Hæsta þorskveiðiráðgjöf frá því aflamarkskerfi var tekið upp Heimir Már Pétursson skrifar 13. júní 2018 21:00 Ráðlagður heildarafli á þorski á næsta fiskveiðiári er einn sá mesti sem Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til frá því aflamarkskerfið var tekið upp. Þrátt fyrir það eru ekki horfur á að þorskstofninn vaxi mjög hratt á næstu árum að mati sérfræðinga stofnunarinnar. Mestu munar hins vegar um mikla aflaaukningu á ýsu en stofn hennar hefur vaxið hratt eftir að hafa dregist mikið saman á árum áður. Þótt ferðaþjónustan skipti þjóðarbúið miklu máli og hafi vaxið umfram aðrar greinar á undanförnum árum hvað gjaldeyristekjur varðar skiptir sjávarútvegurinn enn mjög miklu máli fyrir efnahag þjóðarinnar. Hafrannsóknarstofnun kynnti í dag ráðgjöf sína um veiðar á næsta fiskveiðiári sem hefst hinn 1. september. Það eru bæði góðar og slæmar fréttir í veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar fyrir næsta fiskveiðiár. Góðu fréttirnar eru þær að lögð er til mikil aukning á veiðum á dýrmætustu fiskveiðitegundunum; þorski, ýsu og ufsa og þá alveg sérstaklega á ýsunni.Ráðlagður heildarafli á þorski á næsta fiskveiðiári er einn sá mesti sem Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til frá því aflamarkskerfið var tekið upp.Mynd/Stöð 2Það felast mikil verðmæti í tæplega sjö þúsund tonna viðbót í þorski, tæplega 36 þúsund tonna aukningu í ýsu og tæplega 19 þúsund tonna aukningu í ufsa. En undanfarin ár hefur ýsustofnin barist í bökkum. Guðmundur Þórðarson sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar segir ánægjulegt að hægt sé að auka aflaheimildir á helstu nytjastofnum. „Nú eru að koma inn þrír árgangar sem eru nokkuð sæmilegir. En einnig hefur vöxtur ýsu aukist mjög mikið. Þannig að meðalþyngd eftir aldri hefur aukist. Sem leiðir til þessarar niðurstöðu að því er spáð að stofninn vaxi hratt núna þegar þessir árgangar koma inn,” segir Guðmundur. Þorskurinn er einning heldur að braggast en Íslendingar eru þó enn langt frá því að veiða eins mikinn þorsk á íslandsmiðum og gert var upp úr 1950 þegar yfir hálf milljón tonna voru veidd, enda var stofninn ofveiddur og veiðar síðar dregnar stórlega saman. Nú er talið óhætt að veiða rúm 264 þúsund tonn án þess að koma í veg fyrir að stofninn vaxi.Hvað er það í í sögulegu samhengi þorskveiða á Íslandi?„Þetta er ein hæsta ráðgjöf frá því aflaregla var tekin upp. En ef litið er til tímabilnsins fyrir 1994 til 1995 er þetta ekki hátt í því samhengi,” segir Guðmundur. Og ekki er víst að þetta sé ávísun á hraða aukningu í þorskveiðum á næstu árum. „Miðað við það sem við vitum núna er kannski ekki hægt að sjá einhverjar stórkostlegar breytingar. Það sem okkur vantar er aukin nýliðun. Stærri árganga. Því sú nýliðun sem við sjáum núna og okkur finnst nokkuð góð miðað við það sem hefur verið frá kannski aldamótum, er bara meðalnýliðun miðað við það sem var á tímabilinu frá 1955 til 1980,” segir Guðmundur Þórðarson. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Þorskverð hækkar en síldarverð lækkar Stóru síldveiðiskipin eru á landleið. 18. október 2017 08:02 Spá 4 prósent aukningu útflutningsverðmætis sjávarafurða á næsta ári Greiningardeild Íslandsbanka spáir 4 prósent aukningu útflutningsverðmætis sjávarafurða á næsta ári fyrir tilstilli veikari krónu, hærra heimsmarkaðsverðs og aukins kvóta. 20. nóvember 2017 14:32 Þorskurinn minni en áður Þorskurinn í Eystrasalti er ekki jafnstór og áður, að því er segir í frétt sænska ríkisútvarpsins. 4. janúar 2018 06:00 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Ráðlagður heildarafli á þorski á næsta fiskveiðiári er einn sá mesti sem Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til frá því aflamarkskerfið var tekið upp. Þrátt fyrir það eru ekki horfur á að þorskstofninn vaxi mjög hratt á næstu árum að mati sérfræðinga stofnunarinnar. Mestu munar hins vegar um mikla aflaaukningu á ýsu en stofn hennar hefur vaxið hratt eftir að hafa dregist mikið saman á árum áður. Þótt ferðaþjónustan skipti þjóðarbúið miklu máli og hafi vaxið umfram aðrar greinar á undanförnum árum hvað gjaldeyristekjur varðar skiptir sjávarútvegurinn enn mjög miklu máli fyrir efnahag þjóðarinnar. Hafrannsóknarstofnun kynnti í dag ráðgjöf sína um veiðar á næsta fiskveiðiári sem hefst hinn 1. september. Það eru bæði góðar og slæmar fréttir í veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar fyrir næsta fiskveiðiár. Góðu fréttirnar eru þær að lögð er til mikil aukning á veiðum á dýrmætustu fiskveiðitegundunum; þorski, ýsu og ufsa og þá alveg sérstaklega á ýsunni.Ráðlagður heildarafli á þorski á næsta fiskveiðiári er einn sá mesti sem Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til frá því aflamarkskerfið var tekið upp.Mynd/Stöð 2Það felast mikil verðmæti í tæplega sjö þúsund tonna viðbót í þorski, tæplega 36 þúsund tonna aukningu í ýsu og tæplega 19 þúsund tonna aukningu í ufsa. En undanfarin ár hefur ýsustofnin barist í bökkum. Guðmundur Þórðarson sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar segir ánægjulegt að hægt sé að auka aflaheimildir á helstu nytjastofnum. „Nú eru að koma inn þrír árgangar sem eru nokkuð sæmilegir. En einnig hefur vöxtur ýsu aukist mjög mikið. Þannig að meðalþyngd eftir aldri hefur aukist. Sem leiðir til þessarar niðurstöðu að því er spáð að stofninn vaxi hratt núna þegar þessir árgangar koma inn,” segir Guðmundur. Þorskurinn er einning heldur að braggast en Íslendingar eru þó enn langt frá því að veiða eins mikinn þorsk á íslandsmiðum og gert var upp úr 1950 þegar yfir hálf milljón tonna voru veidd, enda var stofninn ofveiddur og veiðar síðar dregnar stórlega saman. Nú er talið óhætt að veiða rúm 264 þúsund tonn án þess að koma í veg fyrir að stofninn vaxi.Hvað er það í í sögulegu samhengi þorskveiða á Íslandi?„Þetta er ein hæsta ráðgjöf frá því aflaregla var tekin upp. En ef litið er til tímabilnsins fyrir 1994 til 1995 er þetta ekki hátt í því samhengi,” segir Guðmundur. Og ekki er víst að þetta sé ávísun á hraða aukningu í þorskveiðum á næstu árum. „Miðað við það sem við vitum núna er kannski ekki hægt að sjá einhverjar stórkostlegar breytingar. Það sem okkur vantar er aukin nýliðun. Stærri árganga. Því sú nýliðun sem við sjáum núna og okkur finnst nokkuð góð miðað við það sem hefur verið frá kannski aldamótum, er bara meðalnýliðun miðað við það sem var á tímabilinu frá 1955 til 1980,” segir Guðmundur Þórðarson.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Þorskverð hækkar en síldarverð lækkar Stóru síldveiðiskipin eru á landleið. 18. október 2017 08:02 Spá 4 prósent aukningu útflutningsverðmætis sjávarafurða á næsta ári Greiningardeild Íslandsbanka spáir 4 prósent aukningu útflutningsverðmætis sjávarafurða á næsta ári fyrir tilstilli veikari krónu, hærra heimsmarkaðsverðs og aukins kvóta. 20. nóvember 2017 14:32 Þorskurinn minni en áður Þorskurinn í Eystrasalti er ekki jafnstór og áður, að því er segir í frétt sænska ríkisútvarpsins. 4. janúar 2018 06:00 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Spá 4 prósent aukningu útflutningsverðmætis sjávarafurða á næsta ári Greiningardeild Íslandsbanka spáir 4 prósent aukningu útflutningsverðmætis sjávarafurða á næsta ári fyrir tilstilli veikari krónu, hærra heimsmarkaðsverðs og aukins kvóta. 20. nóvember 2017 14:32
Þorskurinn minni en áður Þorskurinn í Eystrasalti er ekki jafnstór og áður, að því er segir í frétt sænska ríkisútvarpsins. 4. janúar 2018 06:00