„Síminn hefur ekki stoppað“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júlí 2018 09:46 Hluti íbúða Bjargs rís nú í Spönginni. Félagið er með um 1400 íbúðir í byggingu. Björn Traustason, framkvæmdastjóri íbúðafélagsins Bjargs, segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á þeim 1400 íbúðum félagsins, sem nú rísa víða um land. Félagið greindi frá því á dögunum að það hyggðist leigja út íbúðir á umtalsvert lægra verði en gengur og gerist á almenna leigumarkaðnum. Til að mynda verður tveggja herbergja íbúð hjá Bjargi leigð út á 96 til 130 þúsund krónur. Íbúðir hjá Bjargi eru ætlaðar tekjulágum fjölskyldum sem eru á vinnumarkaði. Björn hvetur áhugasama til að skrá sig í Bjarg, vilji þeir eiga möguleika á íbúð, en ljóst er að margir hafa svarað kallinu. „Síminn hefur ekki stoppað,“ segir Björn, aðspurður um viðbrögðin við tilkynningu miðvikudagsins - án þess þó að gefa upp nákvæma tölu um fjölda skráninga. Skráningar í Bjarg hafi staðið yfir í um tvo mánuði en óhætt sé að segja að áhuginn hafi aukist mikið eftir að mynd var komin á leiguverð félagsins.Sjá einnig: Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í SpöngBjörn útskýrir að skráningarkerfi Bjargs sé í raun tvískipt. Í fyrri umferðinni, þeirri sem stendur nú yfir, skráir fólk sig á lista hjá Bjargi og fær fyrir vikið tölu sem gefur til kynna staðsetningu þess í röðinni. Síðari umferðin fer í gang þegar tilteknar íbúðir eru auglýstar. Hafi fólk áhuga á ákveðum íbúðaklasa skráir það sig á biðlista fyrir þeim íbúðum. Talan sem fólk fékk í fyrri umferðinni ræður svo röð úthlutana. Fram til 31. júlí geta áhugasamir þó skráð sig á lista hjá Bjargi, án þess þó að lenda sjálfkrafa aftast í röðinni. Björn segir að fram til mánaðamóta skrái fólk sig í pott og verður röð þeirra dregin að handahófi í ágústbyrjun. Hafi fólk frekari spurningar, til að mynda um skráninguna eða tekjuviðmið, ráðleggur Björn að leita svaranna á heimasíðu Bjargs. Húsnæðismál Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 1.200 íbúða byggð í Nýja Skerjafirði Borgarráð samþykkti tillögu að rammaskipulagi í síðustu viku. 4. júlí 2018 14:54 Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í Spöng Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. 23. febrúar 2018 08:21 Fyrsta skrefið tekið í dag til endurreisnar verkamannabústaða Forseti Alþýðusambandsins segir að endurreisn verkamannabústaðakerfisins hafi í raun hafist í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin af fyrstu íbúðunum af fimmtán hundruð sem byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar er með áætlanir um að byggja. 23. febrúar 2018 19:15 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Björn Traustason, framkvæmdastjóri íbúðafélagsins Bjargs, segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á þeim 1400 íbúðum félagsins, sem nú rísa víða um land. Félagið greindi frá því á dögunum að það hyggðist leigja út íbúðir á umtalsvert lægra verði en gengur og gerist á almenna leigumarkaðnum. Til að mynda verður tveggja herbergja íbúð hjá Bjargi leigð út á 96 til 130 þúsund krónur. Íbúðir hjá Bjargi eru ætlaðar tekjulágum fjölskyldum sem eru á vinnumarkaði. Björn hvetur áhugasama til að skrá sig í Bjarg, vilji þeir eiga möguleika á íbúð, en ljóst er að margir hafa svarað kallinu. „Síminn hefur ekki stoppað,“ segir Björn, aðspurður um viðbrögðin við tilkynningu miðvikudagsins - án þess þó að gefa upp nákvæma tölu um fjölda skráninga. Skráningar í Bjarg hafi staðið yfir í um tvo mánuði en óhætt sé að segja að áhuginn hafi aukist mikið eftir að mynd var komin á leiguverð félagsins.Sjá einnig: Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í SpöngBjörn útskýrir að skráningarkerfi Bjargs sé í raun tvískipt. Í fyrri umferðinni, þeirri sem stendur nú yfir, skráir fólk sig á lista hjá Bjargi og fær fyrir vikið tölu sem gefur til kynna staðsetningu þess í röðinni. Síðari umferðin fer í gang þegar tilteknar íbúðir eru auglýstar. Hafi fólk áhuga á ákveðum íbúðaklasa skráir það sig á biðlista fyrir þeim íbúðum. Talan sem fólk fékk í fyrri umferðinni ræður svo röð úthlutana. Fram til 31. júlí geta áhugasamir þó skráð sig á lista hjá Bjargi, án þess þó að lenda sjálfkrafa aftast í röðinni. Björn segir að fram til mánaðamóta skrái fólk sig í pott og verður röð þeirra dregin að handahófi í ágústbyrjun. Hafi fólk frekari spurningar, til að mynda um skráninguna eða tekjuviðmið, ráðleggur Björn að leita svaranna á heimasíðu Bjargs.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 1.200 íbúða byggð í Nýja Skerjafirði Borgarráð samþykkti tillögu að rammaskipulagi í síðustu viku. 4. júlí 2018 14:54 Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í Spöng Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. 23. febrúar 2018 08:21 Fyrsta skrefið tekið í dag til endurreisnar verkamannabústaða Forseti Alþýðusambandsins segir að endurreisn verkamannabústaðakerfisins hafi í raun hafist í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin af fyrstu íbúðunum af fimmtán hundruð sem byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar er með áætlanir um að byggja. 23. febrúar 2018 19:15 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Gera ráð fyrir 1.200 íbúða byggð í Nýja Skerjafirði Borgarráð samþykkti tillögu að rammaskipulagi í síðustu viku. 4. júlí 2018 14:54
Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í Spöng Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. 23. febrúar 2018 08:21
Fyrsta skrefið tekið í dag til endurreisnar verkamannabústaða Forseti Alþýðusambandsins segir að endurreisn verkamannabústaðakerfisins hafi í raun hafist í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin af fyrstu íbúðunum af fimmtán hundruð sem byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar er með áætlanir um að byggja. 23. febrúar 2018 19:15
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent