Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Gissur Sigurðsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 27. júní 2018 12:44 Frá Fáskrúðsfirði þar sem mennirnir voru handteknir í gær. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. Aðdragandi handtökunnar var sá að að þegar íbúi á Fáskrúðsfirði kom að innbrotsþjófi á heimili sínu í gær, kýldi þjófurinn húsráðanda í magann og komst undan á hlaupum. Hann fór upp í bíl sem ók á brott á ofsahraða. Lögreglan veitti honum eftirför, en brátt var ákveðið að senda lögreglubíl frá Egilsstöðum til að gera bílnum fyrirsát í grennd við Breiðdalsvík. Þar hafnaði bíllinn utan vegar og reyndust þá tveir menn vera í honum og voru þeir báðir handteknir og vistaðir í fangageymslum. Að sögn Þórhalls Árnasonar varðstjóra í lögreglunni á Austurlandi eru yfirheyrslur hafnar, en rannsóknin teljist þó enn á frumstigi. Grunur leiki þó á að mennirnir hafi komið hingað til lands gagngert til að stunda þjófnað og að þýfi hafi meðal annars fundist í bíl þeirra. Túlkar aðstoða við yfirheyrslunar, sem munu vera á byrjunarstigi.Möguleg tengsl við innbrot á Norður- og Vesturlandi Pétur Björnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir í samtali við Vísi að verið sé að rannsaka hvort innbrotið á Fáskrúðsfirði tengist innbroti á Sauðárkróki sem framið var á mánudag, og þá enn fremur hvort þar hafi verið sömu menn að verki. „Við erum að vinna í samvinnu við lögregluna á Austurlandi til að komast að því hvort þetta tengist,“ segir Pétur í samtali við Vísi en ekkert sé þó hægt að fullyrða enn þá um tengsl málanna. Þá hefur fréttastofa auk þess heimildir fyrir því að brotist hafi verið inn í hús á Hellissandi um helgina og þaðan stolið skartgripum og reiðufé. Ekki náðist í lögregluna á Vesturlandi í dag til að spyrjast fyrir um möguleg tengsl innbrotsins á Hellissandi og innbrotanna á Sauðárkróki og Fáskrúðsfirði. Lögreglumál Tengdar fréttir Miklum verðmætum stolið á Sauðárkróki Lögreglan biður Skagfirðinga og nærsveitunga að hafa varan á sér. 25. júní 2018 14:04 Kýldi húsráðanda í kviðinn og flúði lögreglu á ofsahraða Eftirförin endaði með því að bíll innbrotsþjófsins endaði utan vegar. Tveir voru handteknir. 26. júní 2018 21:15 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. Aðdragandi handtökunnar var sá að að þegar íbúi á Fáskrúðsfirði kom að innbrotsþjófi á heimili sínu í gær, kýldi þjófurinn húsráðanda í magann og komst undan á hlaupum. Hann fór upp í bíl sem ók á brott á ofsahraða. Lögreglan veitti honum eftirför, en brátt var ákveðið að senda lögreglubíl frá Egilsstöðum til að gera bílnum fyrirsát í grennd við Breiðdalsvík. Þar hafnaði bíllinn utan vegar og reyndust þá tveir menn vera í honum og voru þeir báðir handteknir og vistaðir í fangageymslum. Að sögn Þórhalls Árnasonar varðstjóra í lögreglunni á Austurlandi eru yfirheyrslur hafnar, en rannsóknin teljist þó enn á frumstigi. Grunur leiki þó á að mennirnir hafi komið hingað til lands gagngert til að stunda þjófnað og að þýfi hafi meðal annars fundist í bíl þeirra. Túlkar aðstoða við yfirheyrslunar, sem munu vera á byrjunarstigi.Möguleg tengsl við innbrot á Norður- og Vesturlandi Pétur Björnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir í samtali við Vísi að verið sé að rannsaka hvort innbrotið á Fáskrúðsfirði tengist innbroti á Sauðárkróki sem framið var á mánudag, og þá enn fremur hvort þar hafi verið sömu menn að verki. „Við erum að vinna í samvinnu við lögregluna á Austurlandi til að komast að því hvort þetta tengist,“ segir Pétur í samtali við Vísi en ekkert sé þó hægt að fullyrða enn þá um tengsl málanna. Þá hefur fréttastofa auk þess heimildir fyrir því að brotist hafi verið inn í hús á Hellissandi um helgina og þaðan stolið skartgripum og reiðufé. Ekki náðist í lögregluna á Vesturlandi í dag til að spyrjast fyrir um möguleg tengsl innbrotsins á Hellissandi og innbrotanna á Sauðárkróki og Fáskrúðsfirði.
Lögreglumál Tengdar fréttir Miklum verðmætum stolið á Sauðárkróki Lögreglan biður Skagfirðinga og nærsveitunga að hafa varan á sér. 25. júní 2018 14:04 Kýldi húsráðanda í kviðinn og flúði lögreglu á ofsahraða Eftirförin endaði með því að bíll innbrotsþjófsins endaði utan vegar. Tveir voru handteknir. 26. júní 2018 21:15 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Miklum verðmætum stolið á Sauðárkróki Lögreglan biður Skagfirðinga og nærsveitunga að hafa varan á sér. 25. júní 2018 14:04
Kýldi húsráðanda í kviðinn og flúði lögreglu á ofsahraða Eftirförin endaði með því að bíll innbrotsþjófsins endaði utan vegar. Tveir voru handteknir. 26. júní 2018 21:15