Skipun forstjóra Vegagerðarinnar: Níu stiga munur á tveimur efstu í einkunnagjöf hæfnisnefndar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. júlí 2018 20:00 Bergþóra Þorkelsdóttir er menntaður dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstöðum síðustu tuttugu ár. Hún er nýskipaður forstjóri Vegagerðarinnar. vísir/gva Nýskipaður forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, dýralæknir, fékk alls 365 stig af 400 mögulegum í einkunnagjöf hæfnisnefndar sem skipuð var til að meta umsækjendur um starf forstjórans. Hún var ein af fjórum sem hæfnisnefndin mat hæfasta í starfið en hinir þrír voru Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, og Róbert Ragnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Grindavík. Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, skipar í embætti forstjóra Vegagerðarinnar en hún var settur ráðherra í ráðningarferlinu þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði sig frá því vegna vanhæfis. Sigurður er, líkt og Bergþóra, menntaður dýralæknir og voru þau við nám í Kaupmannahöfn á sama tíma. Sagði Sigurður sig frá málinu vegna þess kunningsskapar.Lillja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, var settur ráðherra í ráðningarferlinu þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra, sagði sig frá því að skipa í embættið vegna vanhæfis. Vísir/StefánNíu hæfnisþættir til viðmiðunar Einkunnagjöfin og nöfn þeirra sem hæfnisnefndin mat hæfasta koma fram í greinargerð nefndarinnar sem Vísir fékk frá samgönguráðuneytinu í dag. Í fylgiskjali þar sem einkunnagjöf umsækjenda er listuð upp hafa nöfn annarra umsækjenda en Bergþóru verið máð út en sá sem hlaut næstflest stig var með 356 stig af 400 mögulegum. Umsækjandinn í þriðja sæti var með 348 stig og sá í fjórða sæti var með 346. Að því er segir í greinargerðinni voru skilgreindir níu hæfnisþættir, ásamt vægi þeirra, vegna einkunnagjafarinnar. Hæfnisþættirnir voru menntun, stjórnunarreynsla (25% vægi), reynsla af rekstri og áætlanagerð (20% vægi), reynsla af stefnumótun (10% vægi), fagleg þekking á samgöngum eða atvinnulífi (15% vægi), reynsla af þátttöku í alþjóðasamstarfi (10% vægi), hæfileikar til að miðla upplýsingum á góðri íslensku í mæltu og rituðu máli (13% vægi), góð kunnátta í ensku (5% vægi) og góð kunnátta í Norðurlandamáli æskilegt (2% vægi). Mest voru gefin fjögur stig fyrir hvern hæfnisþátt og fékk Bergþóra fullt hús stiga í sex af átta hæfnisþáttum, en ekki voru veitt stig fyrir þáttinn menntun; annað hvort uppfylltu umsækjendur menntunarkröfur eða ekki.Allir umsækjendur sem teknir voru í viðtöl uppfylltu hæfnisskilyrði Eftir þetta mat á umsækjendum voru fimmtán umsækjendur boðaðir til viðtals en eftir að boðað hafði verið til viðtala dró einn umsækjandi umsókn sína til baka. Fjórtán manns komu því í viðtöl en fyrirfram hafði verið ákveðið að boða alla starfsmenn Vegagerðarinnar sem sóttu um til viðtals. Þeir voru alls sjö. Að því er fram kemur í greinargerðinni uppfylltu allir umsækjendur sem teknir voru í viðtöl þau hæfisskilyrði sem sett voru. Að mati hæfnisnefndarinnar voru þó fjórir fyrrnefndu einstaklingarnir betur til þess fallnir en aðrir að gegna starfinu þegar litið hafði verið til heildarmyndarinnar „sem fékkst úr umsóknargögnum, viðtölum og framtíðarsýn fyrir stofnunina,“ eins og það er orðað í greinargerðinni.Krafan um verkfræðimenntun umdeild fyrir tíu árum Athygli vakti þegar starfið var auglýst að ekki var krafist verkfræðimenntunar eins og gert hafði verið fyrir tíu árum þegar auglýst var eftir nýjum vegamálastjóra. Þá vakti það aftur á móti athygli að krafist var verkfræðimenntunar en slíkt hafði ekki verið gert síðast þegar embættið var auglýst að því er fram kemur í frétt Morgunblaðsins frá því í apríl 2008. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu, sagði þá að krafan um verkfræðimenntun væri eðlileg hæfniskrafa og að allir vegamálastjórar hefðu hingað til verið verkfræðimenntaðir. Gunnar Gunnarsson, þáverandi aðstoðarvegamálastjóri, er lögfræðingur. Var athygli Lögmannafélags Íslands vakin á hæfniskröfunni. Sagði þáverandi formaður Lögmannafélagsins að kröfu um sérstaka menntun við ráðningu vegamálastjóra þyrfti að rökstyðja mjög vel þar sem fyrst og fremst væri um stjórnunarstöðu að ræða.Hreinn Haraldsson, fráfarandi vegamálastjóri, var settur í embætti árið 2008 til eins árs og svo skipaður í það til fimm ára árið 2009. Hann er með doktorsgráðu í jarðfræði með áherslu á mannvirkjajarðfræði og jarðverkfræði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell JónssonVerkfræðingafélag Íslands lagði til að staðan yrði auglýst aftur Við ráðningu forstjóra Vegagerðarinnar nú óskaði Verkfræðingafélag Íslands hins vegar eftir skýringum frá samgönguráðuneytinu á orðalagi í auglýsingunni vegna starfsins þar sem krafist var háskólamenntunar eða sambærilegrar reynslu sem nýttist í starfi. Kom orðalagið stjórn Verkfræðingafélagsins „spánskt fyrir sjónir,“ eins og það er orðað í erindi Páls Gíslasonar, formanns félagsins, til ráðuneytisins. Eftir að svar barst frá ráðuneytinu sendi Páll annað erindi til ráðuneytisins. Þar segir að í svari ráðuneytisins hafi komið fram að ekki væri gerð krafa um háskólamenntun heldur nægi reynsla sem nýst gæti í starfinu. „Stjórn VFÍ gerir alvarlegar athugasemdir við að ekki sé gerð krafa um viðeigandi háskólamenntun umsækjenda um starf forstjóra Vegagerðarinnar. Stjórnin lítur svo á að Vegagerðin sé meðal öflugustu tæknifyrirtækja landsins og því sé ekki ásættanlegt að að í auglýsingu um starf þess sem á að leiða Vegagerðina næstu ár eða áratugi, sé gefið í skyn að reynsla ein sé ígildi menntunar og viðeigandi starfsreynslu,“ segir í erindi Verkfræðingafélagsins. Lagði félagið til að staðan yrði auglýst upp á nýtt, þar sem þetta atriði yrði skýrt á viðeigandi hátt.Myndi byrja á því að ræða við starfsfólkið Eins og áður segir er nýskipaður forstjóri Vegagerðarinnar dýralæknir. Þá hefur Bergþóra jafnframt lokið þriggja anna rekstrar- og viðskiptafræðinámi við Endurmenntun Háskóla Íslands auk þess sem hún er með gráðu í markaðsfræðum frá Chartered Institute of Marketing í Bretlandi. Í greinargerð hæfnisnefndar má finna samantekt úr viðtali nefndarinnar við Bergþóru, sem og samantektir úr viðtölunum við hina þrjá sem metnir voru hæfastir. Í samantektinni úr viðtalinu við Bergþóru kemur fram að hún hafi sótt um starfið þar sem þær kröfur sem gerðar voru hafi höfðað til starfsreynslu og þekkingar hennar. Þá þætti henni málaflokkurinn áhugaverður. Aðspurð hvað yrði það fyrsta sem hún myndi gera ef hún fengi starfið svaraði hún því til að hún myndi byrja á því að ræða við starfsfólkið. Sagðist hún telja að sínir styrkleikar fælust í því að leiða fólk en það hefði hún gert í einhverri mynd allt frá árinu 1994. Hvað varðaði framtíðarsýn sína fyrir Vegagerðina sagði Bergþóra í viðtalinu að hún teldi mikilvægt að hafa fjórðu iðnbyltinguna í huga í verkefnum Vegagerðarinnar. Vegagerðin þyrfti að vera nútímalegur vinnustaður sem héldi í fólk og laðaði að sér fólk með sérfræðiþekkingu. Þá þyrfti að huga að mannauðnum, hann væri lykilforsendan. Ráðningar Tengdar fréttir Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17 Segist ekkert hafa rætt við Sigurð Inga um skipan vegamálastjóra Fjórir voru kallaðir í viðtöl. Bergþóra Þorkelsdóttir var metin hæfust, bæði af hæfisnefnd og ráðherra. 2. júlí 2018 14:05 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Nýskipaður forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, dýralæknir, fékk alls 365 stig af 400 mögulegum í einkunnagjöf hæfnisnefndar sem skipuð var til að meta umsækjendur um starf forstjórans. Hún var ein af fjórum sem hæfnisnefndin mat hæfasta í starfið en hinir þrír voru Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, og Róbert Ragnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Grindavík. Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, skipar í embætti forstjóra Vegagerðarinnar en hún var settur ráðherra í ráðningarferlinu þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði sig frá því vegna vanhæfis. Sigurður er, líkt og Bergþóra, menntaður dýralæknir og voru þau við nám í Kaupmannahöfn á sama tíma. Sagði Sigurður sig frá málinu vegna þess kunningsskapar.Lillja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, var settur ráðherra í ráðningarferlinu þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra, sagði sig frá því að skipa í embættið vegna vanhæfis. Vísir/StefánNíu hæfnisþættir til viðmiðunar Einkunnagjöfin og nöfn þeirra sem hæfnisnefndin mat hæfasta koma fram í greinargerð nefndarinnar sem Vísir fékk frá samgönguráðuneytinu í dag. Í fylgiskjali þar sem einkunnagjöf umsækjenda er listuð upp hafa nöfn annarra umsækjenda en Bergþóru verið máð út en sá sem hlaut næstflest stig var með 356 stig af 400 mögulegum. Umsækjandinn í þriðja sæti var með 348 stig og sá í fjórða sæti var með 346. Að því er segir í greinargerðinni voru skilgreindir níu hæfnisþættir, ásamt vægi þeirra, vegna einkunnagjafarinnar. Hæfnisþættirnir voru menntun, stjórnunarreynsla (25% vægi), reynsla af rekstri og áætlanagerð (20% vægi), reynsla af stefnumótun (10% vægi), fagleg þekking á samgöngum eða atvinnulífi (15% vægi), reynsla af þátttöku í alþjóðasamstarfi (10% vægi), hæfileikar til að miðla upplýsingum á góðri íslensku í mæltu og rituðu máli (13% vægi), góð kunnátta í ensku (5% vægi) og góð kunnátta í Norðurlandamáli æskilegt (2% vægi). Mest voru gefin fjögur stig fyrir hvern hæfnisþátt og fékk Bergþóra fullt hús stiga í sex af átta hæfnisþáttum, en ekki voru veitt stig fyrir þáttinn menntun; annað hvort uppfylltu umsækjendur menntunarkröfur eða ekki.Allir umsækjendur sem teknir voru í viðtöl uppfylltu hæfnisskilyrði Eftir þetta mat á umsækjendum voru fimmtán umsækjendur boðaðir til viðtals en eftir að boðað hafði verið til viðtala dró einn umsækjandi umsókn sína til baka. Fjórtán manns komu því í viðtöl en fyrirfram hafði verið ákveðið að boða alla starfsmenn Vegagerðarinnar sem sóttu um til viðtals. Þeir voru alls sjö. Að því er fram kemur í greinargerðinni uppfylltu allir umsækjendur sem teknir voru í viðtöl þau hæfisskilyrði sem sett voru. Að mati hæfnisnefndarinnar voru þó fjórir fyrrnefndu einstaklingarnir betur til þess fallnir en aðrir að gegna starfinu þegar litið hafði verið til heildarmyndarinnar „sem fékkst úr umsóknargögnum, viðtölum og framtíðarsýn fyrir stofnunina,“ eins og það er orðað í greinargerðinni.Krafan um verkfræðimenntun umdeild fyrir tíu árum Athygli vakti þegar starfið var auglýst að ekki var krafist verkfræðimenntunar eins og gert hafði verið fyrir tíu árum þegar auglýst var eftir nýjum vegamálastjóra. Þá vakti það aftur á móti athygli að krafist var verkfræðimenntunar en slíkt hafði ekki verið gert síðast þegar embættið var auglýst að því er fram kemur í frétt Morgunblaðsins frá því í apríl 2008. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu, sagði þá að krafan um verkfræðimenntun væri eðlileg hæfniskrafa og að allir vegamálastjórar hefðu hingað til verið verkfræðimenntaðir. Gunnar Gunnarsson, þáverandi aðstoðarvegamálastjóri, er lögfræðingur. Var athygli Lögmannafélags Íslands vakin á hæfniskröfunni. Sagði þáverandi formaður Lögmannafélagsins að kröfu um sérstaka menntun við ráðningu vegamálastjóra þyrfti að rökstyðja mjög vel þar sem fyrst og fremst væri um stjórnunarstöðu að ræða.Hreinn Haraldsson, fráfarandi vegamálastjóri, var settur í embætti árið 2008 til eins árs og svo skipaður í það til fimm ára árið 2009. Hann er með doktorsgráðu í jarðfræði með áherslu á mannvirkjajarðfræði og jarðverkfræði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell JónssonVerkfræðingafélag Íslands lagði til að staðan yrði auglýst aftur Við ráðningu forstjóra Vegagerðarinnar nú óskaði Verkfræðingafélag Íslands hins vegar eftir skýringum frá samgönguráðuneytinu á orðalagi í auglýsingunni vegna starfsins þar sem krafist var háskólamenntunar eða sambærilegrar reynslu sem nýttist í starfi. Kom orðalagið stjórn Verkfræðingafélagsins „spánskt fyrir sjónir,“ eins og það er orðað í erindi Páls Gíslasonar, formanns félagsins, til ráðuneytisins. Eftir að svar barst frá ráðuneytinu sendi Páll annað erindi til ráðuneytisins. Þar segir að í svari ráðuneytisins hafi komið fram að ekki væri gerð krafa um háskólamenntun heldur nægi reynsla sem nýst gæti í starfinu. „Stjórn VFÍ gerir alvarlegar athugasemdir við að ekki sé gerð krafa um viðeigandi háskólamenntun umsækjenda um starf forstjóra Vegagerðarinnar. Stjórnin lítur svo á að Vegagerðin sé meðal öflugustu tæknifyrirtækja landsins og því sé ekki ásættanlegt að að í auglýsingu um starf þess sem á að leiða Vegagerðina næstu ár eða áratugi, sé gefið í skyn að reynsla ein sé ígildi menntunar og viðeigandi starfsreynslu,“ segir í erindi Verkfræðingafélagsins. Lagði félagið til að staðan yrði auglýst upp á nýtt, þar sem þetta atriði yrði skýrt á viðeigandi hátt.Myndi byrja á því að ræða við starfsfólkið Eins og áður segir er nýskipaður forstjóri Vegagerðarinnar dýralæknir. Þá hefur Bergþóra jafnframt lokið þriggja anna rekstrar- og viðskiptafræðinámi við Endurmenntun Háskóla Íslands auk þess sem hún er með gráðu í markaðsfræðum frá Chartered Institute of Marketing í Bretlandi. Í greinargerð hæfnisnefndar má finna samantekt úr viðtali nefndarinnar við Bergþóru, sem og samantektir úr viðtölunum við hina þrjá sem metnir voru hæfastir. Í samantektinni úr viðtalinu við Bergþóru kemur fram að hún hafi sótt um starfið þar sem þær kröfur sem gerðar voru hafi höfðað til starfsreynslu og þekkingar hennar. Þá þætti henni málaflokkurinn áhugaverður. Aðspurð hvað yrði það fyrsta sem hún myndi gera ef hún fengi starfið svaraði hún því til að hún myndi byrja á því að ræða við starfsfólkið. Sagðist hún telja að sínir styrkleikar fælust í því að leiða fólk en það hefði hún gert í einhverri mynd allt frá árinu 1994. Hvað varðaði framtíðarsýn sína fyrir Vegagerðina sagði Bergþóra í viðtalinu að hún teldi mikilvægt að hafa fjórðu iðnbyltinguna í huga í verkefnum Vegagerðarinnar. Vegagerðin þyrfti að vera nútímalegur vinnustaður sem héldi í fólk og laðaði að sér fólk með sérfræðiþekkingu. Þá þyrfti að huga að mannauðnum, hann væri lykilforsendan.
Ráðningar Tengdar fréttir Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17 Segist ekkert hafa rætt við Sigurð Inga um skipan vegamálastjóra Fjórir voru kallaðir í viðtöl. Bergþóra Þorkelsdóttir var metin hæfust, bæði af hæfisnefnd og ráðherra. 2. júlí 2018 14:05 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17
Segist ekkert hafa rætt við Sigurð Inga um skipan vegamálastjóra Fjórir voru kallaðir í viðtöl. Bergþóra Þorkelsdóttir var metin hæfust, bæði af hæfisnefnd og ráðherra. 2. júlí 2018 14:05