Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Gissur Sigurðsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 27. júní 2018 12:44 Frá Fáskrúðsfirði þar sem mennirnir voru handteknir í gær. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. Aðdragandi handtökunnar var sá að að þegar íbúi á Fáskrúðsfirði kom að innbrotsþjófi á heimili sínu í gær, kýldi þjófurinn húsráðanda í magann og komst undan á hlaupum. Hann fór upp í bíl sem ók á brott á ofsahraða. Lögreglan veitti honum eftirför, en brátt var ákveðið að senda lögreglubíl frá Egilsstöðum til að gera bílnum fyrirsát í grennd við Breiðdalsvík. Þar hafnaði bíllinn utan vegar og reyndust þá tveir menn vera í honum og voru þeir báðir handteknir og vistaðir í fangageymslum. Að sögn Þórhalls Árnasonar varðstjóra í lögreglunni á Austurlandi eru yfirheyrslur hafnar, en rannsóknin teljist þó enn á frumstigi. Grunur leiki þó á að mennirnir hafi komið hingað til lands gagngert til að stunda þjófnað og að þýfi hafi meðal annars fundist í bíl þeirra. Túlkar aðstoða við yfirheyrslunar, sem munu vera á byrjunarstigi.Möguleg tengsl við innbrot á Norður- og Vesturlandi Pétur Björnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir í samtali við Vísi að verið sé að rannsaka hvort innbrotið á Fáskrúðsfirði tengist innbroti á Sauðárkróki sem framið var á mánudag, og þá enn fremur hvort þar hafi verið sömu menn að verki. „Við erum að vinna í samvinnu við lögregluna á Austurlandi til að komast að því hvort þetta tengist,“ segir Pétur í samtali við Vísi en ekkert sé þó hægt að fullyrða enn þá um tengsl málanna. Þá hefur fréttastofa auk þess heimildir fyrir því að brotist hafi verið inn í hús á Hellissandi um helgina og þaðan stolið skartgripum og reiðufé. Ekki náðist í lögregluna á Vesturlandi í dag til að spyrjast fyrir um möguleg tengsl innbrotsins á Hellissandi og innbrotanna á Sauðárkróki og Fáskrúðsfirði. Lögreglumál Tengdar fréttir Miklum verðmætum stolið á Sauðárkróki Lögreglan biður Skagfirðinga og nærsveitunga að hafa varan á sér. 25. júní 2018 14:04 Kýldi húsráðanda í kviðinn og flúði lögreglu á ofsahraða Eftirförin endaði með því að bíll innbrotsþjófsins endaði utan vegar. Tveir voru handteknir. 26. júní 2018 21:15 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. Aðdragandi handtökunnar var sá að að þegar íbúi á Fáskrúðsfirði kom að innbrotsþjófi á heimili sínu í gær, kýldi þjófurinn húsráðanda í magann og komst undan á hlaupum. Hann fór upp í bíl sem ók á brott á ofsahraða. Lögreglan veitti honum eftirför, en brátt var ákveðið að senda lögreglubíl frá Egilsstöðum til að gera bílnum fyrirsát í grennd við Breiðdalsvík. Þar hafnaði bíllinn utan vegar og reyndust þá tveir menn vera í honum og voru þeir báðir handteknir og vistaðir í fangageymslum. Að sögn Þórhalls Árnasonar varðstjóra í lögreglunni á Austurlandi eru yfirheyrslur hafnar, en rannsóknin teljist þó enn á frumstigi. Grunur leiki þó á að mennirnir hafi komið hingað til lands gagngert til að stunda þjófnað og að þýfi hafi meðal annars fundist í bíl þeirra. Túlkar aðstoða við yfirheyrslunar, sem munu vera á byrjunarstigi.Möguleg tengsl við innbrot á Norður- og Vesturlandi Pétur Björnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir í samtali við Vísi að verið sé að rannsaka hvort innbrotið á Fáskrúðsfirði tengist innbroti á Sauðárkróki sem framið var á mánudag, og þá enn fremur hvort þar hafi verið sömu menn að verki. „Við erum að vinna í samvinnu við lögregluna á Austurlandi til að komast að því hvort þetta tengist,“ segir Pétur í samtali við Vísi en ekkert sé þó hægt að fullyrða enn þá um tengsl málanna. Þá hefur fréttastofa auk þess heimildir fyrir því að brotist hafi verið inn í hús á Hellissandi um helgina og þaðan stolið skartgripum og reiðufé. Ekki náðist í lögregluna á Vesturlandi í dag til að spyrjast fyrir um möguleg tengsl innbrotsins á Hellissandi og innbrotanna á Sauðárkróki og Fáskrúðsfirði.
Lögreglumál Tengdar fréttir Miklum verðmætum stolið á Sauðárkróki Lögreglan biður Skagfirðinga og nærsveitunga að hafa varan á sér. 25. júní 2018 14:04 Kýldi húsráðanda í kviðinn og flúði lögreglu á ofsahraða Eftirförin endaði með því að bíll innbrotsþjófsins endaði utan vegar. Tveir voru handteknir. 26. júní 2018 21:15 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Miklum verðmætum stolið á Sauðárkróki Lögreglan biður Skagfirðinga og nærsveitunga að hafa varan á sér. 25. júní 2018 14:04
Kýldi húsráðanda í kviðinn og flúði lögreglu á ofsahraða Eftirförin endaði með því að bíll innbrotsþjófsins endaði utan vegar. Tveir voru handteknir. 26. júní 2018 21:15