Hópur björgunarsveitarmanna ásamt sjúkraflutningamönnum frá Akranesi eru nú á leið að fossinum Glym í Hvalfirði til að sækja slasaða konu.
Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem barst um klukkan 18 eru þeir komnir að gönguleiðinni að fossinum og eru lagðir af stað á vettvang.
Þá segir að fyrr í dag hafi björgunarsveitir farið í tvö útköll. „Rétt fyrir hádegi fór björgunarsveit í Vestmannaeyjum og aðstoðaði mann sem var komin í sjálfheldu í Dalfjalli í eyjum og upp úr hádegi fór björgunarsveit á Snæfellsnesi og aðstoði sjúkrabíl vegna hestaslys sem varð við Ingjaldshól í Snæfellsbæ,“ segir í tilkynningunni.
Sækja slasaða konu við fossinn Glym
Atli Ísleifsson skrifar
