Kostnaður sjúklinga við heilbrigðisþjónustu hefur lækkað mikið Heimir Már Pétursson skrifar 20. júní 2018 20:30 Hámarks greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur minnkað um rúmlega 300 þúsund krónur á ári frá því nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp í maí í fyrra. Heilbrigðisráðherra segir stefnt að því að lækka þennan kostnað enn frekar. Heildarkostnaður sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu gat áður farið upp í allt að 400 þúsund krónur á ári en nú á hann aldrei að verða hærri en 71 þúsund krónur á ári og um 47 þúsund hjá elli- og örorkulífeyrisþegum. Nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúklinga var tekið í notkun í maí í fyrra með það að markmiði að fjölga fyrstu komum fólks á heilsugæsluna og lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Þetta virðist hafa tekist samkvæmt nýrri skýrslu Sjúkratrygginga Íslands sem kynnt var í dag. Á sama tíma var tekið upp tilvísunarkerfi fyrir börn vegna sérfræðiþjónustu sem tryggir að þjónustan verði endurgjaldslaus. Um fimmtíu prósent barna sem koma til sérfræðinga nú hafa tilvísun og þá hefur komum á heilsugæsluna fjölgað um 19 prósent. Heildarútgjöld einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu hafa lækkað um tæpar 804 milljónir króna frá maí í fyrra til apríl í ár miðað við árið 2016 og munar þar mest um kostnað vegna þjálfunar ýmis konar eins og talþjálfun og sjúkraþjálfun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir enn meiri lækkun greiðsluþátttökunnar boðaða í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára þannig að hún verði svipuð og á hinum Norðurlöndunum. „Það útheimtir all marga milljarða á þessum tíma en þeim milljörðum er vel varið. Ég geri auðvitað ráð fyrir því að þar með séum við að nálgast þann part norræna velferðarkerfisins sem greiðsluþátttaka sjúklinga endurspeglar,” segir heilbrigðisráðherra.Grafík/guðmundurKostnaður ríkissjóðs vegna minni greiðsluþátttöku sjúklinga var áætlaður um 1,5 milljlarðar en varð 2,2 milljarðar. Þess vegna segir Svandís að skoða verði framkvæmdina betur meðal annars með nýjum samningum við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna sem síðasti heilbrigðisráðherra hafi sagt upp. Mikilvægast sé að ná markmiðum um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustunni. „Það er að segja að þeir sem eru veikastir borgi minna en þeir gerðu áður. Því markmiði hefur verið náð. Við erum að draga verulega úr greiðslum fyrir börn og það fer niður í núll í stórum og mikilvægum þáttum. Þannig að þessi markmið eru auðvitað þau mikilvægustu og þjónar í raun og veru þeirri meginsýn að við séum að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustunni óháð efnahag,” segir Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Hámarks greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur minnkað um rúmlega 300 þúsund krónur á ári frá því nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp í maí í fyrra. Heilbrigðisráðherra segir stefnt að því að lækka þennan kostnað enn frekar. Heildarkostnaður sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu gat áður farið upp í allt að 400 þúsund krónur á ári en nú á hann aldrei að verða hærri en 71 þúsund krónur á ári og um 47 þúsund hjá elli- og örorkulífeyrisþegum. Nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúklinga var tekið í notkun í maí í fyrra með það að markmiði að fjölga fyrstu komum fólks á heilsugæsluna og lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Þetta virðist hafa tekist samkvæmt nýrri skýrslu Sjúkratrygginga Íslands sem kynnt var í dag. Á sama tíma var tekið upp tilvísunarkerfi fyrir börn vegna sérfræðiþjónustu sem tryggir að þjónustan verði endurgjaldslaus. Um fimmtíu prósent barna sem koma til sérfræðinga nú hafa tilvísun og þá hefur komum á heilsugæsluna fjölgað um 19 prósent. Heildarútgjöld einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu hafa lækkað um tæpar 804 milljónir króna frá maí í fyrra til apríl í ár miðað við árið 2016 og munar þar mest um kostnað vegna þjálfunar ýmis konar eins og talþjálfun og sjúkraþjálfun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir enn meiri lækkun greiðsluþátttökunnar boðaða í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára þannig að hún verði svipuð og á hinum Norðurlöndunum. „Það útheimtir all marga milljarða á þessum tíma en þeim milljörðum er vel varið. Ég geri auðvitað ráð fyrir því að þar með séum við að nálgast þann part norræna velferðarkerfisins sem greiðsluþátttaka sjúklinga endurspeglar,” segir heilbrigðisráðherra.Grafík/guðmundurKostnaður ríkissjóðs vegna minni greiðsluþátttöku sjúklinga var áætlaður um 1,5 milljlarðar en varð 2,2 milljarðar. Þess vegna segir Svandís að skoða verði framkvæmdina betur meðal annars með nýjum samningum við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna sem síðasti heilbrigðisráðherra hafi sagt upp. Mikilvægast sé að ná markmiðum um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustunni. „Það er að segja að þeir sem eru veikastir borgi minna en þeir gerðu áður. Því markmiði hefur verið náð. Við erum að draga verulega úr greiðslum fyrir börn og það fer niður í núll í stórum og mikilvægum þáttum. Þannig að þessi markmið eru auðvitað þau mikilvægustu og þjónar í raun og veru þeirri meginsýn að við séum að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustunni óháð efnahag,” segir Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira