104 sm lax úr Laxá í Dölum Karl Lúðvíksson skrifar 29. júní 2018 10:00 Þórir með 104 sm laxinn. Laxá í Dölum opnaði í vikunni en áin er ein af vinsælustu laxveiðiám landsins og þar hafa nokkrir stórir laxar veiðst í gegnum tíðina. Það er þó ólíklegt að það hafi veiðst jafn stór lax og veiddist í fyrradag þegar áin opnaði en þá veiddi Þórir Örn Hilmarsson 104 sm lax í veiðistaðnum Helgabakka á fluguna Þýsk Snælda sem er veiðimönnum vel kunn enda ein af veiðnustu flugum landins. Laxinn var eins og áður segir 104 sm að lengd og 53 sm í ummál. Samkvæmt staðli Veiðimálastofnunar er lax í þessari lengd um 11.2 kg en nýgengin gæti hann alveg verið 12-13 kg enda er þessi lax mjög sver og þykkur. Þrír aðrir stórlaxar veiddust við opnun í dölunum en þær voru nokkuð minni en ekki hægt að kalla þá neina smá laxa. Þeir voru 92 , 86 og 81 sm að lengd. Veiðisumarið fer vel af stað í ánni þrátt fyrir krefjandi aðstæður og mikið vatn eins og í öðrum ám á vesturlandi en þessi opnun gefur góðar væntingar fyrir komandi sumar. Mest lesið Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði Bíldsfell áfram innan SVFR Veiði Opið hús hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Veiði Byssusýning á Stokkseyri um helgina Veiði Vorveiðin komin á Veiða.is Veiði Flott veiði í Hraunsfirði Veiði Fín bleikjuveiði í Hlíðarvatni Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Elliðaárnar alveg líklegar að fara yfir veiðitölu 2017 Veiði Sex laxa opnun í Hítará Veiði
Laxá í Dölum opnaði í vikunni en áin er ein af vinsælustu laxveiðiám landsins og þar hafa nokkrir stórir laxar veiðst í gegnum tíðina. Það er þó ólíklegt að það hafi veiðst jafn stór lax og veiddist í fyrradag þegar áin opnaði en þá veiddi Þórir Örn Hilmarsson 104 sm lax í veiðistaðnum Helgabakka á fluguna Þýsk Snælda sem er veiðimönnum vel kunn enda ein af veiðnustu flugum landins. Laxinn var eins og áður segir 104 sm að lengd og 53 sm í ummál. Samkvæmt staðli Veiðimálastofnunar er lax í þessari lengd um 11.2 kg en nýgengin gæti hann alveg verið 12-13 kg enda er þessi lax mjög sver og þykkur. Þrír aðrir stórlaxar veiddust við opnun í dölunum en þær voru nokkuð minni en ekki hægt að kalla þá neina smá laxa. Þeir voru 92 , 86 og 81 sm að lengd. Veiðisumarið fer vel af stað í ánni þrátt fyrir krefjandi aðstæður og mikið vatn eins og í öðrum ám á vesturlandi en þessi opnun gefur góðar væntingar fyrir komandi sumar.
Mest lesið Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði Bíldsfell áfram innan SVFR Veiði Opið hús hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Veiði Byssusýning á Stokkseyri um helgina Veiði Vorveiðin komin á Veiða.is Veiði Flott veiði í Hraunsfirði Veiði Fín bleikjuveiði í Hlíðarvatni Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Elliðaárnar alveg líklegar að fara yfir veiðitölu 2017 Veiði Sex laxa opnun í Hítará Veiði