Óttast ekki að upp úr slitni þótt einn fari í fýlu Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. júní 2018 12:28 Oddvitarnir fjórir sjást hér fremst á myndinni sem tekin var í morgun þegar nýr meirihluti í Reykjavík var kynntur. vísir/jóhann k. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri nýs meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar í Reykjavík, óttast ekki að það slitni upp úr meirihlutasamstarfinu þó einn fari í fýlu en flokkarnir fjórir eru aðeins með eins manns meirihluta í borgarstjórn. Í samtali við fréttastofu í morgun eftir að flokkarnir kynntu nýja meirihluta sagði Dagur að vel hefði gengið að setja saman málefnasamninginn. Þá hefði í viðræðunum verið farið yfir allt sem gæti komið upp og flokkarnir gefið sér góðan tíma í viðræðurnar þar sem um væri að ræða ólíka flokka og fólk þyrfti að kynnast. „En það hefur verið mjög mikill og góður samhljómur alveg frá fyrsta degi og þar sem að áherslurnar eru ólíkar þar hefur verið ríkur vilji til að finna út úr því,“ sagði Dagur. Spurður út í fyrir hvað hinn nýi meirihluti mun standa sagði hann: „Góða, græna borgarþróun, sóknarbolta, af því það er nú að koma HM, sóknarbolta eiginlega á öllum sviðum. Ég held að samstarfsyfirlýsingin beri það með sér. Við ætlum að sækja fram í skólamálum, velferðarmálum, lýðræðismálum, gegnsæismálum og á mjög mörgum sviðum, en húsnæðismálin og málefni Borgarlínu og þessi stóru mál verða áfram mjög fyrirferðarmikil í verkefninu.“Svona samstarf eins og þetta þegar svona flokkar eru í samningaviðræðum, það kostar alltaf eitthvað, hvað þurftu þið að gefa eftir? „Ég held að það sé hægt að nálgast það þannig eins og allir tapi þegar einhver vinnur en í góðu samstarfi, bara eins og í góðum samböndum eða vinasamböndum, þá getur fólk líka nálgast það þannig að það séu allir að gefa eitthvað og bæta hvert annað upp og þannig finnst mér þessi hópur vera. Viðreisn sem kemur ný inn kemur með nýja hluti sem bætast við. Píratar sannarlega líka og Vinstri græn og síðan erum við auðvitað með mikla breidd í Samfylkingunni og reynslumikið fólk og saman. Saman held ég að þetta myndi alveg feiknarsterka heild sem er sterkari heldur en einstakir hlutar,“ sagði Dagur.En með eins tæpan meirihluta og hugsast getur, aðeins einn mann, er þá engin hræðsla við að ef einn fari í fýlu þá sé þetta búið? „Nei. Við gáfum okkar góðan tíma í þetta og fórum yfir allt sem gæti komið upp, ekki bara það sem við erum að setja á blað og það gefur og það gefur okkur styrk og sjálfstraust og áræðni í framhaldinu.“Og hver verða svo fyrstu verkefni nýs meirihluta? „Þau eru reyndar fjöldamörg. Þau tengjast húsnæðismálum, þau tengjast skipulagsmálum, velferðarmálum, skólamálum og næsta kjörtímabil er bara að bresta á.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri nýs meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar í Reykjavík, óttast ekki að það slitni upp úr meirihlutasamstarfinu þó einn fari í fýlu en flokkarnir fjórir eru aðeins með eins manns meirihluta í borgarstjórn. Í samtali við fréttastofu í morgun eftir að flokkarnir kynntu nýja meirihluta sagði Dagur að vel hefði gengið að setja saman málefnasamninginn. Þá hefði í viðræðunum verið farið yfir allt sem gæti komið upp og flokkarnir gefið sér góðan tíma í viðræðurnar þar sem um væri að ræða ólíka flokka og fólk þyrfti að kynnast. „En það hefur verið mjög mikill og góður samhljómur alveg frá fyrsta degi og þar sem að áherslurnar eru ólíkar þar hefur verið ríkur vilji til að finna út úr því,“ sagði Dagur. Spurður út í fyrir hvað hinn nýi meirihluti mun standa sagði hann: „Góða, græna borgarþróun, sóknarbolta, af því það er nú að koma HM, sóknarbolta eiginlega á öllum sviðum. Ég held að samstarfsyfirlýsingin beri það með sér. Við ætlum að sækja fram í skólamálum, velferðarmálum, lýðræðismálum, gegnsæismálum og á mjög mörgum sviðum, en húsnæðismálin og málefni Borgarlínu og þessi stóru mál verða áfram mjög fyrirferðarmikil í verkefninu.“Svona samstarf eins og þetta þegar svona flokkar eru í samningaviðræðum, það kostar alltaf eitthvað, hvað þurftu þið að gefa eftir? „Ég held að það sé hægt að nálgast það þannig eins og allir tapi þegar einhver vinnur en í góðu samstarfi, bara eins og í góðum samböndum eða vinasamböndum, þá getur fólk líka nálgast það þannig að það séu allir að gefa eitthvað og bæta hvert annað upp og þannig finnst mér þessi hópur vera. Viðreisn sem kemur ný inn kemur með nýja hluti sem bætast við. Píratar sannarlega líka og Vinstri græn og síðan erum við auðvitað með mikla breidd í Samfylkingunni og reynslumikið fólk og saman. Saman held ég að þetta myndi alveg feiknarsterka heild sem er sterkari heldur en einstakir hlutar,“ sagði Dagur.En með eins tæpan meirihluta og hugsast getur, aðeins einn mann, er þá engin hræðsla við að ef einn fari í fýlu þá sé þetta búið? „Nei. Við gáfum okkar góðan tíma í þetta og fórum yfir allt sem gæti komið upp, ekki bara það sem við erum að setja á blað og það gefur og það gefur okkur styrk og sjálfstraust og áræðni í framhaldinu.“Og hver verða svo fyrstu verkefni nýs meirihluta? „Þau eru reyndar fjöldamörg. Þau tengjast húsnæðismálum, þau tengjast skipulagsmálum, velferðarmálum, skólamálum og næsta kjörtímabil er bara að bresta á.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45
Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00