Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. júlí 2018 19:00 Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. Katrín Sif Sigurgeirsdótti formaður samninganefndar ljósmæðra segir ástandið á fæðingadeildum landsins grafalvarlegt og gagnrýnir fjármálaráðherra harðlega fyrir að svara ekki beiðni um fund. „Mér finnst þetta undarlegt að menn geti verið á það háum stalli að þeir geti ekki stigið niður og átt samtal þegar staðan er orðin svona alvarleg. Hann gaf út á Alþjóðadegi ljósmæðra þann 5. maí að kröfur ljósmæðra væri algjörlega óáættanlegar, það er það eina sem ég hef séð frá honum og hann hefur beina aðkomu að þessum kjarasamnningum. Mér þykir þetta ábyrgðarleysi, undarleg vinnubrögð og hroki verð ég að segja,“ segir Katrín. Hún gagnrýnir enn fremur að Bjarni hafi þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári án athugasemda en haldi því svo fram að kröfur ljósmæðra ógni stöðuleika. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði ekki beiðni fréttastofu um viðtal í dag.Mega ekki gefa upp kröfurKatrín segist ekki geta gefið upp nákvæmlega hvað ljósmæður biðji um því ríkissáttasemjari fari fram á trúnað um efni funda. „Okkur er gert að tala ekki um neitt það sem fer fram á fundum og ef við brjótum það hefur fjölmiðlabann verið orðað við okkur,“ segir Katrín. Katrín er meðal þeirra ljósmæðra sem hefur sagt upp störfum sínum. „Ég hef sagt upp störfum mínum, og mun láta af störfum 1. september ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma,“ segir Katrín.Mjög slæm mönnun Alls hafa 30 ljósmæður sagt upp á Landspítalanum, tólf uppsagnir tóku gildi í gær og er fæðingardeildin nú rekin með lágmarksmönnun að sögn Lindu Kristmundsdóttur framkvæmdastjóra kvenna-og barnasviðs. „Við erum að keyra á um 60% mannskap, þannig að mönnunin er mjög slæm,“ segir Linda. Kjaramál Tengdar fréttir Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03 Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann 90 prósent félagsmanna greiddu atkvæði með yfirvinnubanni sem hefst þann 14. júlí. 1. júlí 2018 11:46 Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Sjá meira
Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. Katrín Sif Sigurgeirsdótti formaður samninganefndar ljósmæðra segir ástandið á fæðingadeildum landsins grafalvarlegt og gagnrýnir fjármálaráðherra harðlega fyrir að svara ekki beiðni um fund. „Mér finnst þetta undarlegt að menn geti verið á það háum stalli að þeir geti ekki stigið niður og átt samtal þegar staðan er orðin svona alvarleg. Hann gaf út á Alþjóðadegi ljósmæðra þann 5. maí að kröfur ljósmæðra væri algjörlega óáættanlegar, það er það eina sem ég hef séð frá honum og hann hefur beina aðkomu að þessum kjarasamnningum. Mér þykir þetta ábyrgðarleysi, undarleg vinnubrögð og hroki verð ég að segja,“ segir Katrín. Hún gagnrýnir enn fremur að Bjarni hafi þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári án athugasemda en haldi því svo fram að kröfur ljósmæðra ógni stöðuleika. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði ekki beiðni fréttastofu um viðtal í dag.Mega ekki gefa upp kröfurKatrín segist ekki geta gefið upp nákvæmlega hvað ljósmæður biðji um því ríkissáttasemjari fari fram á trúnað um efni funda. „Okkur er gert að tala ekki um neitt það sem fer fram á fundum og ef við brjótum það hefur fjölmiðlabann verið orðað við okkur,“ segir Katrín. Katrín er meðal þeirra ljósmæðra sem hefur sagt upp störfum sínum. „Ég hef sagt upp störfum mínum, og mun láta af störfum 1. september ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma,“ segir Katrín.Mjög slæm mönnun Alls hafa 30 ljósmæður sagt upp á Landspítalanum, tólf uppsagnir tóku gildi í gær og er fæðingardeildin nú rekin með lágmarksmönnun að sögn Lindu Kristmundsdóttur framkvæmdastjóra kvenna-og barnasviðs. „Við erum að keyra á um 60% mannskap, þannig að mönnunin er mjög slæm,“ segir Linda.
Kjaramál Tengdar fréttir Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03 Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann 90 prósent félagsmanna greiddu atkvæði með yfirvinnubanni sem hefst þann 14. júlí. 1. júlí 2018 11:46 Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Sjá meira
Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03
Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann 90 prósent félagsmanna greiddu atkvæði með yfirvinnubanni sem hefst þann 14. júlí. 1. júlí 2018 11:46
Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00