Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. júlí 2018 10:15 Á annan tug ljósmæðra kvöddu ljósmæðrastarfið í gær. Skjáskot/Facebook Að minnsta kosti 19 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. Nokkrar til viðbótar hafa nú þegar sagt upp og vinna uppsagnarfrestinn sinn núna. Landspítalinn hefur sett upp sérstaka aðgerðaáætlun til að bregðast við uppsögnum 12 ljósmæðra á meðgöngu- og sængurlegudeild spítalans sem luku störfum í gær. Engin niðurstaða varð á fundi samninganefnda Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í vikunni. Þær ljósmæður sem eru enn starfandi innan stéttarinnar eru sorgmæddar yfir ástandinu og verðandi foreldrar eru áhyggjufullir yfir óvisunni. Hér að neðan má sjá kveðjur sem nokkrar ljósmæður birtu á samfélagsmiðlum í gær. Guðrún Pálsdóttir hefur nú hætt sem ljósmóðir eftir 20 ára starf á Landspítalanum. „Fokkmerkið á enninu orðið að öri og varanlegur skaði á ljósmóðurhjartanu,“ skrifar ljósmóðirinin Margrét Unnur Sigtryggsdóttir. „Draumastarfið lagt á hilluna,“ skrifar Kristín Helga Einarsdóttir ljósmóðir. Guðrún Fema Ágústsdóttir, María Rebekka Þórisdóttir, Guðrún Gunnlaugsdóttir, Signý Scheving Þórarinsdóttir og Elín Anna Gunnarsdóttir eru á meðal þeirra ljósmæðra sem kláruðu að vinna uppsagnarfrest sinn í gær. Þær lögðu í kjölfarið „skóna á hilluna“ og stimpluðu sig út af Landspítalanum. „Mér er hugsað til allra þeirra kvenna/para sem eiga von á barni nú í sumar. Þær/þau eiga ekki að þurfa upplifa það óöryggi sem nú blasir við, um að fá ekki þá þjónustu sem þau eiga skilið og ljósmæður vilja svo sannarlega veita þeim. Mér er hugsað til þeirra ljósmæðra sem eftir verða, þær standa vaktina í von og óvon um hvort þær nái að sinna þeim konum/pörum sem til þeirra leita.“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir segir að Landspítalinn hafi kvatt sig með rúmlega 300 þúsund í laun fyrir júní mánuð. „Takk fyrir mig.“ María Egilsdóttir ljósmóðir kvaddi líka Landspítalann í gær og vonar að það opnist nýr gluggi þar sem þessi hurð hefur lokast. Hilda Friðfinnsdóttir yfirljósmóðir á meðgöngu- og sængurlegudeild sagðist ekki eiga orð til að lýsa tilfinningum sínum yfir ástandinu sem nú hefur myndast. „Þetta var stuttur fundur og innihaldsrýr. Það voru svolítið skilaboð samninganefndar ríkisins að við værum komin á byrjunarreit,“ sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélagsins í samtali við fréttastofu eftir síðasta fund. Næst verður fundað á fimmtudag. Kjaramál Tengdar fréttir Yfirvinnubann ljósmæðra er nú í kortunum Engin niðurstaða varð á fundi samninganefnda Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í gær. 29. júní 2018 06:00 Engin niðurstaða í kjaradeilu ljósmæðra: „Þetta var ekki góður dagur“ Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú á tólfta tímanum án árangurs. 28. júní 2018 12:00 Yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra: Barnshafandi kona segir óvissuna valda mestum áhyggjum Steinunn Helga Sigurðardóttir er ólétt. Hún á að eiga 20. júlí og er í dag akkúrat gengin 37 vikur. Hún skrifaði grein á Vísi í gærkvöldi vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins en í greininni lýsti hún ólgu í bumbuhópnum sínum á Facebook og sagði að yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra væru farnar að valda verðandi mæðrum miklum kvíða og vanlíðan. 29. júní 2018 12:30 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Að minnsta kosti 19 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. Nokkrar til viðbótar hafa nú þegar sagt upp og vinna uppsagnarfrestinn sinn núna. Landspítalinn hefur sett upp sérstaka aðgerðaáætlun til að bregðast við uppsögnum 12 ljósmæðra á meðgöngu- og sængurlegudeild spítalans sem luku störfum í gær. Engin niðurstaða varð á fundi samninganefnda Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í vikunni. Þær ljósmæður sem eru enn starfandi innan stéttarinnar eru sorgmæddar yfir ástandinu og verðandi foreldrar eru áhyggjufullir yfir óvisunni. Hér að neðan má sjá kveðjur sem nokkrar ljósmæður birtu á samfélagsmiðlum í gær. Guðrún Pálsdóttir hefur nú hætt sem ljósmóðir eftir 20 ára starf á Landspítalanum. „Fokkmerkið á enninu orðið að öri og varanlegur skaði á ljósmóðurhjartanu,“ skrifar ljósmóðirinin Margrét Unnur Sigtryggsdóttir. „Draumastarfið lagt á hilluna,“ skrifar Kristín Helga Einarsdóttir ljósmóðir. Guðrún Fema Ágústsdóttir, María Rebekka Þórisdóttir, Guðrún Gunnlaugsdóttir, Signý Scheving Þórarinsdóttir og Elín Anna Gunnarsdóttir eru á meðal þeirra ljósmæðra sem kláruðu að vinna uppsagnarfrest sinn í gær. Þær lögðu í kjölfarið „skóna á hilluna“ og stimpluðu sig út af Landspítalanum. „Mér er hugsað til allra þeirra kvenna/para sem eiga von á barni nú í sumar. Þær/þau eiga ekki að þurfa upplifa það óöryggi sem nú blasir við, um að fá ekki þá þjónustu sem þau eiga skilið og ljósmæður vilja svo sannarlega veita þeim. Mér er hugsað til þeirra ljósmæðra sem eftir verða, þær standa vaktina í von og óvon um hvort þær nái að sinna þeim konum/pörum sem til þeirra leita.“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir segir að Landspítalinn hafi kvatt sig með rúmlega 300 þúsund í laun fyrir júní mánuð. „Takk fyrir mig.“ María Egilsdóttir ljósmóðir kvaddi líka Landspítalann í gær og vonar að það opnist nýr gluggi þar sem þessi hurð hefur lokast. Hilda Friðfinnsdóttir yfirljósmóðir á meðgöngu- og sængurlegudeild sagðist ekki eiga orð til að lýsa tilfinningum sínum yfir ástandinu sem nú hefur myndast. „Þetta var stuttur fundur og innihaldsrýr. Það voru svolítið skilaboð samninganefndar ríkisins að við værum komin á byrjunarreit,“ sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélagsins í samtali við fréttastofu eftir síðasta fund. Næst verður fundað á fimmtudag.
Kjaramál Tengdar fréttir Yfirvinnubann ljósmæðra er nú í kortunum Engin niðurstaða varð á fundi samninganefnda Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í gær. 29. júní 2018 06:00 Engin niðurstaða í kjaradeilu ljósmæðra: „Þetta var ekki góður dagur“ Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú á tólfta tímanum án árangurs. 28. júní 2018 12:00 Yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra: Barnshafandi kona segir óvissuna valda mestum áhyggjum Steinunn Helga Sigurðardóttir er ólétt. Hún á að eiga 20. júlí og er í dag akkúrat gengin 37 vikur. Hún skrifaði grein á Vísi í gærkvöldi vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins en í greininni lýsti hún ólgu í bumbuhópnum sínum á Facebook og sagði að yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra væru farnar að valda verðandi mæðrum miklum kvíða og vanlíðan. 29. júní 2018 12:30 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Yfirvinnubann ljósmæðra er nú í kortunum Engin niðurstaða varð á fundi samninganefnda Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í gær. 29. júní 2018 06:00
Engin niðurstaða í kjaradeilu ljósmæðra: „Þetta var ekki góður dagur“ Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú á tólfta tímanum án árangurs. 28. júní 2018 12:00
Yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra: Barnshafandi kona segir óvissuna valda mestum áhyggjum Steinunn Helga Sigurðardóttir er ólétt. Hún á að eiga 20. júlí og er í dag akkúrat gengin 37 vikur. Hún skrifaði grein á Vísi í gærkvöldi vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins en í greininni lýsti hún ólgu í bumbuhópnum sínum á Facebook og sagði að yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra væru farnar að valda verðandi mæðrum miklum kvíða og vanlíðan. 29. júní 2018 12:30