Segir mjög erfiða helgi að baki á Landspítalanum vegna uppsagna ljósmæðra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júlí 2018 15:44 Linda Kristmundsdóttir er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. MYND/LANDSPÍTALI Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, segir að nýliðin helgi hafi verið mjög erfið á spítalanum vegna uppsagna tólf ljósmæðra á meðgöngu- og sængurlegudeild sem tóku gildi þann 1. júlí síðastliðinn. Álagstoppur er nú að skella á deildinni. „Nýliðin helgi var okkur mjög erfið og það var barningur með mönnun. Við höfum verið að fá til liðs við okkur ljósmæður alls staðar að af spítalanum og svo hafa stjórnendur deildarinnar staðið tvöfaldar vaktir. Það stefnir svo í erfitt kvöld í kvöld,“ segir Linda í samtali við Vísi en yfirljósmóðir og aðstoðaryfirljósmóðir á meðgöngu-og sængurlegudeild voru til skiptis á sextán tíma vöktum um helgina. Aðspurð til hvaða úrræða gripið hefur verið segir Linda að í raun hafi öll úrræði aðgerðaáætlunar spítalans verið nýtt. „Við höfum útskrifað á aðrar heilbrigðisstofnanir, það er bæði Keflavík, Akranes, Akureyri og Selfoss. Við höfum útskrifað hraustar konur og hrausta nýbura fyrr og þá höfum við flutt sjúklinga inn á aðrar deildir sviðsins svo við höfum fengið aðstoð frá öðrum deildum, til dæmis vökudeild. Þannig að við erum eiginlega búin að nota öll atriðin í aðgerðaáætluninni,“ segir Linda.„Það er alveg klárt að við endumst ekki lengi“En hvað heldur starfsfólk meðgöngu-og sængurlegudeild lengi út eins og ástandið er núna, þannig að það skapist hreinlega ekki neyðarástand? „Það er rosalega erfitt að segja til um það því það er svo erfitt að sjá langt fram í tímann í okkar bransa. Það sem við höfum hreinlega gert er að meta þetta bara frá vakt til vaktar. Til dæmis vitum við það að kvöldvaktin og næturvaktin verður okkur erfið þannig að þá erum við bara að vinna með það með öllum tiltækum ráðum. En þetta hefur verið okkur erfitt og það er alveg klárt að við endumst ekki lengi, ég get alveg sagt það upphátt. Það er alveg ljóst að fólk getur ekki unnið sextán tíma dag eftir dag eftir dag en hvenær er svolítið erfitt að segja,“ segir Linda. Spurð hvernig viðmóti starfsfólk deildarinnar hefur mætt segir Linda að fólk sýni þessum skilning. „En eðlilega er fólk áhyggjufullt og kvíðið og okkur finnst erfitt að finna fyrir því.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Fundi lokið í kjaradeilu ljósmæðra Enn er ósamið í deilunni en aðeins þokaðist í viðræðum í dag. 5. júlí 2018 17:21 Íbúar í Vík sýndu ljósmæðrum stuðning í kjarabaráttunni Ólöf Lilja Steinþórsdóttir, 25 ára gömul móðir í bænum, sem stóð fyrir viðburðinum og boðaði til hans með stuttum fyrirvara. 6. júlí 2018 19:54 Örvæntingarfullir foreldrar komast ekki að hjá Björkinni Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. 6. júlí 2018 16:30 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, segir að nýliðin helgi hafi verið mjög erfið á spítalanum vegna uppsagna tólf ljósmæðra á meðgöngu- og sængurlegudeild sem tóku gildi þann 1. júlí síðastliðinn. Álagstoppur er nú að skella á deildinni. „Nýliðin helgi var okkur mjög erfið og það var barningur með mönnun. Við höfum verið að fá til liðs við okkur ljósmæður alls staðar að af spítalanum og svo hafa stjórnendur deildarinnar staðið tvöfaldar vaktir. Það stefnir svo í erfitt kvöld í kvöld,“ segir Linda í samtali við Vísi en yfirljósmóðir og aðstoðaryfirljósmóðir á meðgöngu-og sængurlegudeild voru til skiptis á sextán tíma vöktum um helgina. Aðspurð til hvaða úrræða gripið hefur verið segir Linda að í raun hafi öll úrræði aðgerðaáætlunar spítalans verið nýtt. „Við höfum útskrifað á aðrar heilbrigðisstofnanir, það er bæði Keflavík, Akranes, Akureyri og Selfoss. Við höfum útskrifað hraustar konur og hrausta nýbura fyrr og þá höfum við flutt sjúklinga inn á aðrar deildir sviðsins svo við höfum fengið aðstoð frá öðrum deildum, til dæmis vökudeild. Þannig að við erum eiginlega búin að nota öll atriðin í aðgerðaáætluninni,“ segir Linda.„Það er alveg klárt að við endumst ekki lengi“En hvað heldur starfsfólk meðgöngu-og sængurlegudeild lengi út eins og ástandið er núna, þannig að það skapist hreinlega ekki neyðarástand? „Það er rosalega erfitt að segja til um það því það er svo erfitt að sjá langt fram í tímann í okkar bransa. Það sem við höfum hreinlega gert er að meta þetta bara frá vakt til vaktar. Til dæmis vitum við það að kvöldvaktin og næturvaktin verður okkur erfið þannig að þá erum við bara að vinna með það með öllum tiltækum ráðum. En þetta hefur verið okkur erfitt og það er alveg klárt að við endumst ekki lengi, ég get alveg sagt það upphátt. Það er alveg ljóst að fólk getur ekki unnið sextán tíma dag eftir dag eftir dag en hvenær er svolítið erfitt að segja,“ segir Linda. Spurð hvernig viðmóti starfsfólk deildarinnar hefur mætt segir Linda að fólk sýni þessum skilning. „En eðlilega er fólk áhyggjufullt og kvíðið og okkur finnst erfitt að finna fyrir því.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Fundi lokið í kjaradeilu ljósmæðra Enn er ósamið í deilunni en aðeins þokaðist í viðræðum í dag. 5. júlí 2018 17:21 Íbúar í Vík sýndu ljósmæðrum stuðning í kjarabaráttunni Ólöf Lilja Steinþórsdóttir, 25 ára gömul móðir í bænum, sem stóð fyrir viðburðinum og boðaði til hans með stuttum fyrirvara. 6. júlí 2018 19:54 Örvæntingarfullir foreldrar komast ekki að hjá Björkinni Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. 6. júlí 2018 16:30 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Fundi lokið í kjaradeilu ljósmæðra Enn er ósamið í deilunni en aðeins þokaðist í viðræðum í dag. 5. júlí 2018 17:21
Íbúar í Vík sýndu ljósmæðrum stuðning í kjarabaráttunni Ólöf Lilja Steinþórsdóttir, 25 ára gömul móðir í bænum, sem stóð fyrir viðburðinum og boðaði til hans með stuttum fyrirvara. 6. júlí 2018 19:54
Örvæntingarfullir foreldrar komast ekki að hjá Björkinni Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. 6. júlí 2018 16:30