Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Sylvía Hall skrifar 25. júní 2018 18:13 Secret Solstice. VÍSIR/Andri Marinó Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og að hátíðin fari ekki aftur fram í Laugardal. Í ályktuninni segir að skipuleggjendum og borgaryfirvöldum hafi ekki tekist að standa við gefin loforð hvað varðar umgengni í nærumhverfi tónleikasvæðisins, þar á meðal leikskólum og á skólalóðum. Lítið hafi breyst á milli ára. „Íbúar eru því enn eitt árið tilneyddir til að halda börnum sínum í hálfgerðu stofufangelsi á meðan á hátíðinni stendur, vilji þeir ekki eiga það á hættu að börnin þeirra detti um ælupolla, áhöld til fíkniefnaneyslu, notaðar sprautunálar og hálftómar bjórdósir, á leiksvæðum sínum í hverfinu. Það er nokkuð ljóst að umfanga hátíðarinnar er algjörlega komin yfir þolmörk hverfisins."Börnum niður í fimmtán ára afhent armbönd sem leyfa áfengiskaup Foreldrafélagið segir vandamálið ekki eingöngu snúa að þeim börnum sem sækja þessa skóla. Börn niður í fimmtán ára aldur hafi fengið afhent armbönd sem gerði þeim kleift að kaupa áfengi og það hafi verið þvert á gefin loforð frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Þá segir foreldrafélagið að ástandið í nærumhverfi hátíðarinnar hafi verið með öllu óásættanlegt, en þar höfðu ungmenni hópast saman alla þá daga sem hátíðin stóð yfir. „Þar hópast saman ungmenni niður í 15 ára og líkja foreldrar sem stóðu Foreldravaktina ástandinu við það stríðsástand sem skapaðist í miðborg Reykjavíkur fyrir nokkrum árum,“ segir í ályktuninni. „Á þessum svæðum fer fram mikil vímuefnaneysla og eiturlyfjasala og er ástand umhverfisins í takt við það.“ Þá segir foreldrafélagið hátíðina ekki vera í takt við þau yfirlýstu markmið Reykjavíkurborgar að vera heilsueflandi borg og það séu mikil vonbrigði að hátíðin fari fram á íþróttasvæði Þróttar, sem eigi að vera forvarnaraðili í hverfinu á meðal ungmenna. Secret Solstice Tengdar fréttir Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39 Í takti við það sem gerist á öðrum hátíðum Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum. 24. júní 2018 10:33 Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57 Foreldrar hafa áhyggjur af vímuefnanotkun á Secret Solstice 22. júní 2018 19:00 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og að hátíðin fari ekki aftur fram í Laugardal. Í ályktuninni segir að skipuleggjendum og borgaryfirvöldum hafi ekki tekist að standa við gefin loforð hvað varðar umgengni í nærumhverfi tónleikasvæðisins, þar á meðal leikskólum og á skólalóðum. Lítið hafi breyst á milli ára. „Íbúar eru því enn eitt árið tilneyddir til að halda börnum sínum í hálfgerðu stofufangelsi á meðan á hátíðinni stendur, vilji þeir ekki eiga það á hættu að börnin þeirra detti um ælupolla, áhöld til fíkniefnaneyslu, notaðar sprautunálar og hálftómar bjórdósir, á leiksvæðum sínum í hverfinu. Það er nokkuð ljóst að umfanga hátíðarinnar er algjörlega komin yfir þolmörk hverfisins."Börnum niður í fimmtán ára afhent armbönd sem leyfa áfengiskaup Foreldrafélagið segir vandamálið ekki eingöngu snúa að þeim börnum sem sækja þessa skóla. Börn niður í fimmtán ára aldur hafi fengið afhent armbönd sem gerði þeim kleift að kaupa áfengi og það hafi verið þvert á gefin loforð frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Þá segir foreldrafélagið að ástandið í nærumhverfi hátíðarinnar hafi verið með öllu óásættanlegt, en þar höfðu ungmenni hópast saman alla þá daga sem hátíðin stóð yfir. „Þar hópast saman ungmenni niður í 15 ára og líkja foreldrar sem stóðu Foreldravaktina ástandinu við það stríðsástand sem skapaðist í miðborg Reykjavíkur fyrir nokkrum árum,“ segir í ályktuninni. „Á þessum svæðum fer fram mikil vímuefnaneysla og eiturlyfjasala og er ástand umhverfisins í takt við það.“ Þá segir foreldrafélagið hátíðina ekki vera í takt við þau yfirlýstu markmið Reykjavíkurborgar að vera heilsueflandi borg og það séu mikil vonbrigði að hátíðin fari fram á íþróttasvæði Þróttar, sem eigi að vera forvarnaraðili í hverfinu á meðal ungmenna.
Secret Solstice Tengdar fréttir Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39 Í takti við það sem gerist á öðrum hátíðum Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum. 24. júní 2018 10:33 Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57 Foreldrar hafa áhyggjur af vímuefnanotkun á Secret Solstice 22. júní 2018 19:00 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39
Í takti við það sem gerist á öðrum hátíðum Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum. 24. júní 2018 10:33
Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent