Dómar Landsréttar munu teljast bindandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. júní 2018 22:45 Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir að allir dómar Landsréttar muni teljast bindandi þrátt fyrir að Mannréttindadómstóll Evrópu komist að þeirri niðurstöðu að dómaraskipan hafi verið andstæð lögum. Dómana þurfi að bera undir endurupptökunefnd til að þeim verði hnekkt. Líkt og fram hefur komið hefur Mannréttindadómstóll Evrópu tekið kæru Landsréttarmálsins til meðferðar og krafist skýringa frá íslenska ríkinu. Málið er fordæmalaust hjá dómstólnum og virðist í forfangi það sem einungis er um mánuður síðan kæran barst. Í málinu sem var kært var er réttmæti skipunar dómara Landsréttar dregin í efa, en þar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að dómari taldist ekki vanhæfur, þrátt fyrir að dómurinn hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að skipan dómaranna væri ekki í samræmi við lög. Önnur spurning Mannréttindadómstólsins til íslenskra stjórnvalda snýr einmitt að þessu atriði en í hinni er spurt hvernig atkvæðagreiðslan á Alþingi samrýmist lögum. Kristín Benediktsdóttir, lektor í lögfræði við Háskóla Íslands. Fari svo að Mannréttindadómstóllinn telji skipan dómara við réttinn ólögmæta segir Kristín Benediktsdóttir, lektor í lögfræði, að niðurstaðan hafi engin sjálfkrafa áhrif. „Vegna þess að hann er ekki „automatískt“ bindandi fyrir okkur. Hann er bindandi að þjóðarrétti en hann hann hefur ekki þær afleiðingar að kerfi hrynji sjálfkrafa hérna á Íslandi.“ Niðurstaða Mannréttindadómstólsins kynni ekki að hafa áhrif á dómana sem þegar hafa fallið í Landsrétti. „Þeir eru bindandi eins og allir aðrir dómar,“ segir Kristín og segir að menn þurfi að fara fram á endurupptöku ef menn eru ósáttir við niðurstöðu dómstóla hér á Íslandi. Um skilyrði til endurupptöku mála er fjallað í lögum um meðferð einka- og sakamála og meta þarf hvert mál fyrir sig telji fólk ástæðu til að véfengja gildi dómanna. Þá myndi dómurinn ekki hafa bein áhrif á skipan dómara við Landsrétt. Kristín bendir á að dómarar á Íslandi séu æviráðnir og ekki vikið nema með lögum. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Mannréttindadómstóllinn tekur kæru vegna Landsréttarmálsins til meðferðar Ástæða þessa er sögð alvarleg réttaróvissa sem skapist hér á landi vegna málsins. 28. júní 2018 21:30 Fagnar því að MDE vilji afgreiða Landsréttarmálið skjótt Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir íslensk stjórnvöld vinna að því að svara fyrirspurnum mannréttindadómstóls Evrópu. 29. júní 2018 14:00 Dómur Arnfríðar í Landsrétti stendur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot 24. maí 2018 15:14 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir að allir dómar Landsréttar muni teljast bindandi þrátt fyrir að Mannréttindadómstóll Evrópu komist að þeirri niðurstöðu að dómaraskipan hafi verið andstæð lögum. Dómana þurfi að bera undir endurupptökunefnd til að þeim verði hnekkt. Líkt og fram hefur komið hefur Mannréttindadómstóll Evrópu tekið kæru Landsréttarmálsins til meðferðar og krafist skýringa frá íslenska ríkinu. Málið er fordæmalaust hjá dómstólnum og virðist í forfangi það sem einungis er um mánuður síðan kæran barst. Í málinu sem var kært var er réttmæti skipunar dómara Landsréttar dregin í efa, en þar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að dómari taldist ekki vanhæfur, þrátt fyrir að dómurinn hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að skipan dómaranna væri ekki í samræmi við lög. Önnur spurning Mannréttindadómstólsins til íslenskra stjórnvalda snýr einmitt að þessu atriði en í hinni er spurt hvernig atkvæðagreiðslan á Alþingi samrýmist lögum. Kristín Benediktsdóttir, lektor í lögfræði við Háskóla Íslands. Fari svo að Mannréttindadómstóllinn telji skipan dómara við réttinn ólögmæta segir Kristín Benediktsdóttir, lektor í lögfræði, að niðurstaðan hafi engin sjálfkrafa áhrif. „Vegna þess að hann er ekki „automatískt“ bindandi fyrir okkur. Hann er bindandi að þjóðarrétti en hann hann hefur ekki þær afleiðingar að kerfi hrynji sjálfkrafa hérna á Íslandi.“ Niðurstaða Mannréttindadómstólsins kynni ekki að hafa áhrif á dómana sem þegar hafa fallið í Landsrétti. „Þeir eru bindandi eins og allir aðrir dómar,“ segir Kristín og segir að menn þurfi að fara fram á endurupptöku ef menn eru ósáttir við niðurstöðu dómstóla hér á Íslandi. Um skilyrði til endurupptöku mála er fjallað í lögum um meðferð einka- og sakamála og meta þarf hvert mál fyrir sig telji fólk ástæðu til að véfengja gildi dómanna. Þá myndi dómurinn ekki hafa bein áhrif á skipan dómara við Landsrétt. Kristín bendir á að dómarar á Íslandi séu æviráðnir og ekki vikið nema með lögum.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Mannréttindadómstóllinn tekur kæru vegna Landsréttarmálsins til meðferðar Ástæða þessa er sögð alvarleg réttaróvissa sem skapist hér á landi vegna málsins. 28. júní 2018 21:30 Fagnar því að MDE vilji afgreiða Landsréttarmálið skjótt Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir íslensk stjórnvöld vinna að því að svara fyrirspurnum mannréttindadómstóls Evrópu. 29. júní 2018 14:00 Dómur Arnfríðar í Landsrétti stendur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot 24. maí 2018 15:14 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Mannréttindadómstóllinn tekur kæru vegna Landsréttarmálsins til meðferðar Ástæða þessa er sögð alvarleg réttaróvissa sem skapist hér á landi vegna málsins. 28. júní 2018 21:30
Fagnar því að MDE vilji afgreiða Landsréttarmálið skjótt Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir íslensk stjórnvöld vinna að því að svara fyrirspurnum mannréttindadómstóls Evrópu. 29. júní 2018 14:00
Dómur Arnfríðar í Landsrétti stendur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot 24. maí 2018 15:14
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent