Foreldrar hafa áhyggjur af vímuefnanotkun á Secret Solstice Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. júní 2018 19:00 Foreldrar barna á tónlistarhátíðinni Secret Solstice eru óánægðir með öryggisgæslu á svæðinu. Að sögn foreldris er um að ræða töluverða vímuefnaneyslu sem á sér stað inni á lokuðu svæði. Foreldrar barna á hátíðinni hafa tekið upp á því að hittast og ganga um á hátíðinni í sýnilegum vestum til að tryggja öryggi. Sigrún er ein af þeim en hún segir foreldra hafa hafi krafist þess að skipuleggjendur hátíðarinnar stæðu betur að henni en gert var í fyrra. „Í fyrra fór allt úr böndunum varðandi umgengni. Við rákumst á sprautunálar og kanabis á leiksvæðum hér í kring,“ segir Sigrún Theodórsdóttir, foreldri á svæðinu. Hún segir skipuleggjendur hafa lofað bót og betrun. Taka skyldi á áfengis og vímuefnaneyslu ungmenna undir tvítugu með því að tefla fram tveim armböndum. Annars vegar armbandi fyrir eldri en tvítuga gesti og hins vegar armböndum fyrir gesti yngri en tvítugt. „Það hefur komið í ljós að þetta hefur ekki verið að virka sem skyldi. Armbönd sem eru ætluð eldri en tvítugum einstaklingum eru afhent börnum yngri en tvítugum. Þau eru að auki ekki beðin um skilríki. Þau armbönd sem eru fyrir þá sem eru undir tvítugu hafa gilt á barnum inni á hátíðinni. Því hafa börnin aðgengi að áfengi inni á hátíðinni. Hér er um lögbrot að ræða,“ segir Sigrún. Þá segist hún hafi orðið vitni af töluverðri kannabisneyslu inni á svæðinu sem að hennar sögn fái fólk að stunda óáreitt. Einnig staðfesti lögregla við hana í gærkvöldi að töluverð unglingadrykkja væri á svæðinu, en lögregla hafi ekki getað gripið inn í af ráði vegna manneklu. „Mér sýnist vera hér drauma útihátíð í miðri Reykjavík sem er kjörin fyrir unglingadrykkju og eiturlyfjanotkun, segir hún.“ Þá segi Sigrún gæsluna vera ábótavant, en hún hafi komist inn á svæðið í gær án þess að vera með armband. „Við foreldrar erum búnir að fá mikil viðbrögð frá hinum ýmsu aðilum sem vinna innan Reykjavíkurborgar. Þeir segja að þetta verði skoðað eftir hátíðina. Eins voru svörin í fyrra – allt átti að skoða eftir hátíðina. Menn lofuðu bót og betrun. Við vorum vongóð um að þetta yrði betra, en þetta byrjar ekki vel,“ segir Sigrún að lokum.Frá Secret Solstice-hátíðinni í Laugardalnum í fyrra.Secret Solstice/SolovovVilja koma til móts við foreldrafélagið Björn Teitsson, fjölmiðlafulltrúi Secret Solstice, segir að miðakerfið sem hátíðin notast við bjóði ekki upp á að einstaklingar sem eru yngri en 18 ára komist inn á svæðið. „Þú kaupir miða á þessa hátíð með rafrænum hætti og þú í rauninnni skráir inn kennitölu og vísar fram persónuskilríkjum þegar þú sækir armbandið þitt og þú gætir í rauninni ekki keypt þér armband ef þú ert yngri en átján ára nema í fylgd með forráðamanni,“ segir Björn. Þá séu öll armbönd sérmerkt og þau sem gefin eru út fyrir 20 ára og eldri séu aðskilin til þess að tryggja að þeir sem séu yngri geti ekki keypt áfengi. Þrátt fyrir þetta vilja aðstandendur hátíðarinnar reyna að koma til móts við sjónarmið foreldrafélagsins og ætla að biðja hátíðargesti um að framvísa persónuskilríkjum á morgun. Aðspurður segist Björn ekki hafa orðið var við eiturlyfjanotkun á hátíðinni. „Það er engin eiturlyfjanotkun sem ég hef orðið var við og alls ekki möguleiki að hún eigi sér stað inni á svæðinu. Við leggjum mikla áherslu á að gæslan okkar sé framúrskarandi á þessu sviði og fíkniefnanotkun er ekki liðin að neinu leyti.“ Hann segir að unga kynslóðin sé til fyrirmyndar og öðrum til eftirbreytni. „Ég sé fólk sem er að skemmta sér vel og fallega.“Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við Björn Teitsson. Secret Solstice Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Foreldrar barna á tónlistarhátíðinni Secret Solstice eru óánægðir með öryggisgæslu á svæðinu. Að sögn foreldris er um að ræða töluverða vímuefnaneyslu sem á sér stað inni á lokuðu svæði. Foreldrar barna á hátíðinni hafa tekið upp á því að hittast og ganga um á hátíðinni í sýnilegum vestum til að tryggja öryggi. Sigrún er ein af þeim en hún segir foreldra hafa hafi krafist þess að skipuleggjendur hátíðarinnar stæðu betur að henni en gert var í fyrra. „Í fyrra fór allt úr böndunum varðandi umgengni. Við rákumst á sprautunálar og kanabis á leiksvæðum hér í kring,“ segir Sigrún Theodórsdóttir, foreldri á svæðinu. Hún segir skipuleggjendur hafa lofað bót og betrun. Taka skyldi á áfengis og vímuefnaneyslu ungmenna undir tvítugu með því að tefla fram tveim armböndum. Annars vegar armbandi fyrir eldri en tvítuga gesti og hins vegar armböndum fyrir gesti yngri en tvítugt. „Það hefur komið í ljós að þetta hefur ekki verið að virka sem skyldi. Armbönd sem eru ætluð eldri en tvítugum einstaklingum eru afhent börnum yngri en tvítugum. Þau eru að auki ekki beðin um skilríki. Þau armbönd sem eru fyrir þá sem eru undir tvítugu hafa gilt á barnum inni á hátíðinni. Því hafa börnin aðgengi að áfengi inni á hátíðinni. Hér er um lögbrot að ræða,“ segir Sigrún. Þá segist hún hafi orðið vitni af töluverðri kannabisneyslu inni á svæðinu sem að hennar sögn fái fólk að stunda óáreitt. Einnig staðfesti lögregla við hana í gærkvöldi að töluverð unglingadrykkja væri á svæðinu, en lögregla hafi ekki getað gripið inn í af ráði vegna manneklu. „Mér sýnist vera hér drauma útihátíð í miðri Reykjavík sem er kjörin fyrir unglingadrykkju og eiturlyfjanotkun, segir hún.“ Þá segi Sigrún gæsluna vera ábótavant, en hún hafi komist inn á svæðið í gær án þess að vera með armband. „Við foreldrar erum búnir að fá mikil viðbrögð frá hinum ýmsu aðilum sem vinna innan Reykjavíkurborgar. Þeir segja að þetta verði skoðað eftir hátíðina. Eins voru svörin í fyrra – allt átti að skoða eftir hátíðina. Menn lofuðu bót og betrun. Við vorum vongóð um að þetta yrði betra, en þetta byrjar ekki vel,“ segir Sigrún að lokum.Frá Secret Solstice-hátíðinni í Laugardalnum í fyrra.Secret Solstice/SolovovVilja koma til móts við foreldrafélagið Björn Teitsson, fjölmiðlafulltrúi Secret Solstice, segir að miðakerfið sem hátíðin notast við bjóði ekki upp á að einstaklingar sem eru yngri en 18 ára komist inn á svæðið. „Þú kaupir miða á þessa hátíð með rafrænum hætti og þú í rauninnni skráir inn kennitölu og vísar fram persónuskilríkjum þegar þú sækir armbandið þitt og þú gætir í rauninni ekki keypt þér armband ef þú ert yngri en átján ára nema í fylgd með forráðamanni,“ segir Björn. Þá séu öll armbönd sérmerkt og þau sem gefin eru út fyrir 20 ára og eldri séu aðskilin til þess að tryggja að þeir sem séu yngri geti ekki keypt áfengi. Þrátt fyrir þetta vilja aðstandendur hátíðarinnar reyna að koma til móts við sjónarmið foreldrafélagsins og ætla að biðja hátíðargesti um að framvísa persónuskilríkjum á morgun. Aðspurður segist Björn ekki hafa orðið var við eiturlyfjanotkun á hátíðinni. „Það er engin eiturlyfjanotkun sem ég hef orðið var við og alls ekki möguleiki að hún eigi sér stað inni á svæðinu. Við leggjum mikla áherslu á að gæslan okkar sé framúrskarandi á þessu sviði og fíkniefnanotkun er ekki liðin að neinu leyti.“ Hann segir að unga kynslóðin sé til fyrirmyndar og öðrum til eftirbreytni. „Ég sé fólk sem er að skemmta sér vel og fallega.“Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við Björn Teitsson.
Secret Solstice Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira