Vandar „yfirelítu þessa lands“ ekki kveðjurnar vegna launahækkunar bankastjóra Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2018 12:39 Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. Fréttablaðið/Anton Brink Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segist ekki í vafa um að íslenskt verkafólk standi frammi fyrir „hörðustu átökum sem sést hafa á íslenskum vinnumarkaði í marga áratugi“ nú þegar kjarasamningar renna út í haust. Kjarabaráttuna setur Vilhjálmur í samhengi við launahækkanir stjórnenda síðastliðið ár. Vilhjálmur er harðorður í garð „yfirelítu þessa lands“ í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag en tilefnið er frétt Fréttablaðsins um launahækkun bankastjóra Landbankans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur. Þar var greint frá því að bankaráð Landsbankans telji að launahækkunin, sem nemur 1,2 milljónum mánaðarlega, hafið verið hófleg.Sjá einnig: Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónirRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tekur undir með Vilhjálmi.Vísir/stefánHissa á „hóflegum“ 1,2 milljónum Vilhjálmur furðar sig á því að hægt sé að skilgreina 1,2 milljóna launahækkun á mánuði, „ígildi lágmarkslauna fjögurra verkamanna,“ sem hóflega. „Hugsið ykkur veruleikafirringuna og þá botnlausu græðgi sem hefur heltekið efri lög þessa samfélags,” skrifar Vilhjálmur og spáir í framhaldinu fyrir afar harðri kjarabaráttu þegar samningar renna út í haust. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að íslenskt verkafólk þarf núna að undirbúa sig undir hörðustu átök sem sést hafa á íslenskum vinnumarkaði í marga áratugi þegar kjarasamningar verkafólks renna út eftir 123 virka vinnudaga.” Gagnrýnir stjórnvöld og SA Vilhjálmur segir jafnframt liggja fyrir að Samtök atvinnulífsins, SA, „gráti sínum krókódílatárum“ og segi ekkert svigrúm vera til launahækkana þegar samningar verkafólk losni. Þá blasi einnig við að enginn vilji sé hjá stjórnvöldum að koma til móts við almenning. Þá rifjar Vilhjálmur upp launahækkanir nokkurra stjórnenda fyrirtækja og stofnana í landinu síðustu 12 mánuði og setur í samhengi við verkalýðsbaráttuna. Færslu Vilhjálms má sjá í heild hér að neðan.Heilagur stöðugleiki og norrænt samningamódel Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tekur undir með Vilhjálmi en sá fyrrnefndi deildi færslu þess síðarnefnda á Facebook nú skömmu fyrir hádegi. Þar veltir Ragnar því fyrir sér hvort launafólk láti sér lynda núverandi stöðu á vinnumarkaði. „Nú er spurning hvort launafólk sætti sig við það að ekkert svigrúm sé til launahækkana á almennum né opinberum vinnumarkaði og engar kerfisbreytingar séu í vændum hjá stjórnvöldum. Allt í nafni hins heilaga stöðugleika og norræns samningamódels,“ skrifar Ragnar. Kjaramál Tengdar fréttir Telja bankastjóra Landsbanka hafa fengið hóflega hækkun Laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir á mánuði. Bankaráð telur sig hafa gætt hófsemi við ákvörðunina sem hafi tekið mið af starfskjarastefnu bankans. 3. júlí 2018 08:00 Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57 Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Verkalýðsleiðtogi segir yfirgengilegt og blöskranlegt launaskrið í efstu lögum Ragnar Þór Ingólfsson telur framtíð kjarasamninga ráðist í kvöld. 27. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segist ekki í vafa um að íslenskt verkafólk standi frammi fyrir „hörðustu átökum sem sést hafa á íslenskum vinnumarkaði í marga áratugi“ nú þegar kjarasamningar renna út í haust. Kjarabaráttuna setur Vilhjálmur í samhengi við launahækkanir stjórnenda síðastliðið ár. Vilhjálmur er harðorður í garð „yfirelítu þessa lands“ í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag en tilefnið er frétt Fréttablaðsins um launahækkun bankastjóra Landbankans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur. Þar var greint frá því að bankaráð Landsbankans telji að launahækkunin, sem nemur 1,2 milljónum mánaðarlega, hafið verið hófleg.Sjá einnig: Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónirRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tekur undir með Vilhjálmi.Vísir/stefánHissa á „hóflegum“ 1,2 milljónum Vilhjálmur furðar sig á því að hægt sé að skilgreina 1,2 milljóna launahækkun á mánuði, „ígildi lágmarkslauna fjögurra verkamanna,“ sem hóflega. „Hugsið ykkur veruleikafirringuna og þá botnlausu græðgi sem hefur heltekið efri lög þessa samfélags,” skrifar Vilhjálmur og spáir í framhaldinu fyrir afar harðri kjarabaráttu þegar samningar renna út í haust. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að íslenskt verkafólk þarf núna að undirbúa sig undir hörðustu átök sem sést hafa á íslenskum vinnumarkaði í marga áratugi þegar kjarasamningar verkafólks renna út eftir 123 virka vinnudaga.” Gagnrýnir stjórnvöld og SA Vilhjálmur segir jafnframt liggja fyrir að Samtök atvinnulífsins, SA, „gráti sínum krókódílatárum“ og segi ekkert svigrúm vera til launahækkana þegar samningar verkafólk losni. Þá blasi einnig við að enginn vilji sé hjá stjórnvöldum að koma til móts við almenning. Þá rifjar Vilhjálmur upp launahækkanir nokkurra stjórnenda fyrirtækja og stofnana í landinu síðustu 12 mánuði og setur í samhengi við verkalýðsbaráttuna. Færslu Vilhjálms má sjá í heild hér að neðan.Heilagur stöðugleiki og norrænt samningamódel Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tekur undir með Vilhjálmi en sá fyrrnefndi deildi færslu þess síðarnefnda á Facebook nú skömmu fyrir hádegi. Þar veltir Ragnar því fyrir sér hvort launafólk láti sér lynda núverandi stöðu á vinnumarkaði. „Nú er spurning hvort launafólk sætti sig við það að ekkert svigrúm sé til launahækkana á almennum né opinberum vinnumarkaði og engar kerfisbreytingar séu í vændum hjá stjórnvöldum. Allt í nafni hins heilaga stöðugleika og norræns samningamódels,“ skrifar Ragnar.
Kjaramál Tengdar fréttir Telja bankastjóra Landsbanka hafa fengið hóflega hækkun Laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir á mánuði. Bankaráð telur sig hafa gætt hófsemi við ákvörðunina sem hafi tekið mið af starfskjarastefnu bankans. 3. júlí 2018 08:00 Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57 Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Verkalýðsleiðtogi segir yfirgengilegt og blöskranlegt launaskrið í efstu lögum Ragnar Þór Ingólfsson telur framtíð kjarasamninga ráðist í kvöld. 27. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
Telja bankastjóra Landsbanka hafa fengið hóflega hækkun Laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir á mánuði. Bankaráð telur sig hafa gætt hófsemi við ákvörðunina sem hafi tekið mið af starfskjarastefnu bankans. 3. júlí 2018 08:00
Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57
Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00
Verkalýðsleiðtogi segir yfirgengilegt og blöskranlegt launaskrið í efstu lögum Ragnar Þór Ingólfsson telur framtíð kjarasamninga ráðist í kvöld. 27. febrúar 2018 11:30