Framtíð Secret Solstice verður rædd í borgarráði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. júní 2018 22:15 Reykjavíkurborg hefur kallað eftir fjölda umsagna um tónlistarhátíðina Secret Solstice sem verða ræddar í borgarráði áður en ákvörðun verður tekin um framtíð hátíðarinnar. Foreldrasamtök segja áfengis- og fíkniefnaneyslu sem tengist hátíðinni ekki eiga heima á íþróttasvæði í miðju íbúðarhverfi. Tónlistarhátíðin Secret Solstice var haldin í Laugardalnum um helgina í fimmta sinn. Hátíðin hefur farið stækkandi með hverju ári og voru nú um fimmtán þúsund manns á svæðinu þegar mest var. Um níutíu fíkniefnamál komu upp á hátíðinni auk þess sem lögreglu bárust á annan tug kvartana frá íbúum vegna hávaða.Stjórnir foreldrafélaga Laugalæknar- og Lauganesskóla hafa farið þess á leit við borgaryfirvöld að samingum við skipuleggjendur verði tafarlaust rift vegna ónæðis. „Ég sé til dæmis ekki alveg hvernig þess konar hátíð sem mér finnst draga að óheilbrigða áfengisneyslu ungs fólks og unglinga og vímuefnaneyslu samræmist við heilsueflandi markmið Reykjavíkurborgar,“ segir Þórunn Steindórsdóttir, formaður foreldrafélaga Laugalækjarskóla. Hún segir hópa sem ekki áttu leið á hátíðina sjálfa hafa dregist að henni. Unglingar hafi safnast saman með svokölluð skottpartí í bílum sínum, selt þar áfengi og að íbúar hafi varla þorað með ung börn á leiksvæði daginn eftir hátíðarhöld vegna óhreininda. Þá liggi hluti svæðisins sem nýtt var undir hátíðina undir skemmdum. „Þetta eru grasvellir sem er spilað hér á. Æfingar hafa fallið niður hjá börnum og unglingum og munu ekki fara í gang á næstunni vegna þess að grasið er illa farið og skemmt,“ segir Þórunn. Reykjavíkurborg hefur þegar kallað eftir umsögnum frá íþróttafélögum á svæðinu, foreldra- og íbúasamtökum og öðrum hagsmunaaðilum og verða þær lagðar fyrir borgarráð áður en tekin verður ákvörðun um leyfisveitingu fyrir hátíðina að ári. „Þetta er mjög viðkvæmt og við verðum að passa hvernig við gerum þetta. Ég heyri og skil vel áhyggjur foreldra. Þau hafa staðið sig gríðarlega vel fólkið sem þarna tók þátt í þessu grasrótarstarfi að fylgjast með og þau eiga góðar þakkir skilið fyrir það en við verðum bara að skoða þetta allt saman í heild,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Secret Solstice Tengdar fréttir Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39 Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13 Í takti við það sem gerist á öðrum hátíðum Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum. 24. júní 2018 10:33 Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur kallað eftir fjölda umsagna um tónlistarhátíðina Secret Solstice sem verða ræddar í borgarráði áður en ákvörðun verður tekin um framtíð hátíðarinnar. Foreldrasamtök segja áfengis- og fíkniefnaneyslu sem tengist hátíðinni ekki eiga heima á íþróttasvæði í miðju íbúðarhverfi. Tónlistarhátíðin Secret Solstice var haldin í Laugardalnum um helgina í fimmta sinn. Hátíðin hefur farið stækkandi með hverju ári og voru nú um fimmtán þúsund manns á svæðinu þegar mest var. Um níutíu fíkniefnamál komu upp á hátíðinni auk þess sem lögreglu bárust á annan tug kvartana frá íbúum vegna hávaða.Stjórnir foreldrafélaga Laugalæknar- og Lauganesskóla hafa farið þess á leit við borgaryfirvöld að samingum við skipuleggjendur verði tafarlaust rift vegna ónæðis. „Ég sé til dæmis ekki alveg hvernig þess konar hátíð sem mér finnst draga að óheilbrigða áfengisneyslu ungs fólks og unglinga og vímuefnaneyslu samræmist við heilsueflandi markmið Reykjavíkurborgar,“ segir Þórunn Steindórsdóttir, formaður foreldrafélaga Laugalækjarskóla. Hún segir hópa sem ekki áttu leið á hátíðina sjálfa hafa dregist að henni. Unglingar hafi safnast saman með svokölluð skottpartí í bílum sínum, selt þar áfengi og að íbúar hafi varla þorað með ung börn á leiksvæði daginn eftir hátíðarhöld vegna óhreininda. Þá liggi hluti svæðisins sem nýtt var undir hátíðina undir skemmdum. „Þetta eru grasvellir sem er spilað hér á. Æfingar hafa fallið niður hjá börnum og unglingum og munu ekki fara í gang á næstunni vegna þess að grasið er illa farið og skemmt,“ segir Þórunn. Reykjavíkurborg hefur þegar kallað eftir umsögnum frá íþróttafélögum á svæðinu, foreldra- og íbúasamtökum og öðrum hagsmunaaðilum og verða þær lagðar fyrir borgarráð áður en tekin verður ákvörðun um leyfisveitingu fyrir hátíðina að ári. „Þetta er mjög viðkvæmt og við verðum að passa hvernig við gerum þetta. Ég heyri og skil vel áhyggjur foreldra. Þau hafa staðið sig gríðarlega vel fólkið sem þarna tók þátt í þessu grasrótarstarfi að fylgjast með og þau eiga góðar þakkir skilið fyrir það en við verðum bara að skoða þetta allt saman í heild,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.
Secret Solstice Tengdar fréttir Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39 Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13 Í takti við það sem gerist á öðrum hátíðum Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum. 24. júní 2018 10:33 Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39
Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13
Í takti við það sem gerist á öðrum hátíðum Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum. 24. júní 2018 10:33
Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57