Skattfé varið með ómarkvissum hætti með rammasamningi við sérfræðilækna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. júní 2018 21:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/skjáskot Skattfé hefur verið varið með ómarkvissum hætti í sérfræðilækningar samkvæmt gildandi rammasamningi og fjármagn runnið nær stjórnlaust út úr ríkissjóði að sögn heilbrigðisráðherra. Ákvörðun um framtíð fyrirkomulags um sérfræðilækningar verður tekin á allra næstu vikum en samningurinn rennur út um áramótin. Í apríl 2017 var tekin ákvörðun um að loka fyrir aðild nýrra lækna að rammasamningi ríkisins við sérfræðilækna sem veita heilbrigðisþjónustu utan opinbera heilbriðgiskerfisins vegna skorts á fjármagni. Sú ákvörðun hefur sætt gagnrýni, meðal annars af hálfu forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, sem segir ákvörðun ráðuneytisins brjóta í bága við samninginn. Þeirri gagnrýni kveðst heilbrigðisráðherra ekki vilja svara í gegnum fjölmiðla. „Það er það sem ég er að fara yfir, að tryggja það að þetta sé eitthvert tækt fyrirkomulag inn í framtíðina. En hins vegar þá finnst mér nú fara betur á því að ég og framkvæmdastjóri Sjúkratrygginga eigum í samskiptum öðruvísi heldur en í gegnum fréttatíma miðlanna,” segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún kveðst aðspurð þó standa með niðurstöðu ráðuneytisins hvað varðar úrskurð þess í kærumáli læknis sem meinað var um aðild að samningnum. Sú niðurstaða hafi verið vandlega ígrunduð og í samræmi við lög og reglur að sögn ráðherra. Ómarkviss ráðstöfun á opinberu fé „Í upphafi árs 2016 þá lá þegar fyrir að þessi samningur væri í raun og veru að valda því að fjármagn væri að fara nánast stjórnaust út úr ríkissjóði,” segir Svandís. Því hafi þurft að bregðast við sem var í ráðherratíð Óttars Proppé með því að veita ekki fleiri læknum aðild að samningum en Svandís segir ljóst að hann hafi ákveðna galla í för með sér. „Við höfum náttúrlega fengið áminningu, svo ekki sé fastar að orði kveðið, frá ríkisendurskoðun, um að við séum að ráðstafa opinberu fé með ómarkvissum hætti. Það er að segja, þessi kaup á heilbrigðisþjónustu sé ómarkviss, íslenska heilbrigðiskerfið sé brotakennt og úr því þarf að leysa." Hvaða lausn verður ofan á liggur þó enn ekki fyrir. „Ég mun finna út úr því hver verður niðurstaðan á allra næstu vikum,” segir Svandís, sem ítrekar að öryggi sjúklinga verði henni efst í huga við ákvarðanatökuna. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Algjör óvissa uppi um framtíð samninga við sérfræðilækna Rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna rennur út um áramótin. Framtíð rammasamningsins hefur ekki verið ákveðin. Ljóst er að heilbrigðisráðherra vill breyta kerfinu í stórum dráttum. 11. júní 2018 07:00 Svandís vill breyta rammasamningnum Sérfræðilæknar krefja ríkið um svör. Framtíð sérfræðilækninga utan opinbera heilbrigðiskerfisins er óljós. Sjúklingar gætu þurft að greiða meira eftir áramót. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Skattfé hefur verið varið með ómarkvissum hætti í sérfræðilækningar samkvæmt gildandi rammasamningi og fjármagn runnið nær stjórnlaust út úr ríkissjóði að sögn heilbrigðisráðherra. Ákvörðun um framtíð fyrirkomulags um sérfræðilækningar verður tekin á allra næstu vikum en samningurinn rennur út um áramótin. Í apríl 2017 var tekin ákvörðun um að loka fyrir aðild nýrra lækna að rammasamningi ríkisins við sérfræðilækna sem veita heilbrigðisþjónustu utan opinbera heilbriðgiskerfisins vegna skorts á fjármagni. Sú ákvörðun hefur sætt gagnrýni, meðal annars af hálfu forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, sem segir ákvörðun ráðuneytisins brjóta í bága við samninginn. Þeirri gagnrýni kveðst heilbrigðisráðherra ekki vilja svara í gegnum fjölmiðla. „Það er það sem ég er að fara yfir, að tryggja það að þetta sé eitthvert tækt fyrirkomulag inn í framtíðina. En hins vegar þá finnst mér nú fara betur á því að ég og framkvæmdastjóri Sjúkratrygginga eigum í samskiptum öðruvísi heldur en í gegnum fréttatíma miðlanna,” segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún kveðst aðspurð þó standa með niðurstöðu ráðuneytisins hvað varðar úrskurð þess í kærumáli læknis sem meinað var um aðild að samningnum. Sú niðurstaða hafi verið vandlega ígrunduð og í samræmi við lög og reglur að sögn ráðherra. Ómarkviss ráðstöfun á opinberu fé „Í upphafi árs 2016 þá lá þegar fyrir að þessi samningur væri í raun og veru að valda því að fjármagn væri að fara nánast stjórnaust út úr ríkissjóði,” segir Svandís. Því hafi þurft að bregðast við sem var í ráðherratíð Óttars Proppé með því að veita ekki fleiri læknum aðild að samningum en Svandís segir ljóst að hann hafi ákveðna galla í för með sér. „Við höfum náttúrlega fengið áminningu, svo ekki sé fastar að orði kveðið, frá ríkisendurskoðun, um að við séum að ráðstafa opinberu fé með ómarkvissum hætti. Það er að segja, þessi kaup á heilbrigðisþjónustu sé ómarkviss, íslenska heilbrigðiskerfið sé brotakennt og úr því þarf að leysa." Hvaða lausn verður ofan á liggur þó enn ekki fyrir. „Ég mun finna út úr því hver verður niðurstaðan á allra næstu vikum,” segir Svandís, sem ítrekar að öryggi sjúklinga verði henni efst í huga við ákvarðanatökuna.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Algjör óvissa uppi um framtíð samninga við sérfræðilækna Rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna rennur út um áramótin. Framtíð rammasamningsins hefur ekki verið ákveðin. Ljóst er að heilbrigðisráðherra vill breyta kerfinu í stórum dráttum. 11. júní 2018 07:00 Svandís vill breyta rammasamningnum Sérfræðilæknar krefja ríkið um svör. Framtíð sérfræðilækninga utan opinbera heilbrigðiskerfisins er óljós. Sjúklingar gætu þurft að greiða meira eftir áramót. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30
Algjör óvissa uppi um framtíð samninga við sérfræðilækna Rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna rennur út um áramótin. Framtíð rammasamningsins hefur ekki verið ákveðin. Ljóst er að heilbrigðisráðherra vill breyta kerfinu í stórum dráttum. 11. júní 2018 07:00
Svandís vill breyta rammasamningnum Sérfræðilæknar krefja ríkið um svör. Framtíð sérfræðilækninga utan opinbera heilbrigðiskerfisins er óljós. Sjúklingar gætu þurft að greiða meira eftir áramót. 11. júní 2018 06:00