Telma gerði fjögur mörk í stórsigri Stjörnunnar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. júlí 2018 21:10 Katrín Ásbjörnsdóttir og félagar hennar í Stjörnuliðinu unnu góðan sigur í kvöld. Vísir/Eyjólfur Garðarsson Breiðablik endurheimti toppsæti Pepsi deildar kvenna með sigri á Selfossi. Stjarnan vann öruggan sigur á FH og Grindavík hafði betur gegn KR í botnslag suður með sjó. Blikar töpuðu sínum fyrsta leik í sumar á Akureyri í síðustu umferð. Þær sóttu Selfyssinga heim í kvöld. Landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir gerði eina mark leiksins með frábæru einstaklingsframtaki í upphafi seinni hálfleiks. Í Garðabænum mætti Stjarnan liði FH. Telma Hjaltalín Þrastardóttir er nýkomin til baka úr erfiðum meiðslum og hún gerði fjögur mörk fyrir Stjörnuna í kvöld. Telma skoraði þrennu á þrettán mínútum í fyrri hálfleik eftir að Jasmín Erla Ingadóttir hafði komið FH yfir í upphafi leiks. Staðan 3-1 fyrir Stjörnuna í hálfleik. Fyrirliðinn Ásgerður Stefanía Baldursdóttir bætti við fjórða marki Stjörnunnar í upphafi seinni hálfleiks áður en Telma bætti við sínu fjórða, og fimmta marki Stjörnunnar. Hún meiddist hins vegar eftir markið og þurfti að bera hana á börum af leikvelli. María Eva Eyjólfsdóttir gekk svo algjörlega frá leiknum á 88. mínútu. Marjani Hing-Glover náði sárabótamarki fyrir FH undir lok venjulegs leiktíma eftir mistök Megan Dunnigan í vörn Stjörnunnar, en það kom ekki að sök, öruggur 6-1 sigur Stjörnunnar. KR og Grindavík höfðu aðeins unnið einn leik hvor þegar liðin mættust í Grindavík í kvöld. KR sat á botni deildarinnar með þrjú stig, Grindvíkingar í 8. sæti með 6. Tvö mörk með mínútumillibili í fyrri hálfleik tryggðu Grindavík sigurinn, Helga Guðrún Kristinsdóttir skoraði með glæsilegu skoti áður en Rio Hardy bætti við. Mia Gunter náði að svara fyrir KR áður en flautað var til hálfleiks en nær komust KR-ingar ekki, lokastaðan 2-1 fyrir Grindavík. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Sjá meira
Breiðablik endurheimti toppsæti Pepsi deildar kvenna með sigri á Selfossi. Stjarnan vann öruggan sigur á FH og Grindavík hafði betur gegn KR í botnslag suður með sjó. Blikar töpuðu sínum fyrsta leik í sumar á Akureyri í síðustu umferð. Þær sóttu Selfyssinga heim í kvöld. Landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir gerði eina mark leiksins með frábæru einstaklingsframtaki í upphafi seinni hálfleiks. Í Garðabænum mætti Stjarnan liði FH. Telma Hjaltalín Þrastardóttir er nýkomin til baka úr erfiðum meiðslum og hún gerði fjögur mörk fyrir Stjörnuna í kvöld. Telma skoraði þrennu á þrettán mínútum í fyrri hálfleik eftir að Jasmín Erla Ingadóttir hafði komið FH yfir í upphafi leiks. Staðan 3-1 fyrir Stjörnuna í hálfleik. Fyrirliðinn Ásgerður Stefanía Baldursdóttir bætti við fjórða marki Stjörnunnar í upphafi seinni hálfleiks áður en Telma bætti við sínu fjórða, og fimmta marki Stjörnunnar. Hún meiddist hins vegar eftir markið og þurfti að bera hana á börum af leikvelli. María Eva Eyjólfsdóttir gekk svo algjörlega frá leiknum á 88. mínútu. Marjani Hing-Glover náði sárabótamarki fyrir FH undir lok venjulegs leiktíma eftir mistök Megan Dunnigan í vörn Stjörnunnar, en það kom ekki að sök, öruggur 6-1 sigur Stjörnunnar. KR og Grindavík höfðu aðeins unnið einn leik hvor þegar liðin mættust í Grindavík í kvöld. KR sat á botni deildarinnar með þrjú stig, Grindvíkingar í 8. sæti með 6. Tvö mörk með mínútumillibili í fyrri hálfleik tryggðu Grindavík sigurinn, Helga Guðrún Kristinsdóttir skoraði með glæsilegu skoti áður en Rio Hardy bætti við. Mia Gunter náði að svara fyrir KR áður en flautað var til hálfleiks en nær komust KR-ingar ekki, lokastaðan 2-1 fyrir Grindavík. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Sjá meira