Upptaka úr bílamyndavél réði úrslitum Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júlí 2018 11:24 Myndavélar sem þessi geta skipt sköpum við rannsókn lögreglumála. Vísir/getty Sífellt fleiri mál sem koma inn á borð lögreglunnar leysast með aðstoð svokallaðra bílamyndavéla (e. dashcam). Upptökur úr slíkum myndavélum, sem ökumenn koma fyrir í framrúðu bíla sinna, hafa oft innihaldið mikilvægar upplýsingar - sem hefðu farið fram hjá annars vökulum augum. Vísir hefur heimildir fyrir því að ein slík upptaka hafi til að mynda ráðið úrslitum við rannsókn nýlegs áreksturs. Ökumaður í órétti, sem ekið hafði á aðra bifreið á móti rauðu ljósi, stakk af frá slysstað á Grensásvegi án þess að vitni næðu bílnúmeri hans. Það var svo ekki fyrr en að maður, sem náð hafði árekstrinum á bílamyndavél sína, setti sig í samband við lögregluna og afhenti henni upptökuna sem málið leystist. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögreguþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að það sé að verða æ algengara að sambærilegar upptökur séu notaðar við rannsókn mála. Myndavélar sem þessar séu algengar víða um heim, ekki síst í Austur-Evrópu og Rússlandi, þaðan sem reglulega berast upptökur af atvikum í umferðinni. Eitt slíkt myndband frá Íslandi rataði til að mynda í fréttirnir í vikunni, í tengslum við mikilvægi vegriða á þjóðvegum landsins. Ómar rekur auknar vinsældir vélanna á Íslandi til þeirrar staðreyndar að þær teljist nokkuð ódýrar ásamt því að vélarnar fáist víða. Að sama skapi kunni þær að bæta réttarstöðu fólks lendi það í óhappi í umferðinni. Ómar hvetur eigendur slíkra myndavéla til að setja sig í sambandi við lögreglu, telji þeir sig hafa fangað eitthvað á filmu sem aðstoðað gæti við rannsókn mála. Þeir þurfi ekki að óttast að myndböndin fari í dreifingu, enda muni lögreglan ekki láta öðrum þau í té. Hér að neðan má sjá fyrrnefnda upptöku úr bílamyndavél sem fór á flug í vikunni. Lögreglumál Tengdar fréttir Vegrið kom í veg fyrir stórslys Mikil aukning hefur orðið á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins. 2. júlí 2018 07:13 Framanákeyrslum fjölgar verulega Mikil fjölgun var á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins. Þá hefur fjöldi slasaðra og látinna erlendra ferðamanna rúmlega tvöfaldast frá því í fyrra. 2. júlí 2018 19:30 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Sífellt fleiri mál sem koma inn á borð lögreglunnar leysast með aðstoð svokallaðra bílamyndavéla (e. dashcam). Upptökur úr slíkum myndavélum, sem ökumenn koma fyrir í framrúðu bíla sinna, hafa oft innihaldið mikilvægar upplýsingar - sem hefðu farið fram hjá annars vökulum augum. Vísir hefur heimildir fyrir því að ein slík upptaka hafi til að mynda ráðið úrslitum við rannsókn nýlegs áreksturs. Ökumaður í órétti, sem ekið hafði á aðra bifreið á móti rauðu ljósi, stakk af frá slysstað á Grensásvegi án þess að vitni næðu bílnúmeri hans. Það var svo ekki fyrr en að maður, sem náð hafði árekstrinum á bílamyndavél sína, setti sig í samband við lögregluna og afhenti henni upptökuna sem málið leystist. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögreguþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að það sé að verða æ algengara að sambærilegar upptökur séu notaðar við rannsókn mála. Myndavélar sem þessar séu algengar víða um heim, ekki síst í Austur-Evrópu og Rússlandi, þaðan sem reglulega berast upptökur af atvikum í umferðinni. Eitt slíkt myndband frá Íslandi rataði til að mynda í fréttirnir í vikunni, í tengslum við mikilvægi vegriða á þjóðvegum landsins. Ómar rekur auknar vinsældir vélanna á Íslandi til þeirrar staðreyndar að þær teljist nokkuð ódýrar ásamt því að vélarnar fáist víða. Að sama skapi kunni þær að bæta réttarstöðu fólks lendi það í óhappi í umferðinni. Ómar hvetur eigendur slíkra myndavéla til að setja sig í sambandi við lögreglu, telji þeir sig hafa fangað eitthvað á filmu sem aðstoðað gæti við rannsókn mála. Þeir þurfi ekki að óttast að myndböndin fari í dreifingu, enda muni lögreglan ekki láta öðrum þau í té. Hér að neðan má sjá fyrrnefnda upptöku úr bílamyndavél sem fór á flug í vikunni.
Lögreglumál Tengdar fréttir Vegrið kom í veg fyrir stórslys Mikil aukning hefur orðið á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins. 2. júlí 2018 07:13 Framanákeyrslum fjölgar verulega Mikil fjölgun var á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins. Þá hefur fjöldi slasaðra og látinna erlendra ferðamanna rúmlega tvöfaldast frá því í fyrra. 2. júlí 2018 19:30 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Vegrið kom í veg fyrir stórslys Mikil aukning hefur orðið á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins. 2. júlí 2018 07:13
Framanákeyrslum fjölgar verulega Mikil fjölgun var á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins. Þá hefur fjöldi slasaðra og látinna erlendra ferðamanna rúmlega tvöfaldast frá því í fyrra. 2. júlí 2018 19:30