verið efni til að ræða á fundum Aðspurð hvort eitthvað nýtt tilboð liggi á borðinu frá annarri hvorri samninganefndinni eða hvort að hún hyggist leggja fram sáttatillögu á fundinum á morgun kveðst Bryndís ekkert geta tjáð sig um það. „En ég er alltaf að velta fyrir mér slíkum úrræðum og þeim verður beitt um leið og ég sé fyrir mér að það sé eitthvað sem geti leyst deiluna. Ég er alltaf að skoða þau úrræði sem ég hef hvort þau séu tæk og hef verið í sambandi við deiluaðila nánast daglega síðustu daga og hef fylgst vel með og er alltaf að skoða það hvort það séu einhverjir fletir,“ segir Bryndís. Undanfarna daga hafa ýmsir lýst yfir furðu varðandi það að ekki sé fundað oftar en á tveggja vikna fresti, meðal annars Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og Alma D. Möller, landlæknir. Varðandi þetta segir Bryndís að það standi hvorki á henni né samninganefndunum að funda. „Það er ekki vandamálið og hefur ekki verið vandamálið. Hins vegar hefur staðan í raun og veru verið í þeim hnút að það hefur ekki verið efni til að ræða á fundum.“ Bryndís segir að á síðasta fundi hafi verið skilið við verkefnið þannig að það yrði fundað í síðasta lagi næstkomandi mánudag en fyrr um leið og eitthvað tilefni gæfist til. „Í ljósi yfirlýsinga bæði frá landlækni og forstjóra Landspítalans þá er staðan mjög alvarleg og þá vildi ég kalla deiluaðila saman og hvort það væru mögulega einhverjir aðrir fletir komnir í málið núna,“ segir Bryndís.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. 17. júlí 2018 19:00 Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00 Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Samninganefndin hefur fullt svigrúm til að semja svo lengi sem það ógnar ekki stöðugleika á vinnumarkaði. 16. júlí 2018 17:23 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. Áður hafði verið búið að boða fund næstkomandi mánudag klukkan 10 en sáttasemjara ber lagaleg skylda til að halda fund að minnsta kosti á tveggja vikna fresti. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir í samtali við Vísi að það hafi verið boðað til fundar næsta mánudag en það hafi alltaf staðið til að þegar eitthvað breytist í deilunni þá yrði boðað fyrr til fundar. „Ég met það svo vegna alvarleika stöðunnar sem upp er komin í deilunni, og hefur nú verið fjallað um í fjölmiðlum síðasta sólarhring eða svo, þá sé að minnsta kosti rétt að deiluaðilar komi fyrr saman. Þannig að það stendur til að hafa fund á morgun, að minnsta kosti stöðumatsfund,“ segir Bryndís.Deilan í þeim hnút að ekki hefur verið efni til að ræða á fundum Aðspurð hvort eitthvað nýtt tilboð liggi á borðinu frá annarri hvorri samninganefndinni eða hvort að hún hyggist leggja fram sáttatillögu á fundinum á morgun kveðst Bryndís ekkert geta tjáð sig um það. „En ég er alltaf að velta fyrir mér slíkum úrræðum og þeim verður beitt um leið og ég sé fyrir mér að það sé eitthvað sem geti leyst deiluna. Ég er alltaf að skoða þau úrræði sem ég hef hvort þau séu tæk og hef verið í sambandi við deiluaðila nánast daglega síðustu daga og hef fylgst vel með og er alltaf að skoða það hvort það séu einhverjir fletir,“ segir Bryndís. Undanfarna daga hafa ýmsir lýst yfir furðu varðandi það að ekki sé fundað oftar en á tveggja vikna fresti, meðal annars Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og Alma D. Möller, landlæknir. Varðandi þetta segir Bryndís að það standi hvorki á henni né samninganefndunum að funda. „Það er ekki vandamálið og hefur ekki verið vandamálið. Hins vegar hefur staðan í raun og veru verið í þeim hnút að það hefur ekki verið efni til að ræða á fundum.“ Bryndís segir að á síðasta fundi hafi verið skilið við verkefnið þannig að það yrði fundað í síðasta lagi næstkomandi mánudag en fyrr um leið og eitthvað tilefni gæfist til. „Í ljósi yfirlýsinga bæði frá landlækni og forstjóra Landspítalans þá er staðan mjög alvarleg og þá vildi ég kalla deiluaðila saman og hvort það væru mögulega einhverjir aðrir fletir komnir í málið núna,“ segir Bryndís.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. 17. júlí 2018 19:00 Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00 Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Samninganefndin hefur fullt svigrúm til að semja svo lengi sem það ógnar ekki stöðugleika á vinnumarkaði. 16. júlí 2018 17:23 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. 17. júlí 2018 19:00
Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00
Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Samninganefndin hefur fullt svigrúm til að semja svo lengi sem það ógnar ekki stöðugleika á vinnumarkaði. 16. júlí 2018 17:23