Formennirnir ræddu breytingar á fimm ákvæðum stjórnarskrárinnar Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Hall skrifa 30. júní 2018 13:51 Formennirnir ræddu breytingarnar á Þingvöllum. Fréttablaðið/ERNIR Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi ræddu í gær breytingar á stjórnarskránni er snúa að ákvæðum um náttúruvernd, þjóðaratkvæðagreðislur og þjóðareign á auðlindum. Fulltrúi Pírata á fundinum segir samræðurnar hafa gengið vel en að formennirnir væru þó mjög ósammála um tillögurnar. Formennirnir hafa fundað reglulega um málið frá áramótum en ákveðið hafði verið að fundurinn í gær yrði fyrsti langi vinnufundurinn. Hann fór fram í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum og voru tillögurnar sem koma fram í frumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, lagði fram árið 2016 til umræðu. Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata á fundinum segir að grunnurinn að samtalinu hafi verið lagður í gær. „Þetta voru í raun og veru bara skoðanaskipti um þessi tilteknu fimm ákvæði. Það voru þau þrjú ákvæði sem voru lögð fram af Sigurði Inga á 145. þingi.“ „Í heildina voru þetta auðlindaákvæði, náttúruverndarákvæði, þjóðaratkvæðagreiðsluákvæði, breytingaákvæði, það er að segja hvernig skuli breyta stjórnarskrá, og framsal ríkisvalds.“ Helgi segir að hópnum hafi ekki gefist tími til þess að kafa djúpt ofan í málefnin en að haldið verði áfram með samtalið á næsta fundi. Ekki hefur verið ákveðið hvenær hann verður en Helgi vonast til þess að það verði sem fyrst og stendur þá til að ræða hvernig gagnsæi við vinnuna gagnvart almenningi verður háttað. „Mér fannst fundurinn sjálfur ganga mjög vel, þetta var gott upp á það að gera að fólk hlustaði á hvort annað, það var saman við þetta borð í fleiri klukkutíma að hlusta á hvort annað. Fundurinn sjálfur gekk mjög vel, svo er fólk auðvitað mjög ósammála um ýmsa hluti en færði þá rök fyrir sínu máli og annað fólk hlustaði á þau rök.“, segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Stjórnarskrá Tengdar fréttir Formenn flokkanna á maraþonfundi um stjórnarskrána Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi koma saman til maraþonsfundar um mögulegar breytingar á stjórnarskránni á Þingvöllum eftir hádegi. 29. júní 2018 14:00 Málið sem stjórnmálin skulda þjóðinni rætt á Þingvöllum Formenn allra flokka funduðu um breytingar á stjórnarskránni í gær. Forsætisráðherra segir þjóðina eiga það inni hjá stjórnmálamönnum að þeir reyni sitt besta til að ná samstöðu. 30. júní 2018 09:30 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi ræddu í gær breytingar á stjórnarskránni er snúa að ákvæðum um náttúruvernd, þjóðaratkvæðagreðislur og þjóðareign á auðlindum. Fulltrúi Pírata á fundinum segir samræðurnar hafa gengið vel en að formennirnir væru þó mjög ósammála um tillögurnar. Formennirnir hafa fundað reglulega um málið frá áramótum en ákveðið hafði verið að fundurinn í gær yrði fyrsti langi vinnufundurinn. Hann fór fram í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum og voru tillögurnar sem koma fram í frumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, lagði fram árið 2016 til umræðu. Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata á fundinum segir að grunnurinn að samtalinu hafi verið lagður í gær. „Þetta voru í raun og veru bara skoðanaskipti um þessi tilteknu fimm ákvæði. Það voru þau þrjú ákvæði sem voru lögð fram af Sigurði Inga á 145. þingi.“ „Í heildina voru þetta auðlindaákvæði, náttúruverndarákvæði, þjóðaratkvæðagreiðsluákvæði, breytingaákvæði, það er að segja hvernig skuli breyta stjórnarskrá, og framsal ríkisvalds.“ Helgi segir að hópnum hafi ekki gefist tími til þess að kafa djúpt ofan í málefnin en að haldið verði áfram með samtalið á næsta fundi. Ekki hefur verið ákveðið hvenær hann verður en Helgi vonast til þess að það verði sem fyrst og stendur þá til að ræða hvernig gagnsæi við vinnuna gagnvart almenningi verður háttað. „Mér fannst fundurinn sjálfur ganga mjög vel, þetta var gott upp á það að gera að fólk hlustaði á hvort annað, það var saman við þetta borð í fleiri klukkutíma að hlusta á hvort annað. Fundurinn sjálfur gekk mjög vel, svo er fólk auðvitað mjög ósammála um ýmsa hluti en færði þá rök fyrir sínu máli og annað fólk hlustaði á þau rök.“, segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Stjórnarskrá Tengdar fréttir Formenn flokkanna á maraþonfundi um stjórnarskrána Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi koma saman til maraþonsfundar um mögulegar breytingar á stjórnarskránni á Þingvöllum eftir hádegi. 29. júní 2018 14:00 Málið sem stjórnmálin skulda þjóðinni rætt á Þingvöllum Formenn allra flokka funduðu um breytingar á stjórnarskránni í gær. Forsætisráðherra segir þjóðina eiga það inni hjá stjórnmálamönnum að þeir reyni sitt besta til að ná samstöðu. 30. júní 2018 09:30 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Formenn flokkanna á maraþonfundi um stjórnarskrána Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi koma saman til maraþonsfundar um mögulegar breytingar á stjórnarskránni á Þingvöllum eftir hádegi. 29. júní 2018 14:00
Málið sem stjórnmálin skulda þjóðinni rætt á Þingvöllum Formenn allra flokka funduðu um breytingar á stjórnarskránni í gær. Forsætisráðherra segir þjóðina eiga það inni hjá stjórnmálamönnum að þeir reyni sitt besta til að ná samstöðu. 30. júní 2018 09:30