Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. júlí 2018 10:15 Á annan tug ljósmæðra kvöddu ljósmæðrastarfið í gær. Skjáskot/Facebook Að minnsta kosti 19 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. Nokkrar til viðbótar hafa nú þegar sagt upp og vinna uppsagnarfrestinn sinn núna. Landspítalinn hefur sett upp sérstaka aðgerðaáætlun til að bregðast við uppsögnum 12 ljósmæðra á meðgöngu- og sængurlegudeild spítalans sem luku störfum í gær. Engin niðurstaða varð á fundi samninganefnda Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í vikunni. Þær ljósmæður sem eru enn starfandi innan stéttarinnar eru sorgmæddar yfir ástandinu og verðandi foreldrar eru áhyggjufullir yfir óvisunni. Hér að neðan má sjá kveðjur sem nokkrar ljósmæður birtu á samfélagsmiðlum í gær. Guðrún Pálsdóttir hefur nú hætt sem ljósmóðir eftir 20 ára starf á Landspítalanum. „Fokkmerkið á enninu orðið að öri og varanlegur skaði á ljósmóðurhjartanu,“ skrifar ljósmóðirinin Margrét Unnur Sigtryggsdóttir. „Draumastarfið lagt á hilluna,“ skrifar Kristín Helga Einarsdóttir ljósmóðir. Guðrún Fema Ágústsdóttir, María Rebekka Þórisdóttir, Guðrún Gunnlaugsdóttir, Signý Scheving Þórarinsdóttir og Elín Anna Gunnarsdóttir eru á meðal þeirra ljósmæðra sem kláruðu að vinna uppsagnarfrest sinn í gær. Þær lögðu í kjölfarið „skóna á hilluna“ og stimpluðu sig út af Landspítalanum. „Mér er hugsað til allra þeirra kvenna/para sem eiga von á barni nú í sumar. Þær/þau eiga ekki að þurfa upplifa það óöryggi sem nú blasir við, um að fá ekki þá þjónustu sem þau eiga skilið og ljósmæður vilja svo sannarlega veita þeim. Mér er hugsað til þeirra ljósmæðra sem eftir verða, þær standa vaktina í von og óvon um hvort þær nái að sinna þeim konum/pörum sem til þeirra leita.“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir segir að Landspítalinn hafi kvatt sig með rúmlega 300 þúsund í laun fyrir júní mánuð. „Takk fyrir mig.“ María Egilsdóttir ljósmóðir kvaddi líka Landspítalann í gær og vonar að það opnist nýr gluggi þar sem þessi hurð hefur lokast. Hilda Friðfinnsdóttir yfirljósmóðir á meðgöngu- og sængurlegudeild sagðist ekki eiga orð til að lýsa tilfinningum sínum yfir ástandinu sem nú hefur myndast. „Þetta var stuttur fundur og innihaldsrýr. Það voru svolítið skilaboð samninganefndar ríkisins að við værum komin á byrjunarreit,“ sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélagsins í samtali við fréttastofu eftir síðasta fund. Næst verður fundað á fimmtudag. Kjaramál Tengdar fréttir Yfirvinnubann ljósmæðra er nú í kortunum Engin niðurstaða varð á fundi samninganefnda Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í gær. 29. júní 2018 06:00 Engin niðurstaða í kjaradeilu ljósmæðra: „Þetta var ekki góður dagur“ Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú á tólfta tímanum án árangurs. 28. júní 2018 12:00 Yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra: Barnshafandi kona segir óvissuna valda mestum áhyggjum Steinunn Helga Sigurðardóttir er ólétt. Hún á að eiga 20. júlí og er í dag akkúrat gengin 37 vikur. Hún skrifaði grein á Vísi í gærkvöldi vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins en í greininni lýsti hún ólgu í bumbuhópnum sínum á Facebook og sagði að yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra væru farnar að valda verðandi mæðrum miklum kvíða og vanlíðan. 29. júní 2018 12:30 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Sjá meira
Að minnsta kosti 19 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. Nokkrar til viðbótar hafa nú þegar sagt upp og vinna uppsagnarfrestinn sinn núna. Landspítalinn hefur sett upp sérstaka aðgerðaáætlun til að bregðast við uppsögnum 12 ljósmæðra á meðgöngu- og sængurlegudeild spítalans sem luku störfum í gær. Engin niðurstaða varð á fundi samninganefnda Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í vikunni. Þær ljósmæður sem eru enn starfandi innan stéttarinnar eru sorgmæddar yfir ástandinu og verðandi foreldrar eru áhyggjufullir yfir óvisunni. Hér að neðan má sjá kveðjur sem nokkrar ljósmæður birtu á samfélagsmiðlum í gær. Guðrún Pálsdóttir hefur nú hætt sem ljósmóðir eftir 20 ára starf á Landspítalanum. „Fokkmerkið á enninu orðið að öri og varanlegur skaði á ljósmóðurhjartanu,“ skrifar ljósmóðirinin Margrét Unnur Sigtryggsdóttir. „Draumastarfið lagt á hilluna,“ skrifar Kristín Helga Einarsdóttir ljósmóðir. Guðrún Fema Ágústsdóttir, María Rebekka Þórisdóttir, Guðrún Gunnlaugsdóttir, Signý Scheving Þórarinsdóttir og Elín Anna Gunnarsdóttir eru á meðal þeirra ljósmæðra sem kláruðu að vinna uppsagnarfrest sinn í gær. Þær lögðu í kjölfarið „skóna á hilluna“ og stimpluðu sig út af Landspítalanum. „Mér er hugsað til allra þeirra kvenna/para sem eiga von á barni nú í sumar. Þær/þau eiga ekki að þurfa upplifa það óöryggi sem nú blasir við, um að fá ekki þá þjónustu sem þau eiga skilið og ljósmæður vilja svo sannarlega veita þeim. Mér er hugsað til þeirra ljósmæðra sem eftir verða, þær standa vaktina í von og óvon um hvort þær nái að sinna þeim konum/pörum sem til þeirra leita.“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir segir að Landspítalinn hafi kvatt sig með rúmlega 300 þúsund í laun fyrir júní mánuð. „Takk fyrir mig.“ María Egilsdóttir ljósmóðir kvaddi líka Landspítalann í gær og vonar að það opnist nýr gluggi þar sem þessi hurð hefur lokast. Hilda Friðfinnsdóttir yfirljósmóðir á meðgöngu- og sængurlegudeild sagðist ekki eiga orð til að lýsa tilfinningum sínum yfir ástandinu sem nú hefur myndast. „Þetta var stuttur fundur og innihaldsrýr. Það voru svolítið skilaboð samninganefndar ríkisins að við værum komin á byrjunarreit,“ sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélagsins í samtali við fréttastofu eftir síðasta fund. Næst verður fundað á fimmtudag.
Kjaramál Tengdar fréttir Yfirvinnubann ljósmæðra er nú í kortunum Engin niðurstaða varð á fundi samninganefnda Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í gær. 29. júní 2018 06:00 Engin niðurstaða í kjaradeilu ljósmæðra: „Þetta var ekki góður dagur“ Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú á tólfta tímanum án árangurs. 28. júní 2018 12:00 Yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra: Barnshafandi kona segir óvissuna valda mestum áhyggjum Steinunn Helga Sigurðardóttir er ólétt. Hún á að eiga 20. júlí og er í dag akkúrat gengin 37 vikur. Hún skrifaði grein á Vísi í gærkvöldi vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins en í greininni lýsti hún ólgu í bumbuhópnum sínum á Facebook og sagði að yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra væru farnar að valda verðandi mæðrum miklum kvíða og vanlíðan. 29. júní 2018 12:30 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Sjá meira
Yfirvinnubann ljósmæðra er nú í kortunum Engin niðurstaða varð á fundi samninganefnda Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í gær. 29. júní 2018 06:00
Engin niðurstaða í kjaradeilu ljósmæðra: „Þetta var ekki góður dagur“ Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú á tólfta tímanum án árangurs. 28. júní 2018 12:00
Yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra: Barnshafandi kona segir óvissuna valda mestum áhyggjum Steinunn Helga Sigurðardóttir er ólétt. Hún á að eiga 20. júlí og er í dag akkúrat gengin 37 vikur. Hún skrifaði grein á Vísi í gærkvöldi vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins en í greininni lýsti hún ólgu í bumbuhópnum sínum á Facebook og sagði að yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra væru farnar að valda verðandi mæðrum miklum kvíða og vanlíðan. 29. júní 2018 12:30