Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2018 14:17 Bergþóra Þorkelsdóttir er menntaður dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstöðum síðustu tuttugu ár. vísir/gva Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. Umsækjendum um starfið var tilkynnt um ákvörðun setts samgönguráðherra að loknum vinnudegi á föstudaginn sem var síðasti dagur Hreins Haraldssonar hjá Vegagerðinni eftir tíu ára starf. Skipunarferlið hefði mátt ganga betur. Samgönguráðuneytið gleymdi að auglýsa starfið í Lögbirtingablaðinu, eins og lög gera ráð fyrir, og þurfti að framlengja umsóknarfrestinn um tvær vikur. Umsækjendum fjölgaði úr 15 í 25 við framlenginguna. Stundin greindi fyrst frá skipun Bergþóru í dag og er ferill hennar rakin þar. Hún stundaði nám við Chartered Institute of Marketing í Bretlandi og nam rekstrar- og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún er menntaður dýralæknir og var við nám í Kaupmannahöfn á sama tíma og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vegna kunningsskapsins sagði Sigurður Ingi sig frá skipuninni og var Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og flokkssystir Sigurðar Inga, sett ráðherra.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Engrar reynslu af verkfræði krafist Lilja tók ákvörðunina eftir umsögn þriggja manna nefndar sem skipuð var til að meta hæfni umsækjenda. Í nefndinni áttu sæti Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri Skinneyjar-Þinganess og Guðný Elísabet Ingadóttir, mannauðsstjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Athygli vakti að engrar reynslu af verkfræði eða verklegum framkvæmdum var krafist í auglýsingu um starfið líkt og gert var árið 2008 þegar Hreinn Haraldsson var ráðinn. Þá var krafist háskólamenntunar í verkfræði eða sambærilegrar menntunar. Hreinn var með doktorsgráðu í jarðfærði og hafði starfað sem framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni þegar hann var ráðinn þangað. Hæfniskröfurnar voru í fimm liðum: -Háskólamenntun á meistarastigi eða sambærileg reynsla sem nýtist í starfi -Árangursík reynsla af áætlunargerð, stjórnun og rekstri -Góð þekking og reynsla af stefnumótun -Reynsla af alþjóða samstarfi kostur -Færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku nauðsynleg Í pósti frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu á föstudaginn til umsækjenda sagði: „Bergþóra hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hefur starfað sem stjórnandi síðustu tuttugu ár, síðast sem forstjóri Isam ehf. Þá hefur hún m.a. starfað sem framkvæmdastjóri Líflands og Kornax og hjá Fastus. Hún lauk kandídatsprófi í dýralækningum árið 1991, námi í rekstrar og viðskiptafræði árið 2000 og markaðsfræðum árið 2005.“ Ráðningar Tengdar fréttir Þessi sóttu um embætti forstjóra Vegagerðarinnar Alls sóttu 25 um embætti forstjóra Vegagerðarinnar. 22. maí 2018 16:29 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Sjá meira
Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. Umsækjendum um starfið var tilkynnt um ákvörðun setts samgönguráðherra að loknum vinnudegi á föstudaginn sem var síðasti dagur Hreins Haraldssonar hjá Vegagerðinni eftir tíu ára starf. Skipunarferlið hefði mátt ganga betur. Samgönguráðuneytið gleymdi að auglýsa starfið í Lögbirtingablaðinu, eins og lög gera ráð fyrir, og þurfti að framlengja umsóknarfrestinn um tvær vikur. Umsækjendum fjölgaði úr 15 í 25 við framlenginguna. Stundin greindi fyrst frá skipun Bergþóru í dag og er ferill hennar rakin þar. Hún stundaði nám við Chartered Institute of Marketing í Bretlandi og nam rekstrar- og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún er menntaður dýralæknir og var við nám í Kaupmannahöfn á sama tíma og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vegna kunningsskapsins sagði Sigurður Ingi sig frá skipuninni og var Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og flokkssystir Sigurðar Inga, sett ráðherra.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Engrar reynslu af verkfræði krafist Lilja tók ákvörðunina eftir umsögn þriggja manna nefndar sem skipuð var til að meta hæfni umsækjenda. Í nefndinni áttu sæti Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri Skinneyjar-Þinganess og Guðný Elísabet Ingadóttir, mannauðsstjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Athygli vakti að engrar reynslu af verkfræði eða verklegum framkvæmdum var krafist í auglýsingu um starfið líkt og gert var árið 2008 þegar Hreinn Haraldsson var ráðinn. Þá var krafist háskólamenntunar í verkfræði eða sambærilegrar menntunar. Hreinn var með doktorsgráðu í jarðfærði og hafði starfað sem framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni þegar hann var ráðinn þangað. Hæfniskröfurnar voru í fimm liðum: -Háskólamenntun á meistarastigi eða sambærileg reynsla sem nýtist í starfi -Árangursík reynsla af áætlunargerð, stjórnun og rekstri -Góð þekking og reynsla af stefnumótun -Reynsla af alþjóða samstarfi kostur -Færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku nauðsynleg Í pósti frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu á föstudaginn til umsækjenda sagði: „Bergþóra hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hefur starfað sem stjórnandi síðustu tuttugu ár, síðast sem forstjóri Isam ehf. Þá hefur hún m.a. starfað sem framkvæmdastjóri Líflands og Kornax og hjá Fastus. Hún lauk kandídatsprófi í dýralækningum árið 1991, námi í rekstrar og viðskiptafræði árið 2000 og markaðsfræðum árið 2005.“
Ráðningar Tengdar fréttir Þessi sóttu um embætti forstjóra Vegagerðarinnar Alls sóttu 25 um embætti forstjóra Vegagerðarinnar. 22. maí 2018 16:29 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Sjá meira
Þessi sóttu um embætti forstjóra Vegagerðarinnar Alls sóttu 25 um embætti forstjóra Vegagerðarinnar. 22. maí 2018 16:29