Ein besta bleikjuveiði síðustu ára við Þingvallavatn Karl Lúðvíksson skrifar 1. júlí 2018 12:00 Vænar bleikjur úr Þingvallavatni Mynd: KL Þingvallavatn er án efa eitt vinsælata veiðivatn landsins og þangað streyma veiðimenn þessa dagana enda góðar fréttir af veiði. Það hefur varla verið þverfótað fyrir veiðifréttum úr Þingvallavatni á samfélagsmiðlun og það er ekki annað að sjá að veiðimenn séu að eiga góða þaga við vatnið. Við höfum heyrt tölur frá fimm upp í fimmtán bleikjur yfir daginn og ef það er einhver vafi um að kalla það góða veiði þá er meðalþyngdin um 3 pund og það eru ekki margar bleikjur sem veiðast mikið undir því og nokkrar stærri. Við fylgjum fimm veiðimönnum á samfélagmiðlum sem veiða mikið í vatninu og samanlagður afli þeirra í júnímánuði var 263 bleikjur sem er afrakstur þokkalegrar ástundunnar, ekki meira en það. Þessir veiðimenn eiga sína uppáhaldsstaði í vatninu og vilja ekki greina frá því hvar það er en þeir fara víða um vatnið. Fjórir þeirra eru meira og minna hættir að veiða að veiða í þjóðgarðinum vegna þess að það hefur suma daga bara verið erfitt að fá stæði við vinsæla og góða veiðistaði og þá er bara að leita ennað. Í þjóðgarðnum er suma dagana orðið ansi þétt setinn bekkurinn og þegar staða er þannig hafa einhverjir farið í Úlfljótsvatn og ekki veitt neitt síður. Mest lesið 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Mikið líf í Ölfusárósnum Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Elliðavatn opnar á morgun Veiði Veiðimenn þurfa að búa sig vel næstu daga Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði 800 urriðar á land á ION svæðinu Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Lokatölur komnar úr flestum laxveiðiánum Veiði
Þingvallavatn er án efa eitt vinsælata veiðivatn landsins og þangað streyma veiðimenn þessa dagana enda góðar fréttir af veiði. Það hefur varla verið þverfótað fyrir veiðifréttum úr Þingvallavatni á samfélagsmiðlun og það er ekki annað að sjá að veiðimenn séu að eiga góða þaga við vatnið. Við höfum heyrt tölur frá fimm upp í fimmtán bleikjur yfir daginn og ef það er einhver vafi um að kalla það góða veiði þá er meðalþyngdin um 3 pund og það eru ekki margar bleikjur sem veiðast mikið undir því og nokkrar stærri. Við fylgjum fimm veiðimönnum á samfélagmiðlum sem veiða mikið í vatninu og samanlagður afli þeirra í júnímánuði var 263 bleikjur sem er afrakstur þokkalegrar ástundunnar, ekki meira en það. Þessir veiðimenn eiga sína uppáhaldsstaði í vatninu og vilja ekki greina frá því hvar það er en þeir fara víða um vatnið. Fjórir þeirra eru meira og minna hættir að veiða að veiða í þjóðgarðinum vegna þess að það hefur suma daga bara verið erfitt að fá stæði við vinsæla og góða veiðistaði og þá er bara að leita ennað. Í þjóðgarðnum er suma dagana orðið ansi þétt setinn bekkurinn og þegar staða er þannig hafa einhverjir farið í Úlfljótsvatn og ekki veitt neitt síður.
Mest lesið 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Mikið líf í Ölfusárósnum Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Elliðavatn opnar á morgun Veiði Veiðimenn þurfa að búa sig vel næstu daga Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði 800 urriðar á land á ION svæðinu Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Lokatölur komnar úr flestum laxveiðiánum Veiði