Sveppi og Pétur gerðust vegan með Guðrúnu Sóleyju Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2018 14:14 Guðrún Sóley, Sveppi og Pétur byrjuðu á því að búa til sína eigin brauðteninga. Skjáskot/Stöð 2 Í þriðja þætti seríunnar Tveir á teini fetuðu Pétur og Sveppi nokkuð ótroðnar slóðir, að minnsta kosti frá þeirra bæjardyrum séð, og grilluðu veganrétt. Þeim til halds og trausts var fjölmiðlakonan Guðrún Sóley Gestsdóttir en uppskriftin af fylltum portóbellósveppum er hennar hugarfóstur. Klippuna úr þættinum má sjá hér að neðan auk uppskriftarinnar. Fylltir portóbellósveppir Innihald: Portóbellósveppir Rifinn VioLife ostur Ferkst rósmarín Brauðteninga Salt og pipar Ólífuolía Guðrún Sóley, Sveppi og Pétur byrjuðu á því að búa til sína eigin brauðteninga þar sem margar tegundir brauðteninga úr búð innihalda egg, smjör eða ost. Þau brugðu því á það ráð að búa til brauðteninga úr tómatbrauði úr Hagkaup, sem gert er með eftirfarandi hætti: Skerið brauðið í litla búta og raðið á grillbakka. Þið ráðið hvort þið hafið skorpuna með til að fá þéttari teninga. Brauðið þarf bara nokkrar mínútur á heitu grilli til þess að þurrkast upp. Það er í raun ekki lengri tími en tekur að útbúa restina af réttinum. Byrjið á því að taka stöngulinn úr portóbellósveppunum til að gera vasann sem fyllingin fer í. Það má nota teskeið til þess að skafa út aðeins stærra svæði ef fólk vill. Blandið saman í skál einum desilítra af olífuolíu við smá salt og pipar. Saxið fínt niður 5-6 sprota af rósmarín og bætið við olíuna ásamt u.þ.b. einum bolla af rifna ostinum. Hrærið vel saman. Þá ættu brauðteningarnir að vera til á grillinu. Takið sirka tvo lófa af brauðteningum, saxið enn smærra og hrærið við ostablönduna Mokið þessu í sveppina og vefjið þá í álpappír. Þeir fara svo á grillið í um það bil 10 mínútur. Hægt er að bæta við hvaða kryddum sem er í olíublönduna fyrir þessa sveppi t.d. fara hvítlaukur og/eða chilipipar einstaklega vel við tómatbrauðteningana. Grillréttir Tveir á teini Uppskriftir Vegan Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Í þriðja þætti seríunnar Tveir á teini fetuðu Pétur og Sveppi nokkuð ótroðnar slóðir, að minnsta kosti frá þeirra bæjardyrum séð, og grilluðu veganrétt. Þeim til halds og trausts var fjölmiðlakonan Guðrún Sóley Gestsdóttir en uppskriftin af fylltum portóbellósveppum er hennar hugarfóstur. Klippuna úr þættinum má sjá hér að neðan auk uppskriftarinnar. Fylltir portóbellósveppir Innihald: Portóbellósveppir Rifinn VioLife ostur Ferkst rósmarín Brauðteninga Salt og pipar Ólífuolía Guðrún Sóley, Sveppi og Pétur byrjuðu á því að búa til sína eigin brauðteninga þar sem margar tegundir brauðteninga úr búð innihalda egg, smjör eða ost. Þau brugðu því á það ráð að búa til brauðteninga úr tómatbrauði úr Hagkaup, sem gert er með eftirfarandi hætti: Skerið brauðið í litla búta og raðið á grillbakka. Þið ráðið hvort þið hafið skorpuna með til að fá þéttari teninga. Brauðið þarf bara nokkrar mínútur á heitu grilli til þess að þurrkast upp. Það er í raun ekki lengri tími en tekur að útbúa restina af réttinum. Byrjið á því að taka stöngulinn úr portóbellósveppunum til að gera vasann sem fyllingin fer í. Það má nota teskeið til þess að skafa út aðeins stærra svæði ef fólk vill. Blandið saman í skál einum desilítra af olífuolíu við smá salt og pipar. Saxið fínt niður 5-6 sprota af rósmarín og bætið við olíuna ásamt u.þ.b. einum bolla af rifna ostinum. Hrærið vel saman. Þá ættu brauðteningarnir að vera til á grillinu. Takið sirka tvo lófa af brauðteningum, saxið enn smærra og hrærið við ostablönduna Mokið þessu í sveppina og vefjið þá í álpappír. Þeir fara svo á grillið í um það bil 10 mínútur. Hægt er að bæta við hvaða kryddum sem er í olíublönduna fyrir þessa sveppi t.d. fara hvítlaukur og/eða chilipipar einstaklega vel við tómatbrauðteningana.
Grillréttir Tveir á teini Uppskriftir Vegan Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira