Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Heimir Már Pétursson skrifar 20. júní 2018 19:27 Gylfi Arnbjörnsson tilkynnti á miðstjórnarfundi í dag að hann bjóði sig ekki fram til endurkjörs í embætti forseta Alþýðusambandsins á þingi þess í október en hann hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. Gylfi hefur verið forseti Alþýðusambandsins frá hrunárinu 2008 eða í tíu ár. hann viðurkennir að persónuleg gagnrýni á hann hafi bitið á hann. Gylfi segir að tíminn frá hruni hafi um margt verið strembinn fyrir verkalýshreyfinguna. „Við erum núna á toppi kaupmáttarþróunar og höfum að mörgu leyti náð miklum árangri á undanförnum árum. En það er engin launung á því að það hafa verið miklar deilur í hreyfingunni. Deilur um aðferðafræði en einhvern veginn hefur þetta æxslast þannig að það gengur illa að taka málefnalega umræðu því mín persóna virðist þvælast mikið fyrir í þessu,” segir Gylfi. Nú sé hægt að endurnýja forystuna án þess að það sé gert sem mótframboð gegn honum. „Þess vegna var það mín niðurstaða til að freista þess að umræðan geti verið málefnaleg; þá vil ég frekar stíga til hliðar,” segir Gylfi. Formaður VR hefur um árabil farið fremstur í flokki í gagnrýni sinni á forseta Alþýðusambandsins en hann hefur í tvígang látið í minni pokann fyrir Gylfa í kjöri til forseta ASÍ. Þá hefur nýkjörinn formaður Eflingar gagnrýnt Gylfa ásamt formönnum Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar á Húsavík, þótt Gylfi hafi einnig notið mikils stuðnings innan hreyfingarinnar. „En auðvitað bítur þetta. Það er engin launung á því og ég vil ekki standa í deilum við félaga mína.”Gengur þú sáttur eða sár frá borði eftir tíu ár á forsetastóli? „Ég er bæði mjög þakklátur og auðmjúkur yfir því að hafa fengið að sinna þessu verkefni. Ég fer frá þessu mjög sáttur. Mér finnst þetta hafa verið skemmtilegt. Ég hef unnið mikið með stórum hópi fólks sem leggur allt sitt í að heija þessa baráttur,” segir Gylfi. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins, segir ákvörðun Gylfa ekki koma á óvart en það sé eftirsjá af honum. „Já Gylfi hefur verið farsæll í starfi. Hann hefur verið umdeildur og ekki verið allra þannig að það hefur heyrst mikið,” segir Björn. Það hafi mikið verið einblínt á Gylfa en ASÍ sé sterk hreyfing þar sem mikill fjöldi fólks komi að og honum finnst gagnrýnina hafa beinst of mikið að Gylfa. Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsgreinafélags á Austfjörðum, hefur þegar ákveðið að gefa kost á sér í forsetaembættið í haust. „Það eru bara þannig tímar í Alþýðusambandinu að við verðum að reyna að sætta sjónarmið. Ég held að ég geti lagt mitt fram um það. Ég myndi kannski horfa á mig sem bráðabirgðaforseta á meðan við leitum að nýjum leiðtoga til framtíðar. En það þarf að sætta sjónarmið. Hreyfingin þarf að standa saman í komandi átökum,” segir Sverrir. Kjaramál Tengdar fréttir Sverrir Mar vill taka við af Gylfa Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. 20. júní 2018 18:03 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson tilkynnti á miðstjórnarfundi í dag að hann bjóði sig ekki fram til endurkjörs í embætti forseta Alþýðusambandsins á þingi þess í október en hann hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. Gylfi hefur verið forseti Alþýðusambandsins frá hrunárinu 2008 eða í tíu ár. hann viðurkennir að persónuleg gagnrýni á hann hafi bitið á hann. Gylfi segir að tíminn frá hruni hafi um margt verið strembinn fyrir verkalýshreyfinguna. „Við erum núna á toppi kaupmáttarþróunar og höfum að mörgu leyti náð miklum árangri á undanförnum árum. En það er engin launung á því að það hafa verið miklar deilur í hreyfingunni. Deilur um aðferðafræði en einhvern veginn hefur þetta æxslast þannig að það gengur illa að taka málefnalega umræðu því mín persóna virðist þvælast mikið fyrir í þessu,” segir Gylfi. Nú sé hægt að endurnýja forystuna án þess að það sé gert sem mótframboð gegn honum. „Þess vegna var það mín niðurstaða til að freista þess að umræðan geti verið málefnaleg; þá vil ég frekar stíga til hliðar,” segir Gylfi. Formaður VR hefur um árabil farið fremstur í flokki í gagnrýni sinni á forseta Alþýðusambandsins en hann hefur í tvígang látið í minni pokann fyrir Gylfa í kjöri til forseta ASÍ. Þá hefur nýkjörinn formaður Eflingar gagnrýnt Gylfa ásamt formönnum Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar á Húsavík, þótt Gylfi hafi einnig notið mikils stuðnings innan hreyfingarinnar. „En auðvitað bítur þetta. Það er engin launung á því og ég vil ekki standa í deilum við félaga mína.”Gengur þú sáttur eða sár frá borði eftir tíu ár á forsetastóli? „Ég er bæði mjög þakklátur og auðmjúkur yfir því að hafa fengið að sinna þessu verkefni. Ég fer frá þessu mjög sáttur. Mér finnst þetta hafa verið skemmtilegt. Ég hef unnið mikið með stórum hópi fólks sem leggur allt sitt í að heija þessa baráttur,” segir Gylfi. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins, segir ákvörðun Gylfa ekki koma á óvart en það sé eftirsjá af honum. „Já Gylfi hefur verið farsæll í starfi. Hann hefur verið umdeildur og ekki verið allra þannig að það hefur heyrst mikið,” segir Björn. Það hafi mikið verið einblínt á Gylfa en ASÍ sé sterk hreyfing þar sem mikill fjöldi fólks komi að og honum finnst gagnrýnina hafa beinst of mikið að Gylfa. Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsgreinafélags á Austfjörðum, hefur þegar ákveðið að gefa kost á sér í forsetaembættið í haust. „Það eru bara þannig tímar í Alþýðusambandinu að við verðum að reyna að sætta sjónarmið. Ég held að ég geti lagt mitt fram um það. Ég myndi kannski horfa á mig sem bráðabirgðaforseta á meðan við leitum að nýjum leiðtoga til framtíðar. En það þarf að sætta sjónarmið. Hreyfingin þarf að standa saman í komandi átökum,” segir Sverrir.
Kjaramál Tengdar fréttir Sverrir Mar vill taka við af Gylfa Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. 20. júní 2018 18:03 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Sjá meira
Sverrir Mar vill taka við af Gylfa Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. 20. júní 2018 18:03