Einn leikskóli í hverju hverfi opinn næsta sumar Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. júní 2018 15:12 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, í Breiðholtinu í dag þar sem nýr meirihluti í Reykjavík var kynntur. vísir/sigtryggur ari Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn og nýr formaður borgarráðs, segir að nýr meirihluti í Reykjavík muni koma til með að hafa mikil áhrif á allt sem snýr að barnafjölskyldum. Þannig verður einn leikskóli opinn í hverju hverfi næsta sumar svo júlílokanir leikskóla sem verið hafa undanfarin ár munu ekki koma til þeim leikskólum. Í samtali við fréttastofu eftir að meirihlutinn var kynntur í Breiðholti í morgun sagði Þórdís Lóa að það hefði ekki verið neitt sérstaklega flókið að setja saman málefnasamninginn. „Það var ekkert sérstaklega flókið og það vissum við svolítið áður en við fórum af stað í formlegar meirihlutaviðræður af því að við höfðum tekið landslagið vel áður. Viðreisn var þarna í svolítilli lykilstöðu þannig að við höfðum samtal við í rauninni flesta og nánast alla oddvita. Þannig að við vissum að áður en við fórum af stað að við værum mjög samstíga í mjög stórum málum. Þannig að þetta gekk vel en auðvitað eru fjögur ár langur tími og það er fullt af verkefnum framundan sem við þurfum að taka á. Við urðum að ræða okkur djúpt í málin og það gerðum við,“ sagði Þórdís Lóa.Samhugur og samvinna grunnurinn Hún segir meirihlutann leggja áherslu á að vinna sem eitt lið og einn hópur. „Auðvitað er meirihluti alltaf tæpur ef að það er mikil óánægja þannig að það er samhugur og samvinna sem verður að vera grunnurinn að þessu og það er á þeim grunni sem við byggjum.“ Viðreisn var í ákveðinni lykilstöðu eftir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí síðastliðinn. Spurð út í hvort að flokkurinn hefði beitt sér eitthvað í viðræðunum í því ljós og nýtt sér það sagði Þórdís Lóa. „Auðvitað settum við áherslu á okkar mál eins og allir flokkar. Það er mikilvægt í samningaviðræðum að allir komi vel út, ekki bara einn, þó hann sé í yfirburðastöðu til að byrja með. Þannig að við bara lögðum það svolítið á borðið að við vildum að þetta yrði þéttur og góður hópur með þétt og góð málefni sameiginleg og það gekk bara mjög vel.“ Hún segir að í fyrstu verkefnum nýs meirihluta verði horft til barnafjölskyldna. „Hann kemur til með að hafa mikil áhrif á allt sem snýr að barnafjölskyldum, í skólamálunum, við erum með mjög flottar aðgerðir þar. Sem dæmi, þá næsta sumar ætlum við að bjóða upp á það að það verði einn leikskóli opinn í hverju hverfi til að foreldrar og fjölskyldur hafi val. Það kemur til með að finnast í buddum stórra barnafjölskyldna, fyrirtæki fá lækkaðan fasteignaskatt, þetta eru svona þessar aðgerðir sem fólk kemur til með að finna strax fyrir.“ Kosningar 2018 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn og nýr formaður borgarráðs, segir að nýr meirihluti í Reykjavík muni koma til með að hafa mikil áhrif á allt sem snýr að barnafjölskyldum. Þannig verður einn leikskóli opinn í hverju hverfi næsta sumar svo júlílokanir leikskóla sem verið hafa undanfarin ár munu ekki koma til þeim leikskólum. Í samtali við fréttastofu eftir að meirihlutinn var kynntur í Breiðholti í morgun sagði Þórdís Lóa að það hefði ekki verið neitt sérstaklega flókið að setja saman málefnasamninginn. „Það var ekkert sérstaklega flókið og það vissum við svolítið áður en við fórum af stað í formlegar meirihlutaviðræður af því að við höfðum tekið landslagið vel áður. Viðreisn var þarna í svolítilli lykilstöðu þannig að við höfðum samtal við í rauninni flesta og nánast alla oddvita. Þannig að við vissum að áður en við fórum af stað að við værum mjög samstíga í mjög stórum málum. Þannig að þetta gekk vel en auðvitað eru fjögur ár langur tími og það er fullt af verkefnum framundan sem við þurfum að taka á. Við urðum að ræða okkur djúpt í málin og það gerðum við,“ sagði Þórdís Lóa.Samhugur og samvinna grunnurinn Hún segir meirihlutann leggja áherslu á að vinna sem eitt lið og einn hópur. „Auðvitað er meirihluti alltaf tæpur ef að það er mikil óánægja þannig að það er samhugur og samvinna sem verður að vera grunnurinn að þessu og það er á þeim grunni sem við byggjum.“ Viðreisn var í ákveðinni lykilstöðu eftir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí síðastliðinn. Spurð út í hvort að flokkurinn hefði beitt sér eitthvað í viðræðunum í því ljós og nýtt sér það sagði Þórdís Lóa. „Auðvitað settum við áherslu á okkar mál eins og allir flokkar. Það er mikilvægt í samningaviðræðum að allir komi vel út, ekki bara einn, þó hann sé í yfirburðastöðu til að byrja með. Þannig að við bara lögðum það svolítið á borðið að við vildum að þetta yrði þéttur og góður hópur með þétt og góð málefni sameiginleg og það gekk bara mjög vel.“ Hún segir að í fyrstu verkefnum nýs meirihluta verði horft til barnafjölskyldna. „Hann kemur til með að hafa mikil áhrif á allt sem snýr að barnafjölskyldum, í skólamálunum, við erum með mjög flottar aðgerðir þar. Sem dæmi, þá næsta sumar ætlum við að bjóða upp á það að það verði einn leikskóli opinn í hverju hverfi til að foreldrar og fjölskyldur hafi val. Það kemur til með að finnast í buddum stórra barnafjölskyldna, fyrirtæki fá lækkaðan fasteignaskatt, þetta eru svona þessar aðgerðir sem fólk kemur til með að finna strax fyrir.“
Kosningar 2018 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira