Ráðherra segir ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu Atli Ísleifsson skrifar 28. júní 2018 23:37 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu íslenskra stjórnvalda. Hann stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar og forvera Kristjáns Þórs í ráðherraembættinu, sem birt var á vef þingsins fyrr í dag. Í svarinu segir ráðherra að hvalveiðistefnan byggist á meginreglunni um sjálfbæra nýtingu á grunni vísindalegrar ráðgjafar, sem sé mikilvæg meginregla varðandi bæði umhverfisvernd og nýtingu lifandi auðlinda. „Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem Ísland hefur af sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins hefur stefna stjórnvalda verið sú að standa gegn því að grafið verði undan meginreglunni um sjálfbæra nýtingu sem byggð er á vísindalegri ráðgjöf, þ.m.t. með því að gerðar séu sérstakar undantekningar frá meginreglunni varðandi ákveðna flokka dýra svo sem sjávarspendýr,“ segir í svarinu.Þjóðhagsleg áhrif hvalveiða könnuð Þorgerður Katrín spurði einnig hvort ráðherra hafi kannað möguleikann á að afturkalla leyfi Hvals hf til veiða á langreyði í sumar, að teknu tilliti til heildarhagsmuna landsins og lítillar eftirspurnar eftir hvalaafurðum. Ráðherra segir að ekki séu uppi þannig aðstæður að heimilt sé að lögum að takmarka veiðar á langreyði þannig að þær verði óheimilar á yfirstandandi ári. Þá segir einnig í svari ráðherra að hvorki sé tímabært að draga ályktanir varðandi hugsanleg neikvæð áhrif hvalveiða á viðskipti með íslenskar sjávar- og landbúnaðarvörur né að grípa til mótvægisaðgerða vegna hugsanlegra neikvæðra áhrifa hvalveiða Íslendinga. Hafi ráðherra beðið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að skoða þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, en slík skýrsla var síðast unnin af stofnuninni árið 2010. Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu íslenskra stjórnvalda. Hann stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar og forvera Kristjáns Þórs í ráðherraembættinu, sem birt var á vef þingsins fyrr í dag. Í svarinu segir ráðherra að hvalveiðistefnan byggist á meginreglunni um sjálfbæra nýtingu á grunni vísindalegrar ráðgjafar, sem sé mikilvæg meginregla varðandi bæði umhverfisvernd og nýtingu lifandi auðlinda. „Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem Ísland hefur af sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins hefur stefna stjórnvalda verið sú að standa gegn því að grafið verði undan meginreglunni um sjálfbæra nýtingu sem byggð er á vísindalegri ráðgjöf, þ.m.t. með því að gerðar séu sérstakar undantekningar frá meginreglunni varðandi ákveðna flokka dýra svo sem sjávarspendýr,“ segir í svarinu.Þjóðhagsleg áhrif hvalveiða könnuð Þorgerður Katrín spurði einnig hvort ráðherra hafi kannað möguleikann á að afturkalla leyfi Hvals hf til veiða á langreyði í sumar, að teknu tilliti til heildarhagsmuna landsins og lítillar eftirspurnar eftir hvalaafurðum. Ráðherra segir að ekki séu uppi þannig aðstæður að heimilt sé að lögum að takmarka veiðar á langreyði þannig að þær verði óheimilar á yfirstandandi ári. Þá segir einnig í svari ráðherra að hvorki sé tímabært að draga ályktanir varðandi hugsanleg neikvæð áhrif hvalveiða á viðskipti með íslenskar sjávar- og landbúnaðarvörur né að grípa til mótvægisaðgerða vegna hugsanlegra neikvæðra áhrifa hvalveiða Íslendinga. Hafi ráðherra beðið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að skoða þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, en slík skýrsla var síðast unnin af stofnuninni árið 2010.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira