Yfirmenn heilbrigðiskerfisins fyrir velferðarnefnd vegna ljósmæðra Heimir Már Pétursson skrifar 3. júlí 2018 12:12 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og ef til vill Landlæknir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis seinna í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem komin er upp í kjaradeilu ljósmæðra. Fulltrúi í nefndinni segir þetta ástand ekki geta varað lengur þótt vissulega þurfi að horfa til samninga annarra hópa þegar samið verði við ljósmæður. Síðasti sáttafundur í kjaradeilu ljósmæðra var hjá ríkissáttasemjara síðast liðinn fimmtudag og hefur ekki verið boðað til annars fundar fyrr en á næsta fimmtudag. Deiluaðilar segja samninga á byrjunarreit eftir að undirritaður samningur var felldur í síðasta mánuði. Tólf ljósmæður hafa þegar hætt störfum á Landspítalanum en átján uppsagnir til viðbótar taka gildi á næstu þremur mánuðum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir varamaður Ólafs Þórs Gunnarssonar þingmanns Vinstri grænna í velferðarnefnd Alþingis segist hafa áhyggjur af stöðunni neins og þorri allra landsmanna. „Enda svosem ástæða til. Þetta er mikilvæg stétt eins og svo margar aðrar bæði í heilbrigðisgeiranum og annars staðar. Þetta er búið að vara of lengi og það þarf að finna út úr því hvernig hægt er að leysa þetta. Þetta er viðkvæm og flókin staða en það er auðvitað verkefni að finna einhverja lausn á þessu,“ segir Bjarkey. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og að öllum líkindum landlæknir mæta fyrir velferðarnefnd síðar í dag til að fara yfir stöðuna með nefndarfólki. Bjarkey segir vonbrigði að samningur sem undirritaður var í síðasta mánuði var felldur í atkvæðagreiðslu ljósmæðra. En heilbrigðisráðherra hafði sett inn aukið fé til starfsemi ljósmæðra til að liðka fyrir samningum. „Auðvitað eru alltaf vonbrigði þegar búið er að leggja töluvert á sig til að reyna að ná saman. Þá eru alltaf vonbrigði þegar það ekki gengur upp. En staðan er auðvitað bara svona núna og á hana verður að horfa með þeim gleraugum að hana þurfi að leysa. Ég trúi því að það nái saman fyrir rest. Ég vona það að minnsta kosti,“ segir Bjarkey. Hún voni að stjórnvöld þurfi ekki að grípa inn í deiluna. Það yrði aðeins gert í lengstu lög og enginn vildi standa í slíkri aðgerð. Ljósmæður hafa lýst óánægju með afstöðu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í málinu. Hann hefur sagt að kröfur þeirra myndu hleypa öðrum samningum í uppnám yrði gengið að þeim óbreyttum. Bjarkey segir að skoða þurfi málið frá mörgum hliðum. Hún hafi teklið eftir því þegar VR og fleiri lýstu stuðningi við ljósmæður hafi ekki verið tekið fram að þau félög myndu ekki fara fram á sömu hækkanir. „Ég vildi svo sannarlega að hægt væri að lyfta þessum kvennastéttum upp eins og við höfum talað um til fjölda ára og þarf auðvitað að gera. En auðvitað hef ég áhyggjur af því að þetta geti haft keðjuverkandi áhrif. Okkur hefur einhver veginn ekki gengið nægjanlega vel í gegnum tíðina að taka einhverjar tilteknar stéttir og hækkað þær verulega. Frekar en þegar við höfum verið með krónutöluhækkanir sem hafa einhver veginn alltaf farið upp allan skalann í prósentu hækkunum. Það er það sem við þekkjum,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Kjaramál Tengdar fréttir Velferðarnefnd fundar vegna ljósmæðradeilunnar Nefndin mun funda með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og Landspítalans. 3. júlí 2018 10:03 Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00 Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni. 3. júlí 2018 11:41 Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og ef til vill Landlæknir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis seinna í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem komin er upp í kjaradeilu ljósmæðra. Fulltrúi í nefndinni segir þetta ástand ekki geta varað lengur þótt vissulega þurfi að horfa til samninga annarra hópa þegar samið verði við ljósmæður. Síðasti sáttafundur í kjaradeilu ljósmæðra var hjá ríkissáttasemjara síðast liðinn fimmtudag og hefur ekki verið boðað til annars fundar fyrr en á næsta fimmtudag. Deiluaðilar segja samninga á byrjunarreit eftir að undirritaður samningur var felldur í síðasta mánuði. Tólf ljósmæður hafa þegar hætt störfum á Landspítalanum en átján uppsagnir til viðbótar taka gildi á næstu þremur mánuðum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir varamaður Ólafs Þórs Gunnarssonar þingmanns Vinstri grænna í velferðarnefnd Alþingis segist hafa áhyggjur af stöðunni neins og þorri allra landsmanna. „Enda svosem ástæða til. Þetta er mikilvæg stétt eins og svo margar aðrar bæði í heilbrigðisgeiranum og annars staðar. Þetta er búið að vara of lengi og það þarf að finna út úr því hvernig hægt er að leysa þetta. Þetta er viðkvæm og flókin staða en það er auðvitað verkefni að finna einhverja lausn á þessu,“ segir Bjarkey. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og að öllum líkindum landlæknir mæta fyrir velferðarnefnd síðar í dag til að fara yfir stöðuna með nefndarfólki. Bjarkey segir vonbrigði að samningur sem undirritaður var í síðasta mánuði var felldur í atkvæðagreiðslu ljósmæðra. En heilbrigðisráðherra hafði sett inn aukið fé til starfsemi ljósmæðra til að liðka fyrir samningum. „Auðvitað eru alltaf vonbrigði þegar búið er að leggja töluvert á sig til að reyna að ná saman. Þá eru alltaf vonbrigði þegar það ekki gengur upp. En staðan er auðvitað bara svona núna og á hana verður að horfa með þeim gleraugum að hana þurfi að leysa. Ég trúi því að það nái saman fyrir rest. Ég vona það að minnsta kosti,“ segir Bjarkey. Hún voni að stjórnvöld þurfi ekki að grípa inn í deiluna. Það yrði aðeins gert í lengstu lög og enginn vildi standa í slíkri aðgerð. Ljósmæður hafa lýst óánægju með afstöðu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í málinu. Hann hefur sagt að kröfur þeirra myndu hleypa öðrum samningum í uppnám yrði gengið að þeim óbreyttum. Bjarkey segir að skoða þurfi málið frá mörgum hliðum. Hún hafi teklið eftir því þegar VR og fleiri lýstu stuðningi við ljósmæður hafi ekki verið tekið fram að þau félög myndu ekki fara fram á sömu hækkanir. „Ég vildi svo sannarlega að hægt væri að lyfta þessum kvennastéttum upp eins og við höfum talað um til fjölda ára og þarf auðvitað að gera. En auðvitað hef ég áhyggjur af því að þetta geti haft keðjuverkandi áhrif. Okkur hefur einhver veginn ekki gengið nægjanlega vel í gegnum tíðina að taka einhverjar tilteknar stéttir og hækkað þær verulega. Frekar en þegar við höfum verið með krónutöluhækkanir sem hafa einhver veginn alltaf farið upp allan skalann í prósentu hækkunum. Það er það sem við þekkjum,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Kjaramál Tengdar fréttir Velferðarnefnd fundar vegna ljósmæðradeilunnar Nefndin mun funda með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og Landspítalans. 3. júlí 2018 10:03 Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00 Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni. 3. júlí 2018 11:41 Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Sjá meira
Velferðarnefnd fundar vegna ljósmæðradeilunnar Nefndin mun funda með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og Landspítalans. 3. júlí 2018 10:03
Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00
Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni. 3. júlí 2018 11:41