Skattfé varið með ómarkvissum hætti með rammasamningi við sérfræðilækna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. júní 2018 21:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/skjáskot Skattfé hefur verið varið með ómarkvissum hætti í sérfræðilækningar samkvæmt gildandi rammasamningi og fjármagn runnið nær stjórnlaust út úr ríkissjóði að sögn heilbrigðisráðherra. Ákvörðun um framtíð fyrirkomulags um sérfræðilækningar verður tekin á allra næstu vikum en samningurinn rennur út um áramótin. Í apríl 2017 var tekin ákvörðun um að loka fyrir aðild nýrra lækna að rammasamningi ríkisins við sérfræðilækna sem veita heilbrigðisþjónustu utan opinbera heilbriðgiskerfisins vegna skorts á fjármagni. Sú ákvörðun hefur sætt gagnrýni, meðal annars af hálfu forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, sem segir ákvörðun ráðuneytisins brjóta í bága við samninginn. Þeirri gagnrýni kveðst heilbrigðisráðherra ekki vilja svara í gegnum fjölmiðla. „Það er það sem ég er að fara yfir, að tryggja það að þetta sé eitthvert tækt fyrirkomulag inn í framtíðina. En hins vegar þá finnst mér nú fara betur á því að ég og framkvæmdastjóri Sjúkratrygginga eigum í samskiptum öðruvísi heldur en í gegnum fréttatíma miðlanna,” segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún kveðst aðspurð þó standa með niðurstöðu ráðuneytisins hvað varðar úrskurð þess í kærumáli læknis sem meinað var um aðild að samningnum. Sú niðurstaða hafi verið vandlega ígrunduð og í samræmi við lög og reglur að sögn ráðherra. Ómarkviss ráðstöfun á opinberu fé „Í upphafi árs 2016 þá lá þegar fyrir að þessi samningur væri í raun og veru að valda því að fjármagn væri að fara nánast stjórnaust út úr ríkissjóði,” segir Svandís. Því hafi þurft að bregðast við sem var í ráðherratíð Óttars Proppé með því að veita ekki fleiri læknum aðild að samningum en Svandís segir ljóst að hann hafi ákveðna galla í för með sér. „Við höfum náttúrlega fengið áminningu, svo ekki sé fastar að orði kveðið, frá ríkisendurskoðun, um að við séum að ráðstafa opinberu fé með ómarkvissum hætti. Það er að segja, þessi kaup á heilbrigðisþjónustu sé ómarkviss, íslenska heilbrigðiskerfið sé brotakennt og úr því þarf að leysa." Hvaða lausn verður ofan á liggur þó enn ekki fyrir. „Ég mun finna út úr því hver verður niðurstaðan á allra næstu vikum,” segir Svandís, sem ítrekar að öryggi sjúklinga verði henni efst í huga við ákvarðanatökuna. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Algjör óvissa uppi um framtíð samninga við sérfræðilækna Rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna rennur út um áramótin. Framtíð rammasamningsins hefur ekki verið ákveðin. Ljóst er að heilbrigðisráðherra vill breyta kerfinu í stórum dráttum. 11. júní 2018 07:00 Svandís vill breyta rammasamningnum Sérfræðilæknar krefja ríkið um svör. Framtíð sérfræðilækninga utan opinbera heilbrigðiskerfisins er óljós. Sjúklingar gætu þurft að greiða meira eftir áramót. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Skattfé hefur verið varið með ómarkvissum hætti í sérfræðilækningar samkvæmt gildandi rammasamningi og fjármagn runnið nær stjórnlaust út úr ríkissjóði að sögn heilbrigðisráðherra. Ákvörðun um framtíð fyrirkomulags um sérfræðilækningar verður tekin á allra næstu vikum en samningurinn rennur út um áramótin. Í apríl 2017 var tekin ákvörðun um að loka fyrir aðild nýrra lækna að rammasamningi ríkisins við sérfræðilækna sem veita heilbrigðisþjónustu utan opinbera heilbriðgiskerfisins vegna skorts á fjármagni. Sú ákvörðun hefur sætt gagnrýni, meðal annars af hálfu forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, sem segir ákvörðun ráðuneytisins brjóta í bága við samninginn. Þeirri gagnrýni kveðst heilbrigðisráðherra ekki vilja svara í gegnum fjölmiðla. „Það er það sem ég er að fara yfir, að tryggja það að þetta sé eitthvert tækt fyrirkomulag inn í framtíðina. En hins vegar þá finnst mér nú fara betur á því að ég og framkvæmdastjóri Sjúkratrygginga eigum í samskiptum öðruvísi heldur en í gegnum fréttatíma miðlanna,” segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún kveðst aðspurð þó standa með niðurstöðu ráðuneytisins hvað varðar úrskurð þess í kærumáli læknis sem meinað var um aðild að samningnum. Sú niðurstaða hafi verið vandlega ígrunduð og í samræmi við lög og reglur að sögn ráðherra. Ómarkviss ráðstöfun á opinberu fé „Í upphafi árs 2016 þá lá þegar fyrir að þessi samningur væri í raun og veru að valda því að fjármagn væri að fara nánast stjórnaust út úr ríkissjóði,” segir Svandís. Því hafi þurft að bregðast við sem var í ráðherratíð Óttars Proppé með því að veita ekki fleiri læknum aðild að samningum en Svandís segir ljóst að hann hafi ákveðna galla í för með sér. „Við höfum náttúrlega fengið áminningu, svo ekki sé fastar að orði kveðið, frá ríkisendurskoðun, um að við séum að ráðstafa opinberu fé með ómarkvissum hætti. Það er að segja, þessi kaup á heilbrigðisþjónustu sé ómarkviss, íslenska heilbrigðiskerfið sé brotakennt og úr því þarf að leysa." Hvaða lausn verður ofan á liggur þó enn ekki fyrir. „Ég mun finna út úr því hver verður niðurstaðan á allra næstu vikum,” segir Svandís, sem ítrekar að öryggi sjúklinga verði henni efst í huga við ákvarðanatökuna.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Algjör óvissa uppi um framtíð samninga við sérfræðilækna Rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna rennur út um áramótin. Framtíð rammasamningsins hefur ekki verið ákveðin. Ljóst er að heilbrigðisráðherra vill breyta kerfinu í stórum dráttum. 11. júní 2018 07:00 Svandís vill breyta rammasamningnum Sérfræðilæknar krefja ríkið um svör. Framtíð sérfræðilækninga utan opinbera heilbrigðiskerfisins er óljós. Sjúklingar gætu þurft að greiða meira eftir áramót. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30
Algjör óvissa uppi um framtíð samninga við sérfræðilækna Rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna rennur út um áramótin. Framtíð rammasamningsins hefur ekki verið ákveðin. Ljóst er að heilbrigðisráðherra vill breyta kerfinu í stórum dráttum. 11. júní 2018 07:00
Svandís vill breyta rammasamningnum Sérfræðilæknar krefja ríkið um svör. Framtíð sérfræðilækninga utan opinbera heilbrigðiskerfisins er óljós. Sjúklingar gætu þurft að greiða meira eftir áramót. 11. júní 2018 06:00
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent