Svaf í tvo tíma á ferð sinni í kringum landið Bergþór Másson skrifar 30. júní 2018 21:45 Elín V. Magnúsdóttir með hjól í hönd. Facebook/Elín - WOW Cyclothon 2018 Elín V. Magnúsdóttir svaf lítið á meðan hún hjólaði í kringum landið. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag er hún fyrsta konan í sögunni til þess að klára einstaklingskeppni WOW Cyclothon. WOW Cyclothon er árleg hjólreiðakeppni þar sem keppendur hjóla hringinn í kringum Ísland, 1.358 kílómetra, á undir fjórum sólarhringum. WOW Cyclothon safnar pening fyrir ný góðgerðarsamtök á hverju ári, en í ár söfnuðust 13,7 milljónir króna fyrir Landsbjörg. WOW Cyclothon er fyrsta hjólareiðakeppnin sem Elín tekur þátt í. Hún er þó enginn nýgræðingur þegar það kemur að útivist og hreyfingu, en hún hefur meðal annars gengið á Kilimanjaro (hæsta fjall Afríku, 5.895 m) og komið tvisvar í grunnbúðir Everest.Lyfjafræðingur í krefjandi aðstæðum Elín starfar sem lyfjafræðingur á rannsóknarstofu Háskola Íslands en hefur einnig unnið fyrir björgunarsveit. Í samtali við Vísi segir hún Cyclothon-ið vera það mest krefjandi og stærsta sem hún hafi gert hingað til. Einnig segir Elín að reynsla hennar frá erfiðum fjallgöngum geri það að verkum að hún treystir sér í krefjandi aðstæður. Hér má sjá myndband frá því þegar Elín lauk keppni.Tveggja tíma svefn í fjögurra daga túr Að hjóla 1.358 kílómetra á undir fjórum sólarhringum krefst gríðarlegs úthalds og viljastyrks. Skiljanlega gefst keppendum ekki mikill tími til svefns, en Elín segir að á þessum þremur og hálfum dögum hafi hún einungis sofið í um það bil tvær klukkustundir „Maður hafði mjög lítinn tíma til að sofa, það var einn svona rúmlega klukkutíma blundur og svo nokkrir stuttir, 10, 15, 20 mínútur svona af og til þegar maður var orðinn verulega syfjaður og farin að dotta á hjólinu.“Fréttin hefur verið uppfærð. Wow Cyclothon Tengdar fréttir Elín fyrst kvenna til að ljúka einstaklingskeppni WOW Cyclothon Elín V. Magnúsdóttir hjólaði í mark í nótt innan tímamarka keppninnar. 30. júní 2018 08:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Elín V. Magnúsdóttir svaf lítið á meðan hún hjólaði í kringum landið. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag er hún fyrsta konan í sögunni til þess að klára einstaklingskeppni WOW Cyclothon. WOW Cyclothon er árleg hjólreiðakeppni þar sem keppendur hjóla hringinn í kringum Ísland, 1.358 kílómetra, á undir fjórum sólarhringum. WOW Cyclothon safnar pening fyrir ný góðgerðarsamtök á hverju ári, en í ár söfnuðust 13,7 milljónir króna fyrir Landsbjörg. WOW Cyclothon er fyrsta hjólareiðakeppnin sem Elín tekur þátt í. Hún er þó enginn nýgræðingur þegar það kemur að útivist og hreyfingu, en hún hefur meðal annars gengið á Kilimanjaro (hæsta fjall Afríku, 5.895 m) og komið tvisvar í grunnbúðir Everest.Lyfjafræðingur í krefjandi aðstæðum Elín starfar sem lyfjafræðingur á rannsóknarstofu Háskola Íslands en hefur einnig unnið fyrir björgunarsveit. Í samtali við Vísi segir hún Cyclothon-ið vera það mest krefjandi og stærsta sem hún hafi gert hingað til. Einnig segir Elín að reynsla hennar frá erfiðum fjallgöngum geri það að verkum að hún treystir sér í krefjandi aðstæður. Hér má sjá myndband frá því þegar Elín lauk keppni.Tveggja tíma svefn í fjögurra daga túr Að hjóla 1.358 kílómetra á undir fjórum sólarhringum krefst gríðarlegs úthalds og viljastyrks. Skiljanlega gefst keppendum ekki mikill tími til svefns, en Elín segir að á þessum þremur og hálfum dögum hafi hún einungis sofið í um það bil tvær klukkustundir „Maður hafði mjög lítinn tíma til að sofa, það var einn svona rúmlega klukkutíma blundur og svo nokkrir stuttir, 10, 15, 20 mínútur svona af og til þegar maður var orðinn verulega syfjaður og farin að dotta á hjólinu.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Wow Cyclothon Tengdar fréttir Elín fyrst kvenna til að ljúka einstaklingskeppni WOW Cyclothon Elín V. Magnúsdóttir hjólaði í mark í nótt innan tímamarka keppninnar. 30. júní 2018 08:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Elín fyrst kvenna til að ljúka einstaklingskeppni WOW Cyclothon Elín V. Magnúsdóttir hjólaði í mark í nótt innan tímamarka keppninnar. 30. júní 2018 08:00