Sjö ljósmæður til viðbótar sögðu upp í síðustu viku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. júní 2018 13:19 Kjaradeila ljósmæðra dregst enn á langinn og uppsagnir vofa yfir. Vísir/Vilhelm Sjö ljósmæður sögðu upp störfum á fæðingarvakt Landspítalans í síðustu viku og nítján uppsagnir taka gildi um mánaðamótin. Ein þeirra sem sagði upp í síðustu viku segir að um öþrifaráð sé að ræða. Staðan á Landspítalanum verði erfið þegar uppsagnirnar taka gildi. Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra hefur verið boðaður á fimmtudaginn en æ fleiri ljósmæður bætast í hóp þeirra sem hafa sagt upp störfum. Hildur Sólveig Ragnarsdóttir er ein þeirra ljósmæðra á fæðingarvakt landspítalans sem sagði upp í síðustu viku en þar að auki munu þrjár láta af störfum næstu mánaðarmót. „Ég held að við séum einar sex-sjö sem hafa lagt inn uppsagnarbréf. Þetta er stór hópur, við erum kannski tíu-ellefu, en þetta er stórt hlutfall af þeim sem eru starfandi á fæðingarvaktinni þannig að þetta lítur ekki vel út,“ segir Hildur Sólveig. Náist góðir samningar muni hún íhuga að draga umsókn sína til baka. Það eigi þó ekki við um allar þær ljósmæður sem sagt hafa upp störfum. „Staðan eins og hún verður núna 1. júlí hún verður mjög erfið. Það eru þrjár að fara núna hérna af fæðingarvaktinni, einar tíu eða ellefu niðri á sængurkvennadeild. Þetta verður mjög erfið staða á báðum deildunum vegna þess að auðvitað hefur ein deild áhrif á hina,“ segir hún. Erfið staða getur einnig skapast á sónardeild Landspítalans þar sem minnst ein ljósmóðir hefur sagt upp störfum og fleiri hafa í hyggju að segja upp samkvæmt heimildum fréttastofu. Þar starfa aðeins sjö ljósmæður sem geta sinnt tólf vikna sónarskoðun en til þess þarf tveggja ára viðbótarþjálfun. Ekki fengust upplýsingar frá Landspítalanum um heildarfjölda uppsagna við vinnslu fréttarinnar. Kjaramál Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Sjö ljósmæður sögðu upp störfum á fæðingarvakt Landspítalans í síðustu viku og nítján uppsagnir taka gildi um mánaðamótin. Ein þeirra sem sagði upp í síðustu viku segir að um öþrifaráð sé að ræða. Staðan á Landspítalanum verði erfið þegar uppsagnirnar taka gildi. Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra hefur verið boðaður á fimmtudaginn en æ fleiri ljósmæður bætast í hóp þeirra sem hafa sagt upp störfum. Hildur Sólveig Ragnarsdóttir er ein þeirra ljósmæðra á fæðingarvakt landspítalans sem sagði upp í síðustu viku en þar að auki munu þrjár láta af störfum næstu mánaðarmót. „Ég held að við séum einar sex-sjö sem hafa lagt inn uppsagnarbréf. Þetta er stór hópur, við erum kannski tíu-ellefu, en þetta er stórt hlutfall af þeim sem eru starfandi á fæðingarvaktinni þannig að þetta lítur ekki vel út,“ segir Hildur Sólveig. Náist góðir samningar muni hún íhuga að draga umsókn sína til baka. Það eigi þó ekki við um allar þær ljósmæður sem sagt hafa upp störfum. „Staðan eins og hún verður núna 1. júlí hún verður mjög erfið. Það eru þrjár að fara núna hérna af fæðingarvaktinni, einar tíu eða ellefu niðri á sængurkvennadeild. Þetta verður mjög erfið staða á báðum deildunum vegna þess að auðvitað hefur ein deild áhrif á hina,“ segir hún. Erfið staða getur einnig skapast á sónardeild Landspítalans þar sem minnst ein ljósmóðir hefur sagt upp störfum og fleiri hafa í hyggju að segja upp samkvæmt heimildum fréttastofu. Þar starfa aðeins sjö ljósmæður sem geta sinnt tólf vikna sónarskoðun en til þess þarf tveggja ára viðbótarþjálfun. Ekki fengust upplýsingar frá Landspítalanum um heildarfjölda uppsagna við vinnslu fréttarinnar.
Kjaramál Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira