Jón Steinar sýknaður í meiðyrðamáli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2018 11:06 Jón Steinar í Héraðsdómi Reykjaness við aðalmeðferð málsins fyrr í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag sýknaður í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason, hæstaréttardómari, höfðaði gegn honum. Benedikt stefndi Jóni Steinari fyrir ummæli í bók þess síðarnefnda sem kom út í fyrra. Hann byggði málið á því að fullyrðingar Jóns Steinars í bókinni um að dómarar við Hæstarétt, þar á meðal hann sjálfur, hafi framið dómsmorð á Baldri Guðlaugssyni, vini Jóns Steinars til fjölda ára, hafi verið ærumeiðandi. Stefnan var tekin fyrir í byrjun mánaðarins. Lögmaður Benedikts, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sagði fullyrðingar Jóns Steinars hafa beinst persónulega að Benedikt og að í þeim hafi falist staðhæfing um saknæmt athæfi. Hann krafðist ómerkingar á fimm ummælum um dómsmorð og tveggja milljóna króna í bætur. Lögmaður Jóns Steinars, Gestur Jónsson, lagði áherslu á að ekki mætti þagga niður í honum sem hæfasta gagnrýnanda íslensks dómskerfis. Sem slíkur nyti hann rýmra tjáningarfrelsis en flestir aðrir til að tjá sig um störf Hæstaréttar. Forsaga málsins er sú að Hæstiréttur staðfesti sakfellingu Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Baldri, sem hafði verið ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins þegar efnahagshrunið dundi á, vegna innherjasvika árið 2011. Jón Steinar var þá hæstaréttardómari sjálfur en lét af störfum ári síðar. Jón Steinar fjallaði um mál Baldurs í bók sinni „Með lognið í fangið“ sem kom út í fyrra og fullyrti að hæstaréttardómararnir hefðu fellt dóm sem þeir vissu eða hlytu að hafa vitað að stæðist ekki hlutlausa dómaframkvæmd. Sagði hann dóminn yfir Baldri falla vel að skilgreiningunni á dómsmorði.Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Tengdar fréttir Núverandi og fyrrverandi hæstaréttardómari tókust á fyrir dómi Meiðyrðamál Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 6. júní 2018 15:00 Dómari víkur í meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari Sandra Baldvinsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjaness, mun víkja sæti sem dómari í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason hæstaréttardómari höfðaði gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni. 13. febrúar 2018 15:52 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag sýknaður í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason, hæstaréttardómari, höfðaði gegn honum. Benedikt stefndi Jóni Steinari fyrir ummæli í bók þess síðarnefnda sem kom út í fyrra. Hann byggði málið á því að fullyrðingar Jóns Steinars í bókinni um að dómarar við Hæstarétt, þar á meðal hann sjálfur, hafi framið dómsmorð á Baldri Guðlaugssyni, vini Jóns Steinars til fjölda ára, hafi verið ærumeiðandi. Stefnan var tekin fyrir í byrjun mánaðarins. Lögmaður Benedikts, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sagði fullyrðingar Jóns Steinars hafa beinst persónulega að Benedikt og að í þeim hafi falist staðhæfing um saknæmt athæfi. Hann krafðist ómerkingar á fimm ummælum um dómsmorð og tveggja milljóna króna í bætur. Lögmaður Jóns Steinars, Gestur Jónsson, lagði áherslu á að ekki mætti þagga niður í honum sem hæfasta gagnrýnanda íslensks dómskerfis. Sem slíkur nyti hann rýmra tjáningarfrelsis en flestir aðrir til að tjá sig um störf Hæstaréttar. Forsaga málsins er sú að Hæstiréttur staðfesti sakfellingu Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Baldri, sem hafði verið ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins þegar efnahagshrunið dundi á, vegna innherjasvika árið 2011. Jón Steinar var þá hæstaréttardómari sjálfur en lét af störfum ári síðar. Jón Steinar fjallaði um mál Baldurs í bók sinni „Með lognið í fangið“ sem kom út í fyrra og fullyrti að hæstaréttardómararnir hefðu fellt dóm sem þeir vissu eða hlytu að hafa vitað að stæðist ekki hlutlausa dómaframkvæmd. Sagði hann dóminn yfir Baldri falla vel að skilgreiningunni á dómsmorði.Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Tengdar fréttir Núverandi og fyrrverandi hæstaréttardómari tókust á fyrir dómi Meiðyrðamál Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 6. júní 2018 15:00 Dómari víkur í meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari Sandra Baldvinsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjaness, mun víkja sæti sem dómari í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason hæstaréttardómari höfðaði gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni. 13. febrúar 2018 15:52 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Núverandi og fyrrverandi hæstaréttardómari tókust á fyrir dómi Meiðyrðamál Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 6. júní 2018 15:00
Dómari víkur í meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari Sandra Baldvinsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjaness, mun víkja sæti sem dómari í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason hæstaréttardómari höfðaði gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni. 13. febrúar 2018 15:52
Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30