Laxinn mættur í Borgarárnar Karl Lúðvíksson skrifar 11. júní 2018 10:00 Tekist á við lax í Teljarastreng. Mynd: SVFR Þrjár vinsælar og gjöfular laxveiðiár renna í borgarlandi Reykjavíkur og þrátt fyrir að þær opni ekki alveg strax er lax mættur í þær allar. Árni Baldursson hjá Lax-Á sá laxa í Leirvogsá fyrir nokkrum dögum og í gær sáust laxar undir brúnni. Veiði hefst ekki í Leirvogsá fyrr en 24. júní og það veit vonandi á góða opnun að sjá lax svona snemma en þessir laxar sem hafa sést voru allir greinilega tveggja ára laxar. Í Elliðaánum hafa fyrstu laxarnir verið að sýna sig á Breiðunni og í Sjávarfossi. Það eru ekki margir sem hafa sést en þeim á eftir að fjölga hratt næstu daga í vaxandi straum. Elliðaárnar opna 20. með viðhöfn eins og venjulega. Korpa/Úlfarsá er síðan áin sem allt of fáir kynnast en hún er lítil, nett og viðkvæm en í hana gengur töluvert af laxi og veiðin á hverju ári um 100-200 laxar á tvær stangir. Laxar sáust í gærmorgun í Berghyl og í ósnum. Það verður spennandi að fylgjast með opnunum í þessum ám en stórstraumur í júní verður 15. þessa mánaðar og þá koma gjarnan fyrstu stóru göngurnar í árnar á vesturlandi og það gæti þýtt flottar opnanir. Mest lesið Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði Bíldsfell áfram innan SVFR Veiði Opið hús hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Veiði Byssusýning á Stokkseyri um helgina Veiði Vorveiðin komin á Veiða.is Veiði Flott veiði í Hraunsfirði Veiði Fín bleikjuveiði í Hlíðarvatni Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Elliðaárnar alveg líklegar að fara yfir veiðitölu 2017 Veiði Sex laxa opnun í Hítará Veiði
Þrjár vinsælar og gjöfular laxveiðiár renna í borgarlandi Reykjavíkur og þrátt fyrir að þær opni ekki alveg strax er lax mættur í þær allar. Árni Baldursson hjá Lax-Á sá laxa í Leirvogsá fyrir nokkrum dögum og í gær sáust laxar undir brúnni. Veiði hefst ekki í Leirvogsá fyrr en 24. júní og það veit vonandi á góða opnun að sjá lax svona snemma en þessir laxar sem hafa sést voru allir greinilega tveggja ára laxar. Í Elliðaánum hafa fyrstu laxarnir verið að sýna sig á Breiðunni og í Sjávarfossi. Það eru ekki margir sem hafa sést en þeim á eftir að fjölga hratt næstu daga í vaxandi straum. Elliðaárnar opna 20. með viðhöfn eins og venjulega. Korpa/Úlfarsá er síðan áin sem allt of fáir kynnast en hún er lítil, nett og viðkvæm en í hana gengur töluvert af laxi og veiðin á hverju ári um 100-200 laxar á tvær stangir. Laxar sáust í gærmorgun í Berghyl og í ósnum. Það verður spennandi að fylgjast með opnunum í þessum ám en stórstraumur í júní verður 15. þessa mánaðar og þá koma gjarnan fyrstu stóru göngurnar í árnar á vesturlandi og það gæti þýtt flottar opnanir.
Mest lesið Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði Bíldsfell áfram innan SVFR Veiði Opið hús hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Veiði Byssusýning á Stokkseyri um helgina Veiði Vorveiðin komin á Veiða.is Veiði Flott veiði í Hraunsfirði Veiði Fín bleikjuveiði í Hlíðarvatni Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Elliðaárnar alveg líklegar að fara yfir veiðitölu 2017 Veiði Sex laxa opnun í Hítará Veiði