Slæm byrjun og brött brekka framundan á seinni níu hjá Ólafíu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. júlí 2018 20:12 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þarf frábæran endasprett til þess að fara áfram á Thornberry Creek mótinu í golfi eftir erfiðar fyrri níu holur. Líkt og á fyrsta hringnum í gær byrjaði Ólafía á skolla á fyrstu holunni sinni, en hún byrjaði á 10. teig í dag. Fyrir hringinn í dag var Ólafía á þremur höggum undir pari og rétt svo fyrir innan niðurskurðinn, en línan var við þrjú högg undir parið. Hún datt því út með þessum fyrsta skolla og var enn fyrir utan niðurskurðarlínuna næstu holur, en hún paraði næstu fjórar holur. Á fimmtándu braut, hennar sjöttu holu í dag, fékk hún fugl og kom sér á parið í dag og aftur á þrjú högg undir í heildina. Ólafía fékk hins vegar skolla á 17. holu og er því á tveimur höggum undir pari, einu höggi yfir í dag, eftir fyrri níu holurnar. Til þess að gera erfiðan dag enn verri hefur niðurskurðarlínan lækkað og er nú við fjögur högg undir par. Ólafía þarf því að vinna sér inn tvö högg á seinni níu holunum til þess að sleppa í gegn. Útsending frá mótinu hefst klukkan 22:30 á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þarf frábæran endasprett til þess að fara áfram á Thornberry Creek mótinu í golfi eftir erfiðar fyrri níu holur. Líkt og á fyrsta hringnum í gær byrjaði Ólafía á skolla á fyrstu holunni sinni, en hún byrjaði á 10. teig í dag. Fyrir hringinn í dag var Ólafía á þremur höggum undir pari og rétt svo fyrir innan niðurskurðinn, en línan var við þrjú högg undir parið. Hún datt því út með þessum fyrsta skolla og var enn fyrir utan niðurskurðarlínuna næstu holur, en hún paraði næstu fjórar holur. Á fimmtándu braut, hennar sjöttu holu í dag, fékk hún fugl og kom sér á parið í dag og aftur á þrjú högg undir í heildina. Ólafía fékk hins vegar skolla á 17. holu og er því á tveimur höggum undir pari, einu höggi yfir í dag, eftir fyrri níu holurnar. Til þess að gera erfiðan dag enn verri hefur niðurskurðarlínan lækkað og er nú við fjögur högg undir par. Ólafía þarf því að vinna sér inn tvö högg á seinni níu holunum til þess að sleppa í gegn. Útsending frá mótinu hefst klukkan 22:30 á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira